Færslur: 2010 September

01.09.2010 15:06

Stormur KE 1 í slipp

Stormur KE 1 var tekinn upp í Njarðvikurslipp í dag, en trúlega mun hann fara aftur niður á morgun, því aðeins er verið að bletta málninguna, þar sem gamli liturinn kemur í gegn.


          1321. Stormur KE 1, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 15:00

Breki komin í Helguvík

Í hádeginu í dag dró hafnsögubáturinn Auðunn Breka út í Helguvík og er nú unnið að því að snúa honum á hvolf og sökkva. Hvort það gerist fyrir myrkur er ekki vitað á þessari stundu. Hér eru þrjár myndir sem ég tók við þetta tækifæri


           2043. Auðunn dregur 733. Breka frá Njarðvík og út í Helguvík, hér eru þeir staddir á Stakksfirði framan við Keflavíkina í hádeginu í dag


                             733. Breki kominn að bryggjuplaninu í Helguvík


               Kranarnir gerðir klárir til að velta bátnum við og sökkva honum
                                 © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 09:15

Stormur KE 1

Það er sjaldgæft að þessi bátur komi í hafnir á Suðurnesjum, þó svo hann sé skráður í Keflavík. Hann kom þó í höfn í Njarðvik í morgun, sjálfsagt af einhverri sérstakri ástæðu.
         1321. Stormur KE 1, í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 09:09

Bæði fjarlægt og sett nýtt

Ýmsir iðnaðarmenn virðast leggja mikið kapp á að gera Breka, klárann í Njarðvikurhöfn áður en honum verður sökkt í Helguvík vegna myndatökunnar Djúpið. Þarna eru menn að fjarlægja ýmislegt úr bátnum og jafnfram að smíða annað nýtt í hann. Þessar myndir tók ég í morgun við bátinn í Njarðvikurhöfn


     733 eða 848. Breki VE 503 í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 09:06

Svala Dís KE 29
    1666. Svala Dís KE 29, í Grófinni, Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010