Færslur: 2010 September

21.09.2010 14:24

Margrét HF 149


       2428. Margrét HF 149, í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, sept 2010

21.09.2010 14:22

Óþekktur í Hafnarfirði


                   Óþekktur í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2010

21.09.2010 12:09

Lundi VE 110

Þegar þessi kom nýr til Siglufjarðar, sem Siglfirðingur SI, var hann talinn vera fyrsti skuttogari íslendinga


                            978. Lundi VE 110 ©  mynd Anna Kristjánsdóttir

21.09.2010 12:04

Síðutogarinn Víkingur AK 100

Hér er það hið þekkta aflaskip Víkingur AK 100, meðan skipið var enn síðutogari.


                   Síðutogarinn 220. Víkingur AK 100 © mynd Anna Kristjánsdóttir

21.09.2010 12:01

Lagarfoss


  139. Lagarfoss © mynd frá Önnu Kristjánsdóttur, í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur

21.09.2010 07:35

Vísir BA 44


                                 904. Vísir BA 44 © mynd Anna Kristjánsdóttir

21.09.2010 07:28

Narfi RE 13 / Jón Kjartansson SU 111

Hér sjáum við tvær myndir af sama skipinu, annars vegar mynd þegar búið var að gera úr honum skuttogara og hinsvegar eftir að hann var orðið uppsjávarveiðiskip. Báðar koma myndirnar úr safni Önnu Kristjánsdóttur, en hún tók sjálf myndina af skipinu er það hét Narfi, en myndin af Jóni Kjartanssyni er frá Eskju.


               155. Narfi RE 13, orðinn skuttogari © mynd Anna Kristjánsdóttir


          155. Jón Kjartansson SU 111 © mynd frá Eskju, en í eigu Önnu Kristjánsdóttur

21.09.2010 00:00

Álafoss - saga í máli og myndum

Hér birti ég sögu skipsins Álafoss í máli og myndum, en hvorutveggja er unnið af Önnu Kristjánsdóttur:

Skipið er smíðað í Frederikshavn værft í Danmörku 1978, um 105 metrar á lengd en lengt 1985 um 13 metra og var eftir það um 118 metrar á lengd. Burðargetan er um 4400 tonn, 316 Teu´s, en auk þess sérstök bílalest. Aðalvél er MaK 12M453AK 3310 KW, 4500 hestöfl.

Skipið var smíðað fyrir DFDS og hét þá Dana Atlas. Það var fyrst í leiguverkefnum fyrir Mercandia, skipt um nafn 1980 og hét þá Álafoss og í leigu hjá Eimskip. Það var keypt 1981 og var á Norðursjávaráætlun félagsins 1980-1988, þ.e. Immingham, Felixstowe, Antwerpen, Rotterdam og Hamborg. Það var sett í leiguverkefni 1988 undir heitinu North Coast og selt ári síðar.            Dana Atlas © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Andreas Wörfeler. einhvern tímann á árunum 1978-1980


      1594.  Álafoss © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm:  Cees De Bijt. 1980 - 1982


       1594. Álafoss, eftir lengingu © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Pieter Impin, tekin einhvern tímann á árunum 1983 - 1985


           Cala Salada © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Pieter Impin, einhvern tímann á árunum 1990 - 2000


    Lorena B. rekið af Spönskum aðila © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm: Thorstein Frunberg, 2004.
20.09.2010 22:53

Guðbjörg RE 21


                            1201. Guðbjörg RE 21 © mynd Anna Kristjánsdóttir

20.09.2010 22:00

Myndaleikur í Njarðvíkurslipp

Hér er raun á ferðinni tvö skot út í loftið, eða kannski einhver myndaleikur þar sem bátarnir 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, 500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1855. Ósk KE 5 eru móttívin.
                      Úr Njarðvíkurslipp í dag © myndir Emil Páll, 20. sept. 2010

20.09.2010 21:10

Hafa vetursetu á Ísafirði

Af bb.is:

Þrjár aðkomuskútur eru komnar til Ísafjarðar til vetursetu. "Það er ánægjulegt fyrir samfélagið að það sé að eflast sú vitneskja að Ísafjörður sé góður viðkomustaður bæði til þess að sigla um svæðið og eins til að hafa vetursetu," segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar. Eigendurnir hafa fengið heimamenn til að sinna skútunum en eins og greint hefur verið frá setti Ísafjarðarhöfn niður legufæri á Pollinum ífyrir ísfirska skútueigendur í sumar til að rýma til fyrir gestum. Guðmundur segir að hér sé ekki um að ræða meðvitaða markaðssetningu á Ísafirði sem siglingamiðstöð. "Við höfum ekki talið rétt að fara út í markaðsátak á meðan aðstaðan er ekki fullkomin en það er í framtíðarplönum að gera hér betri aðstöðu og þegar það er orðið fast í hendi munum við snúa okkur að slíkri markaðssetningu."

Hann segir aðstandendur sjósports á Ísafirði vera mjög áhugasama um að bæta aðstöðuna. "Við erum stöðugt með það bak við eyrun og vinnum að því smátt og smátt." Tvær aðkomuskútanna sem eru nú við Ísafjarðarhöfn eru erlendar og ein er íslensk. Guðmundur segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem aðkomuskútur hafi vetursetu á Ísafirði þar sem hjón höfðu vetursetu í skútu sinni fyrir nokkrum árum. Í þetta sinn eru skúturnar þó mannlausar.

20.09.2010 21:00

Sævar KE 15

þessi bátur var í dag eitthvað að aðhafast á Stakkfirði, út af Keflavíkinni í dag og tók ég þá þessa mynd frá Vatnsnesvita.


       1587. Sævar KE 15, á Stakksfirði í dag, ef myndin er skoðuð nánar sést í bát aftan við Sævar og sá er einn af dragnótabátunum sem voru þarna að veiðum © mynd Emil Páll, 20. sept. 2010

20.09.2010 20:00

Selfoss


   178. Selfoss, í Argentía á Nýfundalandi © mynd Anna Kristjánsdóttir, sumarið 1976

20.09.2010 18:49

Huginn VE 55
                        1411. Huginn VE 55 © myndir Anna Kristjánsdóttir

20.09.2010 18:11

Togaraverkfall sumarið 1975 - myndir

Anna Kristjánsdóttir, hefur veitt mér aðgang að myndum í hennar eigu, bæði teknar af henni og eins í nokkrum tilfellum teknar af öðrum, en þá kemur það sérstaklega fram. - Sendi ég henni kærar þakkir fyrir.

Myndir þessar eru af fiskibátum, togurum og farskipum, bæði sem hún hefur verið á og eins öðrum og fyrstu myndirnar sýna togara við bryggjur í Reykjavík vegna verkfalls sumarið 1975.


                                      Togarar við Faxagarð í Reykjavík


    Í Örfirisey, næstur okkur er 155. Narfi RE 13, sá í miðjunni er 1253. Karlsefni RE 24 en sá næst bryggjunni er einhver óþekktur togari frá Bæjarútgerð Reykjavíkur © myndir Anna Kristjánsdóttir, í verkfallinu sumarið 1975