Færslur: 2010 September

03.09.2010 19:55

Mars HF 41


              2148. Mars HF 41, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 19:43

Myndir og fréttir frá Höfn í dag

Svafar Gestsson tók þessar í dag á Höfn  og eru af Glófaxa VE og Hvanney  SF að landa. Þeir á Jónu Eðvalds SF komu inn um 23 í gær og bíða lönduna á um 700 tonnum af síld í vinnslu. Ásgrímur Halldórs er að landa um 570 tonnum.


                                                2403. Hvanney SF 51
          968. Glófaxi VE 300 © myndir Svafar Gestsson á Höfn í dag 3. sept. 2010

03.09.2010 19:22

Vestmannaeyja-þema framundan

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað hefur skannað fjölda mynda sem faðir hans heitinn tók er hann var í Eyjum. Ekki fylgir myndtexti með og því leggur Bjarni til að Eyjamenn eða aðrir er vita um málið komi með upplýsingar um það sem sést á viðkomandi myndum.
Hér koma tvær myndir sem einskonar sýnishorn af þessari Eyjasyrpu, en síðan er spurningin hvort þær klárast allar að birtast á næsta sólarhring eða fara eitthvað fram á þann næsta. Allt kemur það í ljós.
             Frá Vestmannaeyjum © myndir í eigu og skannaðar af Bjarna G.

03.09.2010 18:54

Ásdís loksins tilbúin

Þegar Ásdís SH 154, var sjósett í Njarðvíkurhöfn 30. júlí sl. átti eigandinn ekki von á öðru en að báturinn kæmist fljótlega í gang, en önnur var raunin. Nú í dag er báturinn loksins komin í það ástand að geta farið að hefja veiðar, en drátturinn hefur aðallega verið vegna frágangs á rafmagni í bátnum.
Báturinn er nú í Hafnarfjarðarhöfn, en þangað sigldi eigandinn honum í síðustu viku, þar sem styttra væri fyrir hann að fylgjast með honum og eins að sá sem vann í rafmagninu væri af höfuðborgarsvæðinu.


       2794. Ásdís SH 154, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 18:09

Hafnarfjörður: Drafnarslippur að verða Daníelsslippur?

Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni, stóð til að Daníelsslippur sem einu sinni var í Reykjavík en flutti síðan upp á Akranes færi í gamla Drafnarslippinn í Hafnarfirði. Nú hefur það gerst og hafa nokkrir bátar verið teknir þar upp síðustu vikurnar. Vandamálið er þó það búið er að fjarlægja garðana og ekki fæst leyfi til að byggja nýja og því kemst bara einn bátur upp í einu og verður hann í sleðanum
Nú er það 1175. Erna HF 25 sem er í slippnum, eins og sést þá þeim myndum sem þessu fylgja og voru teknar í dag.


       1175. Erna HF 25, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði, eða á kannski frekar að segja í Daníelsslipp í Hafnarfirði  © myndir Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 17:49

Regnboginn yfir hluta Hafnarfjarðarhafnar og endar í Gandí VE

Regnboginn fylgdi mér alla leið inn til Hafnarfjarðar í dag og smellti ég mynd af honum þegar hann var allur yfir hluta af höfninni í Hafnarfirði, þó svo að hann endaði í raun í 2702. Gandí VE 171.


       Mikið mistur var yfir blandað öskuroki af svæðinu í kring um Eyjafjallajökul, 
                                 © mynd Emil Páll, í Hafnarfirði 3. sept. 2010   

03.09.2010 09:13

Askur og Njáll


                  1811. Askur GK 65 og 1575. Njáll RE 275 í Keflavíkurhöfn í morgun
                                       © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 09:07

Breka sökkt í nótt í Helguvík

Kvikmyndagerðafólkið í Helguvík sökkti í nótt Breka, þannig að í morgun komu aðeins masturstoppur og loftnetsstangir upp úr sjónum.


     Þó fógusinn sé ekki í góðu lagi má sjá hvar masturstoppurinn kemur upp úr sjónum


   Hér sést niður á bátinn frá bryggjunni í Helguvík, aðeins
loftnetsstangir og masturstoppur koma upp úr sjónum
           © myndir Emil Páll, 3. september 2010

03.09.2010 09:01

Aska frá Eyjafjallajökli og nágrenni skemmir útsýnið

Víða á Suðurnesjum s.s. í Njarðvíkurhöfn og nokkrum öðrum stöðum er eins og ekki sé enn farið að birta og því lítið skyggni til myndatöku, sést það á myndinni sem ég tók í morgun um kl. 8, en hún er svo dökk að ekkert er gaman að henni. Jafnframt tók ég tvær myndir í átt að jöklinum séð frá Helguvík.


                       Þessi er tekin þegar á að vera orðið albjart, en svo er ekki
                                         © myndir Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 00:00

Sérstæðar myndir frá Vestmannaeyjum

Þessar sérstæðu myndir tók ég í Vestmannaeyjum annað hvort á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar. Þar sem ég er farinn að gleyma hvað örnefnin eru varðandi það sem sjást á myndunum sleppi ég alveg að nefna þau sem ég man. Bátarnir sem sjást er að ég held 660. Léttir á þremur þeirra og svo er ég ekki vissum þann á fjórðu myndinni, en dett helst í hug að það hafi verið 387, sem þá hét Sæör.
                      660. Léttir og hugsanlega 387.Sæör  © myndir Emil Páll

02.09.2010 22:30

Reykjavík - Vestmannaeyjar - Grindavík

Nýtt fiskveiðiár gekk í garð í gær.  Líkt og í fyrra fer stærstur hluti aflamarks í þorskígildum talið til skipa með heimahöfn í Reykjavík, næst mest til Vestmannaeyja, og þar næst Grindavíkur. Alls fer um 34% aflamarks til skipa með heimahöfn á þessum stöðum.

02.09.2010 21:58

Steinunn SF 10 aflahæst togbáta

Jón Páll sendi mér þessa mynd og þessar upplýsingar:
 
Steinunn var aflahæðst togbáta með aflaverðmæti upp á 720 miljónir.

- Sendi ég honum kærar þakkir fyrir þetta.


                               2449. Steinunn SF 10 © mynd Jón Páll


02.09.2010 21:46

Sedov - 4ra mastra skúta kom til Reykjavíkur í dag

Jón Páll sendi mér þessa góðu skútumynd og sendi ég honum til baka kærar þakkir. Fjallar hann um skútuna í síðu sinni og segir þar m.a. Rúsnesk 4 mastra skúta, kom til Reykjavíkur í dag

SEDOV,  Tekið í notkun 1921, smíðað í Þýskalandi, Kiel, (Friedrich Krupp Germaniawerft) Hét fyrst Magdalene Vinnen II (1921 - 1936), síðar Kommodore Johnsen til 1948,  Var stærsta seglskip sem var í notkun,
3.500 tonn (GRT) Displacement 7,300 ts (at 5,350 ts load)  117,5 metra langt, skrokkur 108,7 metrar, 14,9 m breiður, 6,5 metra djúpur, Vél 128 ha, 95 kW, 18 smjómílna gangur á seglum, 8 sjómílur á vél.   Masturs hæð 54,0 metrar, segl 4,195 fermetrar.  Áhöfn 70 menn, lærlingar 120, 50 gesta þjálfarar.

 


                     Sedov í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Jón Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 20:37

Goðafoss

Ef menn fá sér sterk gleraugu og enn sterkara stækkunargler má finna þarna skip út í fjaskanum og mun það vera Goðafoss, á leið frá Reykjavík um miðjan dag í dag og með stefnu út fyrir Garðskaga. Myndin er tekin frá Helguvík


       Goðafoss, úti í móðunni, séð frá Helguvík í dag © mynd Emil Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 20:03

Heimsmet hjá Sirrý ÍS

Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í gærkvöldi heimsmet í lönduðum afla smábáta.
Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í fyrrakvöld  heimsmet í lönduðum afla smábáta.

 

Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í fyrrakvöld heimsmet í lönduðum afla smábáta en heildarafli bátsins var tæp 1.729 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk nú um mánaðarmótin. Fyrra heimsmetið átti annars bolvískur bátur, Guðmundur Einarsson ÍS, sem landaði 1.500 tonnum á fiskveiðiárinu 2005/2006. Afli Guðmundar Einarssonar ÍS var tæp 1.600 tonn á nýafstöðnu fiskveiðiári. Skipstjóri á Sirrý ÍS er Sigurgeir Steinar Þórarinsson og var hann að vonum ánægður þegar hann kom að landi með 7,3 tonn. Stærstur hluti aflans var ýsa og þorskur. Sirrý ÍS fór í 297 róðra á fiskveiðiárinu sem þýðir að báturinn hefur að meðaltali komið með 5.821 kíló að landi í hverjum róðri sem er ótrúlegur árangur hjá 15 tonna smábáti.

Kom þetta fram á bb.is sem hafði þetta eftir vikari.is