Færslur: 2010 September

11.09.2010 22:47

Höfrungur II AK 150


    120. Höfrungur II AK 150, með fullfermi á leið inn til Vestmannaeyja í mars 1970
                                         © mynd Ísland 1990

11.09.2010 22:26

Sérstæðar togaramyndir úr Reykjavík

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessar myndir sem hann tók í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi og sýna tvær þeirra einskonar spegilmynd af togurum og hin sýnir tvo af togurum HB Granda.


                                                   Polonus í spegli


                             Ekki þekki ég þennan togara sem hann sér í speglinum


                               2203. Þerney RE 101 og 1308. Venus HF 519
      © myndir Sigurður Bergþórsson, í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi, 10. sept. 2010

11.09.2010 21:45

Þórður Jónasson EA 350


                      264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Ísland 1990

11.09.2010 21:12

Höfrungur AK 91 með fullfermi

Hér birtist mynd af bátnum á leið til Akraness með fullfermi af loðnu og er myndin tekin árið 1990


                    1413. Höfrungur AK 91 © mynd Ísland 1990

11.09.2010 19:57

Hafbjörg EA 23


                          62. Hafbjörg EA 23 © mynd Ísland 1990

11.09.2010 12:47

Upptækir af stórtæku svindli

Af visir.is

Skipstjórar sex skoskra skipa hafa viður-kennt fyrir hæstarétti í Glasgow að hafa veitt og landað ólöglega tugum þúsunda tonna af makríl og síld að verðmæti 2,7 milljarðar króna. Einn skipstjóranna er varaformaður Samtaka skoskra uppsjávarveiðimanna (SPFA). Eins og kunnugt er hafa samtökin haft sig mjög í frammi í gagnrýni á makrílveiðar Íslendinga að undan-förnu. Frá þessu greina skoskir fjölmiðlar og þeirra á meðal The Scotsman.

"Það er orðið þreytandi að lesa hverja fréttina á fætur annarri um ásakanir Skota á hendur okkur fyrir óábyrgar veiðar á makríl," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. "Þessir sömu menn hafa orðið uppvísir að því að veiða ólöglega og landa tugum þúsunda tonna af makríl og síld." Í frétt á heimasíðu LÍÚ er það rifjað upp að Skotar ákváðu að sniðganga ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í Færeyjum, þar sem veiðar á síld og makríl eru til umfjöllunar.

Ólöglegu landanirnar sem um ræðir áttu sér stað á Hjaltlandseyjum á árunum 2002-2005. Alls reyndist um 200 brotatilvik að ræða. Rannsókn málsins var að sögn yfirvalda og fjölmiðla mjög tímafrek enda brotin "þaulhugsað samvinnuverkefni útgerðarmanna og vinnslu-aðila í landi". - shá

11.09.2010 11:52

Baldur KE 97, Duushús og Kaffi Duus

Á efri myndinni sjáum við Baldur KE 97, eins og hann sést frá sjó. Bak við hann eru Duushúsin, sem áður voru hús á vegum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Keflavíkur hf. en innihalda nú m.a. bátasafn Gríms Karlssonar og við endan á þeim sést í Kaffi Duus, sem er að hluta byggt á svæði því sem Dráttarbraut Keflavíkur hafði til afnota áður.


     311. Baldur KE 97, Duushúsin og Kaffi Duus. Húsið sem gnæfir upp fyrir húsin er það sem Dráttarbraut Keflavíkur notaði til að taka báta inn, en er nú aðsetur SBK, sem er fólksflutningafyrirtæki


        311. Baldur KE 97 og Hólmsbergið í baksýn © myndir Emil Páll, 11. sept. 2010

11.09.2010 11:39

Úr Keflavíkurhöfn í morgun

Frekar er rólegt í höfnum á Suðurnesjum, dragnótabátarnir í landi og einstaka bátur á sjó. Þessa mynd tók ég í morgun og sýnir fjóra báta, frá öðru sjónarhorni en venjulega er tekið.


   Fremstur í röðinni er 500. Gunnar Hámundarson GK 357, þá 1811. Askur GK 65, 1636. Farsæll GK 162 og 1575. Njáll RE 275. Ofan við bátanna má sjá þrjú gömul fiskverkunarhús, sem hafa þó öll nema eitt skipt um hlutverk. Svonefnt Keflvíkingshús, nú trésmiðja. Hraðfrystistöð Keflavíkur nú ofnasmiðja og Hraðfrystihús Keflavíkur nú vinnsluhús Hólmgríms Sigvaldasonar, sem er orðinn einn stærsti útgerðarmaðurinn í bæjarfélaginu © mynd Emil Páll, 11. sept. 2010

11.09.2010 11:36

Sif HU 39


             711. Sif HU 39, á Hvammstanga © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

11.09.2010 08:05

Green Ice


                            Green Ice, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

11.09.2010 08:01

Axel


                                 Axel, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

11.09.2010 07:59

Antigone I


                              Antigone I, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

11.09.2010 07:53

Crystal Symphony

Þetta skemmtiferðaskip var í höfuðborginni í gær og tók ég myndina frá Reykjavíkurhöfn, en skipið var í Sundahöfn.


               Crystal Symphony, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010

11.09.2010 00:00

4 skuttogarar: Blængur NK 117, Brettingur KE 50, Polonus GDY 36 og Venus HF 519

Hér kemur myndasyrpa af fjórum togurum og eru myndirnar af þremur nýteknar en af þeim fjórða sem var til mjög stutt með þessu nafni, eru teknar á árinu 1997,.

                                           Blængur NK 117


                     2197. Blængur NK 117, nýkominn til Neskaupstaðar 1997


                                2197. Blængur NK 117, þann 29. júlí 1997


                         2197. Blængur NK 117, á Norðfirði 29. júlí 1997
                                  © myndir frá Bjarna Guðmundssyni                                   Brettingur KE 50


          1279. Brettingur KE 50, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010


                                              Polonus GDY 36


                  Polonus GDY 36, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010


                                              Venus HF 519


               1308. Venus HF 519, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010

10.09.2010 23:00

Kambur fær nýjan bát

Af vef Fiskifrétta:

Steinunn HF
Steinunn HF

Útgerðarfélagið Kambur ehf. í Hafnarfirði fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 38 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Hinrik Kristjánsson en Ingimar Finnbjörnsson verður skipstjóri.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Steinunn HF-108.  Hann er 15 brúttótonn að stærð og er í krókaaflamarkskerfinu. Aðalvélin er af gerðinni Volvo Penta D12 650hp tengd ZF gír. Siglingatæki eru af gerðinni Furuno. Báturinn er einnig með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 660 lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.