Færslur: 2013 Janúar

25.01.2013 16:00

Lena ÍS 61, Svanur KE 90 og Fanney HU 83


                     1396. Lena ÍS 61, 929. Svanur KE 90 og 619. Fanney HU 83, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, í sept. 2009

25.01.2013 15:00

Eldborg


                   Eldborg, með heimahöfn í Tallin ex 1383. í slippnum í Reykjavík © mynd Emil Páll, 2009

25.01.2013 14:00

Eldborg og Bergur VE 44


                  Eldborg ex 1383. og 2677. Bergur VE 44, í slippnum í Reykjavík © mynd Emil Páll, 2009

25.01.2013 13:20

Neskaupstaður í morgun: Green Freezer og Laugarnes

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað í morgun: Green Freezer kom í morgun einnig kom Laugarnesið hingað
                                             2305. Laugarnes í morgun


                  Green Freezer, í morgun og einnig sést hluti að 2629. Hafbjörgu sem aðstoðaði skipið að bryggju í Neskaupstað © myndir Bjarni Guðmundsson, 25. jan. 2013

 

25.01.2013 13:00

Tálknafjörður


                       Tálknafjörður © mynd Jón Halldórsson, í jan. 2013

25.01.2013 12:33

Geyma hluta kvótans fyrir Japansfrystingu

skessuhorn.is:

 

 

25. janúar 2013

„Við erum búnir að veiða um 5.000 tonn af þeim loðnukvóta sem við höfum en fyrst ekki er búið að gefa út meiri kvóta þá ætlum við að geyma þau rúmlega 2.000 tonn, sem við eigum eftir, fyrir frystingu á Japansmarkað,“ sagði Gísli Runólfsson, skipstjóri og útgerðarmaður Bjarna Ólafssonar AK-70 þegar báturinn kom til heimahafnar á Akranesi á gær. Gísli sagði veiðina hafa gengið vel og talsvert hefði verið af loðnu út af Norðausturlandi. „Það er hlýr sjórinn og þessi loðna er stærri og komin nær hrygningarástandi en verið hefur undanfarin ár. Við erum því að vonast til að hún verði með næga hrognafyllingu fyrir Japansmarkað þegar svona vika er af febrúar. Svo erum við auðvitað að vonast til að gefin verði út meiri loðnukvóti því það er ljóst að mun meira er til af loðnu en Hafró fann um daginn. Hún er bara dýpra og í kaldari sjó ennþá,“ sagði Gísli sem skiptist á um skipstjórnina við Runólf bróður sinn. „Svo er bara að vona að makrílkvótinn verði sá sami og var í fyrra. Það er engin ástæða fyrir okkur að gefa neitt eftir í þeim efnum.“

25.01.2013 12:00

Patreksfjörður


                            Patreksfjörður © mynd Jón Halldórsson, í jan. 2013

25.01.2013 11:00

Green Freezer, í Vopnafirði


                 Green Freezer, í Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is   20. jan. 2013

25.01.2013 10:38

Hóta að loka höfnum fyrir skipum Eimskips

mbl.is:

 

 

 

Frá athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. stækkaFrá athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn.

 

 

 

Í kringum áramót 2009 og 2010 fór að bera á því að hælisleitendur hér á landi gerðu skipulagðar tilraunir til að komast um borð í skip Eimskips í Sundahöfn, sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og N-Ameríku með það í huga að komast þar óleyfilega í land. Þrátt fyrir ítrekaða fundi skipafélagsins með yfirvöldum hérlendis um fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu stjórnvalda hefur nánast ekkert áunnist til að stöðva flóttatilraunir hælisleitenda.  

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu.

"Þetta alvarlega vandmál hefur skapað mikil vandræði því að bandaríska strandgæslan hótar að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Að öðrum kosti verði þarlendum höfnum lokað fyrir Ameríkuskipum félagsins ef ekkert verð gert til að stöðva þessa öfugþróun sem nú ógnar siglingum til Bandaríkjanna," segir í yfirlýsingunni.

Eimskip hefur komið upp öflugum og dýrum eftirlitsbúnaði við Sundahöfn og ráðið sérstaka öryggisverði er skilað hefur tilætluðum árangri til þessa. 

"Áfram reyna hælisleitendur að laumast um borð í skipin hér og aldrei að vita hvenær þeim tekst ætlunarverk sitt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum," segir í yfirlýsingunni.

"Rót vandans virðist liggja í daufum aðgerðum íslenskra stjórnvalda við úrlausn málefna hælisleitenda sem koma hingað til lands í auknu mæli. Sumir þeirra ætla sér hvað sem það kostar að komast áfram til Bandaríkjanna eða Kanada með öllum tiltækum ráðum.

Stjórn AMIS, Ameríska-íslenska verslunarráðsins, hvetur íslensk stjórnvöld að grípa þegar í stað til raunhæfra aðgerða til að stöðva þessa óheillaþróun áður en bandarísk stjórnvöld stöðva vöruflutningaskipin. Slíkt myndi hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar og valda verulegu tekjutjóni fyrir íslenska inn- og útflytjendur og í raun þjóðina alla. Aðgerðir í þessu máli þola enga bið," segir í yfirlýsingu Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.
 

25.01.2013 10:00

Frystiskipið Green Freezer í innsiglingunni til Vopnafjarðar


                       Frystiskipið Green Freezer, í innsiglingunni til Vopnafjarðar © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  20. jan. 2013

25.01.2013 09:00

Bíldudalur


                      Bíldudalur © mynd Jón Halldórsson, í jan. 2013

25.01.2013 08:00

Ingunn AK 150 á Vopnafirði


                 Hér þurfti 2388. Ingunn AK 150, að færa sig vegna komu frystiskipsins Green Freezer, til Vopnafjarðar


                 Hér þurfti 2388. Ingunn AK 150, að færa sig vegna komu frystiskipsins Green Freezer, til Vopnafjarðar © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  20. jan. 2013
 

25.01.2013 07:00

Simma ST 7


                     1959. Simma ST 7 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is og nonni.123.is í jan. 2013

25.01.2013 06:35

Einar Örn sækir nýjan til Kína

Einar Örn Einarsson: Hér bíður hann blessaður BOURBON RAINBOW eftir að við komum til hans og sækjum hann. Brottför með Icelandair núna á eftir kl 0800  og svo er það kvöld og næturflug með SAS airbus hlunknum A340-300 til Shanghai og svo er það einhverra klukkustunda ferðalag í bifreið til Ningbo á hótel. Skipið er nú við skipasmíðastöðina í Zenhjang en verður afhent eftir að við höfum farið yfir allt saman og samþykkt eftir prufusigling-u/ar. Skipið verður afhent formlega í annari höfn hvar BON tekur það yfir. Þá verður öllum varahlutum, kosti og rekstrarvörum djöflað á dekkið og við sleppum landfestum með það sama. Það er víst Kínverski stællinn á þessu. Það verður gaman að fá slíka reynslu í sarpinn og ekki oft á ferlinum sem menn taka á móti glænýju skipi úr kassanum. Skilst að áhafnarskipti hjá okkur verði svo 13. mars takk fyrir :) Svona er að vera sjómaður í dag :)

                    Bourbon Rainbow, sem Einar Örn Einarsson, er að sækja nýjan til Kína © mynd MarineTraffic, Evangelos Nomikos

 

25.01.2013 00:00

Árni Geir / Þorsteinn Gíslason / Arnar í Hákoti / Jökull


                                  288. Árni Geir KE 31 © mynd Snorri Snorrason


                    288. Árni Geir KE 31, í Keflavíkurhöfn © mynd Valur Guðmundsson, 1963


                288. Árni Geir KE 31, líkan eftir Grím Karlsson, í Duushúsum, Keflavík © mynd Emil Páll, 12. okt. 2010


        Gísli Halldórsson, skipstjóri og útgerðarmaður, 288. Þorsteins Gíslasonar KE 31, í brúarglugganum © mynd Skiphóll 2010


     288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                             288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll


        288. Arnar í Hákoti SH 37, í höfn á Grundarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                     288. Jökull SK 16, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 17. maí 2011


                  288. Jökull SK 16, í Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 4. júní 2011


Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekki í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.

Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.

Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2, Arnar í Hákoti SK 37 og núverandi nafn er: Jökull SK 16.
 
Af Facebook:
 
Guðni Ölversson Þetta voru gullfallegir bátar. Mér finnst þeir hafa eyðlagt útlitið á Þorsteini Gísla með þessari yfirbyggingu. Hreinasta hörmung. Þessir bátar voru mældir 74 tonn. Þ.e. allir nema Jón Guðmundsson KE sem var eitthvað aðeins styttri.