Færslur: 2010 September

14.09.2010 19:30

Hólmatindur SU 220


                             1567. Hólmatindur SU 220 © mynd Ísland 1990

14.09.2010 18:09

Sigurbjörg SU 44


                                1543. Sigurbjörg SU 44 © mynd Ísland 1990

14.09.2010 17:02

Eldborg HF 13


                              1525. Eldborg HF 13  © mynd Ísland 1990

14.09.2010 16:08

Stormur kominn í slipp


             586. Stormur SH 333, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 14:47

Njáll og Sævar
    1575. Njáll RE 275 og 1587. Sævar KE 15, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 14:25

Erling KE 140
             233. Erling KE 140, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 12:37

Von GK 22 - alltaf sama staðan

Nú birti ég í fjórða sinn á nokkrum mánuðum myndir af þessum báti og alltaf er sama staðan, þ,e, hann er mun lægri að framan en að aftan. Þannig var þegar ég tók fyrstu myndirnar af honum koma inn til hafnar í Sandgerði, sama var er hann lá í Njarðvíkurhöfn og eins í Grófinni. Þá virðist það sama vera gerast þegar báturinn er kominn upp á land í kerru.


                  Von GK 22, í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 12:33

Stormur SH við slippbryggjuna

Í morgun birti ég myndir og frásögn af því þegar Stormur SH 333 fór í átt að Njarðvíkurslipp, en sökum sólarinnar voru myndirnar frekar dökkar og því birti ég nú tvær nýjar myndir sem ég tók af bátnum við slippbryggjuna í Njarðvík skömmu fyrir hádegi
   586. Stormur SH 333, við slippbryggjuna í Njarðvík © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 12:29

Antarctic Dream í betri birtu

Í morgun tók ég myndir og sagði frá hér á siðunni ferðum skipsins og hvað það hafði verið áður.  Myndirnar voru hinsvegar rekar dökkar vegna sólarinnar, en nú rétt fyrir hádegi tók ég aðrar með aðra sólarstöðu og birti þær nú.
                     Antarctic Dream í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 12:20

Á réttu augnabliki

Þessa mynd birti ég í morgun vegna komu Sóleyjar Sigurjóns GK til Helguvíkur. Ekki vissi ég þá að myndin sýndi þó nokkuð meira en mér óraði fyrir.

Á myndinni sjáum við einnig Breka sem notaður var í kvikmyndatökurnar sem nú er lokið á staðnum og er hann tengdur rafmagnsdælu sem sér um að halda honum þurrum. En fyrir árvökul augu hafnarvarðar sem kom á hvíta pallbílnum sem sést ofan við Breka, var því bjargað að báturinn myndi ekki sökkva þarna, því rafmagnssnúran í dæluna hafði farið úr sambandi sennilega vegna þess að hún var ekki nógu löng, núna þegar svona mikill munur er milli flóðs og fjöru. Hafði hafnarvörðurinn tekið eftir því að báturinn var farinn að síga töluvert að aftan, eins og sést raunar einnig á myndinni og tengdi rafsnúruna saman að nýju og þar með hófst dælingin og báturinn bjargaðist.


    733. Breki, orðinn síginn að aftan og bíll hafnarvarðarins er þessi hvíti sem sést framan og ofan við Breka.  ©  mynd Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 10:24

Góð fyrirsæta

Þessi fugl var óvanalega spakur fyrir framan mig í Njarðvíkurhöfn í morgun og því smellti ég þessum tveimur myndum af honum.
                                           © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 10:21

Tveir yfirgefa Bugtina

Eins og ég sagði nýlega frá, þá var úthlutað það litlum sandkolakvóta á dragnótabátana í ár, að þeir eiga sumir hverjir í vandræðum með að veiða í Bugtinni í Faxaflóa og nú hafa tveir þeirra, þ.e. Grindavíkurbátarnir Askur GK 65 og Farsæll GK 162, yfirgefið Bugtina og hafið veiðar fyrir utan það veiðisvæði af þessum orsökum.

14.09.2010 10:11

Stormur kominn í slipp

Í morgun dró hafnsögubáturinn Auðunn, Storm SH 333 frá Njarðvikurhöfn og að slippbryggjunni í Njarðvík þar sem báturinn verður tekinn upp í slipp.

Þó svo að sólin færi illa með myndatökur í morgun, lét ég mig hafa það að birta þessar myndir af vettvangi.


     586. Stormur SH 333 og 2043. Auðunn í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 10:06

Sóley Sigurjóns í Helguvík: Kemst ekki nær heimahöfn

Ljóst er að togarinn Sóley Sigurjóns GK 200 frá Garði, á trúlega ekki eftir að komast nær heimahöfn en núna þegar hann er að landa í Helguvík, því eins og margir vita eru Helguvík á landamerkjum sveitarfélagsins Garðs og Reykjanesbæjar.


              733. Breki og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 í Helguvík í morgun


   2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

14.09.2010 09:58

Antarctic Dream, gamalt herskip í Keflavík

Farþegaskipið Antarctic Dream kom í nótt til Keflavíkur með rúmlega 80 farþega, en skipið var að koma norðan úr höfum. Frá Keflavík mun skipið fara suður á bóginn, í kvöld ef veður spillir ekki fyrir og þá án farþega. Skip þetta er eitt þeirra sem siglir í norðurhöfum á sumrin en suðurhöfum á veturna.

Þetta skip er nokkuð merkilegt fyrir þær hluta sakir að hér er á ferðinni gamalt herskip, sem gert var að farþegaskipi. Á skipinu má finna byssustæðið, þá eru brú eða stýrishús í raun á tveimur hæðum og er hægt að sigla frá báðum stöðum, því sömu tækin eru þar til staðar og ýmislegt fleira sem notað er á herskipum.

Þessar myndir sem hér birtast tók ég um kl. 8 í morgun og þá var sólin að fara svolítið illa með mig, hvað myndatökur varðar, en það verður bara að hafa það.


            Antarctic Dream í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010