23.01.2013 18:52

Togarar HB Granda landa á Ísafirði

bb.is:


                1578. Ottó N. Þorláksson RE 203, í Ísafjarðarhöfn í gær © mynd bb.is 22. jan. 2013

„Skip HB Granda hafa verið að landa hér af og til,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ en skuttogarinn Ottó N. Þorláksson RE landaði rúmlega 65 tonnum á Ísafirði á laugardag. Aflanum var ekið suður á land til vinnslu, líklega til Akraness að sögn Guðmundar. Fleiri skip HB Granda hafa landað á Ísafirði að undanförnu og hefur aflanum jafnan verið ekið til vinnslu annars staðar á landinu. Örfirisey RE kom einnig til Ísafjarðar um helgina en landaði ekki að sögn Guðmundar.