Færslur: 2013 Janúar
23.01.2013 21:00
Fönix BA 123

2811. Fönix BA 123 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
23.01.2013 19:36
Svafar og Baldur merkja Adrar
Í dag unnu íslendingarnir Baldur Sigurgeirsson og Svafar Gestsson að því að merkja skip það sem þeir fara senn á til framandi landa og áður hefur verið sagt frá hér. Þar sem enn hafa ekki borist myndir af skipinu með nýja nafninu birti ég myndir af skipinu með tveimur nöfnum sem það bar áður, en veit að það verður ekki langur tími þar til þeir félagar senda myndir af skipinu undir nýja nafninu.
![]() |
||
|
|
23.01.2013 19:00
Sturlaugur H. Böðvarsson, Örfirisey og Helga María

1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK, 2170. Örfirisey RE og 1868. Helga María AK © mynd visir.is
23.01.2013 18:52
Togarar HB Granda landa á Ísafirði
bb.is:
![]() |
1578. Ottó N. Þorláksson RE 203, í Ísafjarðarhöfn í gær © mynd bb.is 22. jan. 2013 |
„Skip HB Granda hafa verið að landa hér af og til,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ en skuttogarinn Ottó N. Þorláksson RE landaði rúmlega 65 tonnum á Ísafirði á laugardag. Aflanum var ekið suður á land til vinnslu, líklega til Akraness að sögn Guðmundar. Fleiri skip HB Granda hafa landað á Ísafirði að undanförnu og hefur aflanum jafnan verið ekið til vinnslu annars staðar á landinu. Örfirisey RE kom einnig til Ísafjarðar um helgina en landaði ekki að sögn Guðmundar.
23.01.2013 18:00
Nordland Saga / JÖKULFELL

Nordland Saga, frá 1989, síðar Jökulfell frá 2004, í Eemshaven, Hollandi © mynd shipspotting, Freits Olinga 12. okt. 1991. Skipið sem var smíðað í Danmörku 1989, er ekki lengur til.

Jökulfell ex Nordland Saga © mynd shipspotting Hilmar Snorrason

Jökulfell © mynd shipspotting, Valdas Ramanauskas
23.01.2013 17:00
Jón á Hofi ÁR 62 og Vörður ÞH 4 á endastöð

1562. Jón á Hofi ÁR 62 og 1042. Vörður ÞH 4, á sinni endastöð í Danmörku © mynd STP Transport
23.01.2013 16:26
Áhöfnin á Póseidon og pólfarinn
![]() |
Áhöfnin á Poseidon tók vel á móti Vilborgu í gærkvöldi. Þeir eru við störf í Punta Arenas og hafa hvatt hana áfram s.l. vikur með góðum kveðjum. Þeir buðu Vilborgu um borð í skipið og svo í mat, ekki nóg með það heldur lögðu þeir til rausnarlegt framlag inn í Lífssporssöfnunina. Færir Líf þeim bestu þakkir fyrir
23.01.2013 16:00
Nordic / Tinto / SKEIÐSFOSS

Nordic © mynd shipspotting, PWR

Tinto © mynd shipspotting, PWR

1450. Skeiðsfoss, á Sauðárkróki © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, um 1970 ex Nordic ex Tinto, smíðað í Þýskalandi 1967,en er ekki til lengur, síðasta nafn skipsins var Morgan, skráð í Líberíu
23.01.2013 15:00
Ásberg RE 22

1041. Ásberg RE 22, á loðnuveiðum © mynd Guðni Ölversson
23.01.2013 14:00
Harpa RE 342

1033. Harpa RE 342 © mynd Guðni Ölversson, Þessi var seldur úr landi og fór síðan í pottinn illræmda
23.01.2013 13:00
Magnús NK 72

1031. Magnús NK 72 © mynd Guðni Ölversson
Bátur þessi er til ennþá í dag og heitir núna Alpha HF 32 og var m.a. gerður undir því nafni út frá Morokka, en liggur nú í Eyjafirði og er á vegum Samherja.
23.01.2013 12:40
Djúpivogur í morgun
![]() |
Djúpivogur í morgunskimuni Gerpir NK 106 Þjarkurinn (6486) SU 999 Orri SU 260 og Goði SU 62 © mynd SigurbrandurJakobsson, 23. jan. 2013
23.01.2013 12:04
Norsk loðnuskip tekið að ólöglegum veiðum út af Austfjörðum í gærkvöldi

1421. Týr, í Neskaupstað © mynd Bjarni Guðmundsson, 8. jan. 2013
Af vef Landhelgisgæslunnar:
Varðskipið Týr vísaði í gærkvöldi norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Skipið sigldi að fyrirfram tilgreindum eftirlitsstað á miðunum fyrir austan land á leið út úr íslensku efnahagslögsögunni. Þar fóru varðskipsmenn um borð til eftirlits með skráningum veiða og afla. Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að afli um borð virtist vera talsvert umfram þau 600 tonn sem skipið hafði tilkynnt um að það hefði veitt innan íslensku efnahagslögsögunnar.
Eftir samráð við fulltrúa í atvinnuvega- ognýsköpunarráðuneytinu var skipinu vísað til hafnar og fylgdi varðskipið skipinu. Málið verður í framhaldinu rannsakað af lögreglu í samvinnu við Landhelgisgæsluna.
23.01.2013 12:00
Sölvi Bjarnason BA 65 /Skarfur GK 666

1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Snorrason

1023. Skarfur GK 666, að koma inn til Grindavíkur © mynd Guðni Ölversson
Mynd þessi hefur birtst nokkrum sinnum áður, en þá talin vera af 975. Grímseyingi GK 605, sem er rangt, þar sem við nánari skoðun sást að þetta er sá sem sagt er frá hér fyrir ofan






