Færslur: 2010 September

10.09.2010 22:05

Ljónstygg síld á mikilli ferð

Af vef Fiskifrétta:

Faxi RE (Mynd: Þorgeir Baldursson)
Faxi RE (Mynd: Þorgeir Baldursson)
Mynd: VB MYND/hag

Von er á Faxa RE til hafnar á Vopnafirði um eða upp úr kl. 14 í dag með um 640 tonna afla sem fékkst um 150 mílur norðaustur af Vopnafirði. Faxi togaði með einu trolli á móti Lundey NS og síðan Ingunni AK í þessari veiðiferð og að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra heftur þessi samvinna skilað mun betri árangri en ef skipin toguðu hvert um sig með einu trolli.

,,Það er fínn gangur í veiðunum og það er nauðsynlegt, eins og staðan er á síldinni, að skipin séu saman á veiðum með stærra troll. Þetta er stór og mjög stygg síld, sem við erum að eltast við, og það er rosaleg ferð á henni. Það er ekki nóg að það lóði á góða torfu, heldur verður maður síðan að hitta á hana og fara í rétta átt á eftir henni," segir Albert á heimasíðu HB Granda.

Til marks um hraðann á síldargöngunum nefnir hann að á dögunum hafi skipverjar á Faxa orðið varir við síldartorfu sem síðan var fylgt eftir og hún færðist um 60 mílur í norðausturátt á aðeins einum sólarhring.

Að sögn Alberts eru Ingunn og Lundey með mun stærri troll en Faxi en þar um borð er notast við kolmunnatroll sem þó er mun stærra en hin hefðbundnu síldartroll. Sá háttur er hafður á að togað er með trolli þess skips sem fara á í land með aflann. Þannig byrjaði Faxi að toga á móti Lundey með trolli Lundeyjar og síðan var kolmunnatroll Faxa notað þegar togað var á móti Ingunni.

Albert segir að hlutfall kolmunna í aflanum hafi heldur minnkað upp á síðkastið og er það af hinu góða. Alltaf er eitthvað um að makríll sé með síldinni en magnið nú er ekki meira en svo að nóg er eftir af makrílkvóta ársins.

10.09.2010 20:50

Tómas Þorvaldsson GK 10


  1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason, 10. sept. 2010

10.09.2010 20:01

Askur GK 65, Farsæll GK 162, Njáll RE 275


    1811. Askur GK 65, 1636. Farsæll GK 162 og 1575. Njáll RE 275, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 10. sept. 2010

10.09.2010 18:57

Lundi RE 20


           950. Lundi RE 20, í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Bjarni G, 10. sept. 2010

10.09.2010 18:04

Jón Björn NK 111

Þessar myndir eru teknar á Norðfirði á sjómannadaginn 1. júní 1997
    1453. Jón Björn NK 111 á siglingu á sjómannadag 1. júní 1997 á Norðfirði © myndir Bjarni G.

10.09.2010 17:38

Skálafell ÁR 50

Þessi var að koma inn til Reykjavíkur upp úr hádeginu, trúlega til löndunar.
     100. Skálafell ÁR 50, í Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 10. sept. 2010

10.09.2010 08:40

Runavik GG 44 í Hanstholm

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessa  mynd  af Runavík og er myndin tekin af Óla Rafni Sigurðssyni í Hanstholm í Danmörku. Samkvæmt því sem stendur á myndinni, þá er hún tekin 2004


               Runavik GG 44, í Hanstholm, Danmörku © Óli Rafn Sigurðsson. 2004

10.09.2010 07:53

Búddi KE 9, kominn af skötuselsveiðunum

Eins og ég sagði frá hér á síðunni í vikunni tóku þeir bátar sem verið hafa á skötuselsveiðum, netin upp og sigldu í land, þar sem leiguverðið er orðið of hátt. Á Snæfellsnesi hafa verið alla vega Suðurnesjabátarnir Sægrímur GK og Búddi KE, en sá síðarnefndi er í raun nýkominn á þessar veiðar. Þeir eins og aðrir tóku upp netin og sigldu í land og er ekki séð að þeir fari á veiðar á næstunni.
Sægrímur liggur í Rifshöfn en Búddi sigldi með netin í sér til Sandgerðis þar sem hann liggur nú og tók ég þessar myndir þar af honum í gær.
              13. Búddi KE 9, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010

10.09.2010 07:48

Blíða KE hætt á makrílveiðunum

Makrílveiðibáturinn Blíða KE 17, liggur nú í Njarðvikurhöfn eftir að veiðum lauk og það verð ég að segja að báturinn er svolítið örðum ásýndar eftir að veiðibúnaðurinn hefur verið fjarlægður af honum. Tók ég þessa syrpu af honum í gær.


           1178. Blíða KE 17, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010

10.09.2010 07:41

Úr smábátahöfninni í Sandgerði


                Úr smábátahöfninni í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

10.09.2010 07:38

Blíða KE 17 og Drífa SH 400


      1178. Bliki KE 17 og 795. Drífa SH 400 í Njarðvikurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

10.09.2010 07:28

Sif HU 39 fargað

Samkvæmt vefmiðlunum norðanátt.is og hunathing.is stendur nú yfir hreinsunarátak við höfnina á Hvammstanga og því verður báturinn Sif HU 39 fjarlægður.
Bátur þessi hafði í upphafi smíðanúmer 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur á árinu 1956 og hét fyrst Ólafur Magnússon KE 25. Hefur hann legið í höfninni á Hvammstanga í allmörg ár og var m.a. afskráður sem fiskiskip á árinu 2006. Þá sökk hann í höfninni 29. sept. 2008 og náð upp samdægurs.
Hefur því verið rætt um að Hringrás taki að sér að taka bátinn í tvennt og farga honum og mun það verk hefjast á næstu vikum.

Mynd sú sem nú birtist var ein af mörgum sem birtist um málið á vefnum hunathing.is


          711. Sif HU 39, við norðurgarðinn á Hvammstanga © mynd af vefnum Húnathing.is

10.09.2010 00:00

Örn KE 14
        2313. Örn KE 14, kemur inn til Sandgerðis © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010

09.09.2010 23:07

Flóð upp í Njarðvíkurslipp

Þó flóðið í kvöld hafi ekki verið alveg eins mikið og í gærkvöldi, má sjá um kl. 18.15 að neðri hluti Njarðvikurslipps er umflotinn sjó.


             Njarðvíkurslippur séð frá slippbryggjunni © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

09.09.2010 22:53

Njáll RE 275, Jón Oddgeir og Bergur VE 44

Þessa mynd tók ég skömmu fyrir kl. 21 í kvöld út á Stakksfjörð og þarna má greina þrjú skip þ.e. dragnótabátinn Njál sem er á leið til Keflavíkur, björgunarbátinn Jón Oddgeir sem var i æfingasiglingu og togarann Berg sem var að koma út frá Keflavík og var á leið út Stakksfjörðinn


    1575. Njáll RE 275, 2474. Jón Oddgeir og 2677, Bergur VE 44 á Stakksfirði í kvöld © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010