Færslur: 2010 September

19.09.2010 12:59

Skemmtibátur í vandræðum

Úr visi.is


           2626. Guðmundur á Nesi RE 13, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurlaugur á aðfangadag, 24. des. 2009

Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá erlenda skemmtibátnum Gypsy Life sem var í vandræðum um 90 sjómílur Vestur af Bjargtöngum.Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands. Tveir voru um borð.

Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um 15 sjómílur frá bátnum. Vindhraði á svæðinu er nú 12 -14 m/sek með krappri öldu. Fylgir nú Guðmundur í Nesi Gypsy Life á 5 - 7 sjómílna siglingu til Íslands.

Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð Varðar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði sem mun taka við fylgd bátsins þegar kemur nær landi en reiknað er með að það verði eftir um þrjár og hálfa til fjórar klukkustundir

19.09.2010 12:47

Óli Toftum KE 1, Vingþór ÞH 166 og Ölver RE 40


     715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver RE 40, í Njarðvíkurslipp
                                     © mynd Emil Páll, veturinn 1982

19.09.2010 12:36

Söguleg mynd

Mynd þessi sem ég tók í janúar 1965, er fyrir margar sakir söguleg. Ekki varðandi bátinn, sem trúlega er aðeins gamall nótabátur, heldur er hún tekin á fornum landamerkjum Keflavíkur og Gerðahrepps sem var í Grófinni þar sem nú er smábátahöfnin. Segja má því að strákurinn standi í Leirunni, sem er hluti Gerðahrepps og til hægri sést í slippbryggjuna sem var í Keflavík. En á þessum árum tilheyrði byggðin á Berginu, einmitt Gerðahreppi. Þá ef myndin er skoðuð vel sést hellisskúti neðst á berginu sem skagar út í sjóinn og er það í dag Skessuhellir.


Grófin, sem voru landamerki Keflavíkur og Gerðahrepps © mynd Emil Páll, í jan 1965

19.09.2010 11:03

Ægir Jóhannsson ÞH 212


             1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

19.09.2010 10:35

Hrönn KE 56


    1601. Hrönn KE 56 © mynd Emil Páll

19.09.2010 10:33

Jósef Geir ÁR 36


  1266. Jósef Geir ÁR 36, í Drafnarslipp í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

19.09.2010 10:30

Skúmur RE 90


   1191. Skúmur RE 90 © mynd Emil Páll

19.09.2010 08:50

Cielo De Genova

Tryggvi, þó ekki Tryggvi Sig., sendi mér þessar myndir af súrálsskipi að koma til Straumsvíkur. Einnig sendi hann myndina sem birtist í næstu færslu


              Cielo De Cenova í Straumsvík © myndir Tryggvi, í sept. 2010

19.09.2010 08:49

Dagur SI 66

Þessa mynd tók Tryggvi á Siglufirði í sumar og er hér augljóslega um að vera mynd af mynd og þá trúlega af einhverju af söfnunum á Siglufirði t.d. Síldarminjasafninu, getur þó allt eins verið annarsstaðar þar í bæ.


                             1073. Dagur SI 66 © mynd Tryggvi, sumarið 201019.09.2010 00:00

Getraun: Þekkið þið þessi skip? - RÉTT SVÖR KOMIN

Hér kemur getraun sem ætti að vera auðveld, því ekki er strokað yfir nöfn, númer eða skipaskrárnúmerin. Spurt er hinsvegar hvað skipin hétu þegar viðkomandi mynd var tekin af þeim. Á tveimur efstu myndanna eru átt við skipin á miðri myndinni og þar með þau sem eru utast í viðkomandi röð.
Til að auðvelda því að svar er sett númer undir myndirnar þannig að hægt er að svara miðað við viðkomandi númer, jafnvel þó einhver þekki ekki öll númerin.

                      Um leið og ég sé rétt svör set ég þau undir viðkomandi myndir
                        
                                           GETRAUNINNI ER LOKIÐ ÖLL SVÖR KOMIN


                                         ( 1. ) 1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847


                                        ( 2. ) 1350. Hafborg KE 85


                                                    ( 3. ) 88. Geirfugl GK 66


                                 ( 4. ) 93. Hrafn Sveinbjarnason II GK 10


                                                 ( 5. ) 964. Gissur hvíti SF 55
                                                          © myndir Emil Páll

18.09.2010 23:00

Sæþór KE 70


  1173. Sæþór KE 70 © mynd Emil Páll

18.09.2010 22:00

Erlingur VE 295

Hér koma þrjár myndir sem ég tók í Vestmannaeyjum af sama bátnum, trúlega á áttunda áratug síðustu aldar.

         
             392. Erlingur VE 292, í Vestmannaeyjum, trúlega á 8. áratug síðustu aldar
                                                © myndir Emil Páll
      

18.09.2010 21:00

Ágúst Guðmundsson GK 95


           225. Ágúst Guðmundsson GK 95 © blaðaúrklippa í eigu Emils Páls


   225. Ágúst Guðmundsson GK 95
 © mynd Emil Páll, fyrir tugum ára

18.09.2010 19:54

Haförn GK 90

Nýlega birti ég gamla mynd af þessu sama skipi, en þá með nafninu sem var á undan sem var Gautur GK 224.
    1605. Haförn GK 90 © myndir Emil Páll, fyrir tugum ára

18.09.2010 18:59

Guðfinnur KE 19

Það eru til ótal myndir af þessum báti, bæði fyrir og eftir breitingar, sem voru gerðar mjög ört á bátnum. Hér birti ég tvær gamlar úr safni mínu, en þær eru ekki endilega í réttri röð, en báðar af sama bátnum samt. Þessi bátur er enn til en mikið lengri og mikið stærri í dag.