Færslur: 2013 Janúar

13.01.2013 09:00

Höfrungur III ÁR 250 og Arnar ÓF 3


                   249. Höfrungur III ÁR 250 og 741. Arnar ÓF 3, Siglufirði, 1987 © mynd Hans Wium Bragason

13.01.2013 08:00

Mummi BA 21, Skúli Hjartarson BA 250 og Smári BA 231


                             687. Mummi BA 21 og 770. Skúli Hjartarson BA 250


                 770. Skúli Hjartarson BA 250 og bak við hann er 687. Mummi BA 21


                            1493. Smári BA 231 © myndir Hans Wium Bragason

13.01.2013 07:00

Aldan, Ingjaldssandi
                                Aldan, Ingjaldssandi © myndir Hans Wium Bragason

13.01.2013 00:00

Stekkeyri í Hesteyrarfirði

Gunnlaugur Hólm Torfason, fór í grúsk fyrir nokkrum árum varðandi staðinn, Stekkeyri í Hesteyrarfirði.

Þó að þessi staður sé merkur þá er það mjög undarlegt hvað lítið er hægt að finna um sögu hans á netinu. Engu að síður fann hann þetta sem hann skrifar hér.
 

Árið 1890, reistu bræðurnir Bull (Norðmenn) hvalveiðistöð að Stekkeyri, Norðmenn kölluðu staðinn fyrst Gimli, en það breyttist síðan í Heklu og festist það nafn smám saman við og var eyrin kölluð Hekleyri.
 

Einn eigandi stöðvarinnar M.C. Bull lét flytja tilhöggvin við í guðshús frá heimalandi sýnu Noregi og lét reisa kirkju að Hesteyri sem að var vígð árið 1899, kirkja þessi var síðan tekin niður árið 1960 og flutt til Súðavíkur þar sem að hún var vígð að nýju á páskunum 1963.

Rétt innan við Stekkeyri gengur Vogur inn undir hlíðina og voru hvalirnir stundum skornir þar í Voginum að sögn.
 

Stöðin var síðan rekin af hlutafélaginu Heklu í Haugasund í Noregi og nefndist hún þá Hekla, Norðmenn hættu starfsemi að Stekkeyri árið 1915 þegar að tíu ára hvalveiðibann tók gildi við Íslandsstrendur. Árið 1922 breyttu Norðmenn stöðinni í síldarbræðslu.
 

Árið 1926 þá keypti fyrirtæki í Reykjavík sem bar nafnið Kveldúlfur h.f stöðina af Norðmönnum .
Síldarbræðslan á Stekkeyri hætti starfsemi árið 1940.


Ég rakst á grein á netinu sem að segir frá því er dr. Bjarni Sæmundsson fór með varðskipinu Þór vestur á Stekkeyri til þess að fara með Skallagrími á síldveiðar, hér kemur frásögn Bjarna:
 

"Undanfarna daga hafði aflast svo mikið af síld, að bræðslan hafði alls ekki undan, og urðu skipin því að hálf-hætta veiðum og bíða eftir því  að eitthvað lækkaði í þrónni. Skallagrímur lá því inni þrjá næstu daga og hafði ég því góðan tíma til þess að kynna mér stöðina og umhverfið á milli þess að ég athugaði síld sem að hin skipin koma inn með, eða fisk sem að skipsmenn veiddu á færi úti í fjarðarmynninu.
 

Ég skal ekki hafa langa lýsingu á stöðinni, hún stendur norðan megin við Hesteyrarfjörð, 2-3 km. fyrir innan Hesteyri á lítilli eyri sem að heitir Stekkeyri og var hún upprunalega reist af Norðmönnum sem hvalveiðistöð er þeir nefndu Heklu og það nafn ber stöðin enn.

Árið 1922 breyttu Norðmenn stöðinni í síldarbræðslustöð sem Kveldúlfur svo keypti árið 1926. Er hún í svipinn næststærsta síldarbræðslustöð landsins og getur hún torgað 1200 - 1300 málum af nýrri síld á sólarhring, og þróin tekur um 35 þús. mál.
 

Nú fiskuðu fyrir hana allir Kveldúfstogararnir 5 og 2 aðrir, Hafsteinn og Ver.
Yfirumsjón með rekstri stöðvarinnar höfðu þeir bræður Haukur og Kjartan Thors til skiptis en aðalframkvæmdarstjórinn er Norðmaðurinn Peter Söbstað, umsjón með afgreiðslu skipanna hafði Jónas Magnússon en danskur efnafræðingur, Hansen að nafni rannsakaði gæði framleiðslunnar.

 

Í stöðinni unnu þetta sumarið 55 manns í fastavinnu og aflinn var 84 þús. mál.
 

Stöðin er lokuð og mannlaus á veturna, nema hvað ein gömul kona sem að þjónaði Norðmönnum áður býr þar enn ásamt ketti sínum og vill ekki þaðan fara og er hún eina manneskjan sem býr í öllum firðinum á veturna að frátöldum íbúum á Hesteyri". líkur hér frásögn dr. Bjarna af stöðinni á Stekkeyri.
 

Allt í kring um rústir verksmiðjunar á Stekkeyri eru brunarústir þeirra húsa er hýstu fólk og fisk á árum áður, en að sögn þá létu eigendur brenna allar byggingar eftir að stöðin hafði staðið auð í nokkur ár og þótti sýnt fram á að ekki yrði brædd síld í henni framar.

Þó stendur hluti af verksmiðjunni enn og ber þar helst að nefna strompinn, en frægt er það er landhelgisgæslan skaut gat á hann af einhverri óútskýranlegri hvöt til að reyna eyðileggingu þessara minja.

                   Myndir og texti: Gunnlaugur Hólm Torfason

 

12.01.2013 23:00

Ólafur Bjarnason SH 137 og Víðir KE 101


                    1304. Ólafur Bjarnason SH 137 og 1819. Víðir KE 101, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum

12.01.2013 22:00

Sólberg ÞH 302


                          1295. Sólberg ÞH 302, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Þessi Bátalónsbátur hefur borið mörg nöfn, eins og: Sædís KÓ 6, Bresi AK 9. Glaður RE 270, Anton ÞH 330, Fleygur KE 113, Sólberg ÞH 302, Sólberg ÍS 302 og Björgvin Már  ÍS 468

12.01.2013 21:00

Hafrós KE 2
                 1294. Hafrós KE 2, í Grófinni Keflavík © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason
                                Þessi Bátalónsbátur, bar lengst af nafnið Sæljómi GK 150

12.01.2013 20:00

Bergvík KE 22 og Albert Ólafsson KE 39


                   1285. Bergvík KE 22 og 256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Þorgeir Baldursson

12.01.2013 19:00

Bergvík KE 22


                             1285. Bergvík KE 22, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

12.01.2013 18:00

Jón Finnsson GK 506


                             1283. Jón Finnsson GK 506 © mynd úr blaðinu Skiphóll

Af Facebook:

Guðni Ölversson Flott mynd af prikinu.

12.01.2013 17:30

Bláfell: 10 bátar á ýmsum stigum

Hjá Bláfelli á Ásbrú er nú unnið að smíði, frágangi eða lagfæringum á tíu bátum, en að auki eru tveir að banka upp á varðandi viðgerðir og breytingar og þar að auki eru nýsmíði sem ekki er birjað á eins og t.d. varðandi bátinn fyrir grænlendinga sem sagt var frá fyrr í dag. Athygli vekur að flestir þeirra sem nú eru í smíðum eða frágangið tilheyra flokki opinna báta.
Hér birti ég myndir af þessum tíu sem eru ýmist innandyra eða utandyra hjá fyrirtækinu.


                     Hér er ný hafin smíði á Sóma 870 fyrir aðila í Barðastrandarsýslu


               Sá til vinstri er Sómi 940 og fer til Ólafsvíkur, en hinn er Sómi 870, sem var búið að afhenda til Hafnarfjarðar, þar sem eigandinn ætlaði sjálfur að innrétta hann og setja niður tæki, en breytti svo þeirri áætlun og nú mun Bláfell annast málið.


                Varla er hægt að telja þennan lengst til vinstri með, þar sem sá er búinn að vera íhlaupavinna í nokkur ár, enda í eigu Bláfells og er af gerðinni Víkingur. Sá í miðið fer til Patreksfjarðar, en skrokkurinn var smíðaður í Mosfellsbæ, en hann verður fullkláraður hjá Bláfelli. Sá lengst til hægri er Sómi 797, sem fer til Ólafsvíkur


                        7742. Fönix ST 5, er á lokastigi og verður senn afhentur


                  Óríon BA 34, fer til Barðastrandar, en allur frágangur er í höndum annarra verktaka, en Bláfells.


                Framan við aðsetur Bláfells standa nú þessir tveir báta, sá til vinstri er einn af þeim fyrstu sem fyrirtækið smíðaði og hefur smíðanúmer 5 og hét þegar hann hljóp af stokkum Fönix ST 5, en heitir nú Sveinbjörg HU 49. Hann er nú kominn til viðgerðar og lagfæringar. Sá til hægri  Sæfari GK 89, verður afhentur til Grindavíkur nú einhverja næstu daga, hann hefur smíðanúmer 21.
                                    © myndir Emil Páll, 12. jan. 2013
 

12.01.2013 17:00

Hugborg SH 87


                                  1282. Hugborg SH 87 © mynd Emil Páll, 1989

 

Af Facebook:

 
Guðni Ölversson Fallegur bátur þetta.

12.01.2013 16:15

Bláfell smíðar rannsóknarbát fyrir Grænlendinga

 

Plastbátaframleiðandinn Bláfell á Ásbrú mun senn hefjast handa um smíði á rannsóknarskipi af gerðinni Sómi 870 fyrir grænlendinga. Hvað útlitið varðar er það aðallega stærra hús en á öðrum 870 bátum. Að sögn Elíasar Ingimarssonar, á að afhenda bátinn í júní í sumar.

                     Elías Ingimarsson við hlið báts af gerðinni Sómi 870, en þessi verður þó ekki alveg eins og sá sem sést á myndinni  © myndir Emil Páll

12.01.2013 16:00

Hoffell SU 80 (togarinn)


                                   1275. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason

12.01.2013 15:00

Sturla GK 12, Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og Ágúst GK 95


                                    1401. Ágúst GK 95 og 1272. Sturla GK 12


                                1272. Sturla GK 12 og 1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7


             1272. Sturla GK 12, 1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og 1401. Ágúst GK 95
                        © myndir Emil Páll, á Sjómannadaginn í Grindavík, árið 2008