Færslur: 2010 September
09.09.2010 22:20
Njáll RE 275
Þessar myndir tók ég rétt um kl. 21 í kvöld og með því að láta myndavélina plata birtuna tókst að ná myndum eins og af Berg VE hér sem eru í færslunni hér á undan. Í báðum tilfellum kom þetta aðeins niður á fógusinum, en vonandi er mér fyrirgefið það.



1575. Njáll RE 275, kemur inn til Keflavíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010



1575. Njáll RE 275, kemur inn til Keflavíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 21:50
Bergur VE 44, í Keflavík í kvöld
Vestmannaeyjaskipið Bergur VE 44 hafði stutta viðdvöl í Keflavíkurhöfn á níunda tímanum í kvöld og virtist sem einhverjir færu í land og aðrir kæmu í staðinn. Tók ég þessar myndir er skipið nálgaðist hafnargarðinn.


2677. Bergur VE 44, kemur til Keflavíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010


2677. Bergur VE 44, kemur til Keflavíkur í kvöld © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 21:27
Askur GK 65
Hér sjáum við Grindavíkurbátinn Ask GK 65 koma inn til Keflavíkur síðdegis í dag


1811. Askur GK 65, kemur inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010


1811. Askur GK 65, kemur inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 16:14
Grófin Keflavík
Hér koma þrjár myndir sem ég tók í Grófinni, Keflavík í dag.



Frá Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010



Frá Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 15:21
Seahake í Helguvík
Þetta 7 ára gamla olíuskip kom í morgun til Helguvíkur, eins og raunar var sagt frá hér á síðunni þegar það kom

Seahake í Helguvík © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

Seahake í Helguvík © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 14:28
7653 og 7673
Síðan fyrir Ljósanótt hafa þessir tveir bátar legið hlið við hlið í Grófinni, Keflavík, annar er einskonar lögreglubátur í eigu Landhelgisgæslunnar og ber nafnið Óðinn, en hinn er björgunarbátur í eigu Björgunarsveitarinnar Suðurness og heitir Njörður Garðarsson.

7653. Óðinn (sá grái) og 7673. Njörður Garðarsson ( sá rauði) í Grófinni Keflavík
© mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

7653. Óðinn (sá grái) og 7673. Njörður Garðarsson ( sá rauði) í Grófinni Keflavík
© mynd Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 11:58
Þekkja menn stefnið?
Þessar skemmtilegu myndir tók Jón Halldórsson á Hólmavík fyrir nokkru og birt á vef sínum holmavik.123.is og eru af Eyborgu EA 59


2159. Eyborg EA 59 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is í sept. 2010
Þetta hefði getað verið getraun, en sökum þess hve vel Jón merkir myndirnar ákveðnum vef, er hætt við að sumir hefðu flett upp á því áður en svarað var og því ekki í raun um neina getraun að vera.
2159. Eyborg EA 59 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is í sept. 2010
Þetta hefði getað verið getraun, en sökum þess hve vel Jón merkir myndirnar ákveðnum vef, er hætt við að sumir hefðu flett upp á því áður en svarað var og því ekki í raun um neina getraun að vera.
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 10:02
Magni og Hamar
Hér sjáum við hafnsögubátanna Magna og Hamar ýta olíuskipinu Seahake að bryggju í Helguvík í morgun. Þar sem myndir er tekin á móti sól, sem er orðin ansi lág á morgnana, er hún frekar dökk.

2686. Magni og 2489. Hamar ásamt oliuskipinu Seahake í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

2686. Magni og 2489. Hamar ásamt oliuskipinu Seahake í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 09:45
Seahake, frá Bremen, Magni og Hamar í Helguvík í morgun
Um kl. 8 í morgun kom olíuflutningaskipið Seahake til Helguvíkur. En skipið sem er skrá í Bremen fékk aðstoð Magna frá Reykjavík og Hamars úr Hafnarfirði til að komast inn í Helguvík.






Helguvík í morgun: Olíuskipið Seahake, 2686. Magni og 2489. Hamar © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010






Helguvík í morgun: Olíuskipið Seahake, 2686. Magni og 2489. Hamar © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 09:35
Happasæll siglir framhjá Hamri, Seahake og Magna
Þessa mynd tók ég í morgun á níunda tímanum og sýnir hún er Happasæll KE 94 siglir fram hjá þremur á leið í Helguvík, þ,e. Hamri, Seahake og Magna

Fyrir utan Helguvík í morgun. F.v. 2689. Magni, Seahake, 1767. Happasæll KE 94 og 2489. Hamar © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010

Fyrir utan Helguvík í morgun. F.v. 2689. Magni, Seahake, 1767. Happasæll KE 94 og 2489. Hamar © mynd Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 09:30
Breki og Fjölvi í Helguvík
Kvikmyndagerðamenn eru að taka tæki sín í burtu frá Helguvík og í morgun var nánast ekkert eftir nema Breki og Fjölvi


733. Breki og 2196. Fjölvi í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010


733. Breki og 2196. Fjölvi í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 09:25
Breiz Klipper á Neskaupstað

Breiz Klipper

Breiz Klipper

Kristína EA 410, Breiz Klipper o.fl. á Neskaupstað í gær morgun
© myndir Bjarni G., 8. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 07:26
Eftirlit á innsiglingaljósunum í Rifi
Þessar tvær myndir tók Þorgrímur Ómar Tavsen í gær þegar menn voru að sinna eftirliti í innsiglingaljósunum í Rifi


© myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 8.sept. 2010


© myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 8.sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 07:21
Myndatökum af Breka lokið
Nú um helgina lauk myndatökum af Breka í Helguvíkurhöfn og enduðu á því að báturinn var látinn sökkva og stóð til að taka hann upp aftur síðdegis í gær en drollið á þeim sem áttu að framkvæma það var það mikið að hann náðist ekki upp áður en birtan hvarf, engu að siður tók ég þessa mynd og síðan nú er birtir kemur í ljós hvort ég tek af honum síðustu myndirnar af honum í Helguvík.

Frammastrið og öflugar festingar bíða þess sem átti að gerast í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 8. sept. 2010

Frammastrið og öflugar festingar bíða þess sem átti að gerast í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 8. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
09.09.2010 07:05
Crown Prinsess
Á myndum þeim sem nú koma er vart hægt að sjá grilla í skipið, enda eru myndirnar teknar af því frá Kjalanesi og yfir að Sundahöfn með símamyndavél, en engu að síður þakka ég viðleitnina.


© símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 8.sept. 2010


© símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 8.sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
