Færslur: 2010 September

08.09.2010 07:12

Óútskírðar myndir

Þessar þrjár myndir birti Jón Halldórsson á vef sínum holmavik.123.is í gær án þess að greina nokkuð sérstaklega frá myndefninu, að vísu kom fram fyrir ofan tveggja síðustu myndanna að mikið logn hefði verið á firðinum.


                         © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is   7. sept. 2010

08.09.2010 07:10

Skallarif HU 15 / Ólafur KE 49 / Jóhanna Magnúsdóttir RE 70

Einn af svonefndum Landssmiðjubátum sem smíðaður var í Landsmiðjunni í Reykjavík 1956 og var til fram á árið 1992.


         708. Skallarif HU 15 © mynd Snorrason


                        708. Ólafur KE 49 © mynd Snorrason


                      708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 © mynd Hafþór Hreiðarsson


             708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 © mynd Snorrason


          708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 © mynd ókunnur

Smíðaður hjá Landsmiðjunni hf., Reykjavík 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Fargað 15. des. 1992.

Nöfn: Pétur Sigurðsson RE 331, Skallarif HU 15, Ólafur KE 49, Gustur SH 24, aftur Ólafur KE 49, Gustur SH 142, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70, Öxarnúpur ÞH 162 og Öxarnúpur ÞH 166.

08.09.2010 00:00

Antarctic Dream á Akureyri

Þessa myndasyrpu tók Bjarni Guðmundsson á ferð sinni til Akureyrar um síðustu helgi.


 
    Antarctic Dream, frá Belize, í höfn á Akureyri, sunnudaginn 5. sept. 2010 © myndir Bjarni G.

07.09.2010 23:19

Mæja í Bakka


                  Mæja í Bakka, á Akureyri © mynd Bjarni G., 5. sept. 2010

07.09.2010 23:03

Kópanes RE 164


                1985. Kópanes RE 164, á Akureyri © mynd Bjarni G,  5. sept. 2010

07.09.2010 22:39

Matthías SH 21
   2463. Matthías SH 21, að koma úr róðri á Rifshöfn í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 7. sept. 2010

07.09.2010 21:46

Esjar SH 75
    2330. Esjar SH 75, kemur inn til Rifshafnar í dag © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 7. sept. 2010

07.09.2010 20:46

Rifsari SH 70

Hér sjáum við myndir af bátnum er hann kom undir kvöld til hafnar í Rifshöfn.
    1856. Rifsari SH 70, kemur að landi í Rifshöfn í dag © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 7. sept. 2010

07.09.2010 20:41

Davíð Reynisson

Í dag fór Davíð Reynisson með þeim á Sægrími GK í róður og  tók heimildarmyndband en hann er að læra kvikmyndagerð og þetta verður einkunnar mynd. Tók Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður á Sægrími þessa mynd af Davíð.


     Davíð Reynisson að taka kvikmynd © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 7. sept. 2010

07.09.2010 17:43

Kristbjörg VE 71

Um kl. 17 í dag kom Vestmannaeyjabáturinn Kristbjörg VE 71 til Njarðvíkur, til að sækja ís og notaði ég þá tækifæri og tók þessa myndasypru af bátnum, því þetta er í fyrsta sinn eftir nafnabreytinguna sem ég sé bátinn.


                   84. Kristbjörg VE 71, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 7. sept. 2010

07.09.2010 17:37

Hallgrímur BA 77 seldur til Siglufjarðar

Ég dag var gengið frá sölu á togskipinu Hallgrími BA 77 og eru kaupendur núverandi eigendur Sigluness. Geri ég frekar ráð fyrir að það séu því eigendur Sigluness SI, en Sigluness SH, þar sem sá síðarnefndi er opinn plastbátur.


         1612. Hallgrímur BA 77 við slippbryggjuna í Reykjavík © mynd Emil Páll


                1612. Hallgrímur BA 77, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Bragason

07.09.2010 17:33

Hans Jakob seldur til Tálknafjarðar

Sæbjúguveiðiskipið Hans Jakob GK 150 hefur verið selt til Tálknafjarðar og er verið að laga það í Sandgerðishöfn, en vél bátsins hrundi í vetur og síðan var brotist nýlega inn í bátinn og öllu rústað í brúnni.


                            1639. Hans Jakob GK 150 © mynd Emil Páll, 2009

07.09.2010 14:50

Grímsey ST 2

Hér koma þrjár myndir úr stærri syrpu sem Jón Halldórsson birtir í dag á vef sínum holmavik.123.is


     741. Grímsey ST 2, kemur inn til Hólmavíkur í dag © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

07.09.2010 14:34

Óvenjuhá sjávarstaða

Af vefnum bb.is:

Spáð er óvenju hárri sjávarstöðu dagana 8. til 11. september. Landhelgisgæslan vekur athygli á þessu á vef sínum. Á Ísafirði er spáð 2,5 m sjávarhæð á kvöldflóði á morgun og á fimmtudag. Sjávarhæð á síðdegisflóðinu í Reykjavík sömu daga verður allt að 4,5 m, samkvæmt sjávarfallatöflum sem sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar reiknar og gefur út. Sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði í Reykjavík er 4,0 m. og á Siglufirði er spáð 1,5 m sjávarhæð þessa sömu daga. Á Djúpavogi er spáð að hæðin verði 2,5 m 9. og 10. september.

Meðalstórstraumsflóð á Ísafirði og Djúpavogi er 2,2 m en á Siglufirði er það 1,3 m. Í Reykjavík og á Ísafirði getur sjávarhæð á fjöru farið 10 til 20 sentimetra niður fyrir núll-við miðun sjómælinga þessa daga. Útreikningur sjávarfallataflna miðast við meðalloftþrýsting sem er 1013 millibör. Lægri loftþrýstingur veldur hærri sjávarstöðu, u.þ.b. 10 sm fyrir hver 10 millibör.

"Umsjónarmenn báta og skipa eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þessa daga," segir í tilkynningu

07.09.2010 11:49

Líf glennt í sundur

Eins og ég hef sagt frá áður hér á síðunni er verið að lengja Líf GK 67 um 1.20 m. hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Tók ég þessar myndir í morgun og sýna þær að búið er að skera bátinn í sundur og glenna þannig að það sést hvar nýja viðbótin kemur og hversu stór hún verður.


               7463. Líf GK 67, hjá Sólplasti í morgun © myndir Emil Páll, 7. sept. 2010