06.09.2010 12:22

Verða dragnótabátarnir að taka upp brottkast eða fara á annað veiðisvæði?

Við kvótaúthlutun til dragnótabáta nú 1. september var kvótinn á sandkola skorinn það mikið niður að sjómenn sjá vandamál framundan. Helst er því rætt um að henda sandkolanum eða færa sig á önnur veiðissvæði. Aðal vandamálið er að sandkolinn kemur alltaf sem meðafli, veiðarfærin.


   Hér sjáum við raunar þá þrjá dragnótabáta sem landað hafa í Keflavík, nú þetta haustið, 1811. Askur GK 65 og 1575. Njáll RE 275 og hinum megin við bryggjuna liggur 1636. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010