Færslur: 2013 Janúar

08.01.2013 22:00

Úr Sandgerði fyrir um aldarfjórðungi


                Úr Sandgerðishöfn, fyrir um 25 árum
                              © mynd Emil Páll

08.01.2013 21:00

Sandvík GK 325


                    1073. Sandvík GK 325, í Sandgerðishöfn fyrir nokkrum áratugum © mynd Emil Páll
Hann bar eftirfarandi nöfn: Dagur ÞH 66, Dagur SI 66, Dagur ÓF 8, Sandvík KE 25, Sandvík GK 325 og síðasta nafnið var Kolbrún ÍS 74. Hann sökk 1996.

08.01.2013 20:12

Stór og góð loðna en stendur djúpt

Vefsíða HB. Granda:

Faxi RE.
Faxi RE.

Faxi RE og Ingunn AK komu til Vopnafjarðar snemma í morgun með rúmlega 2.000 tonn af loðnu og fékkst sá afli aðallega í flottroll á togveiðisvæðinu norður af Langanesi.

Að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa RE, er þetta stór og falleg loðna og svo til átulaus en vandinn er sá að utan togveiðisvæðisins stendur loðnan það djúpt að mjög erfitt er að ná henni í nót.

,,Það lóðaði mjög víða á góðar torfur en vestan við togveiðisvæðið hefur loðnan staðið mjög djúpt. Hún er mikið á um 50 faðma dýpi og alveg niður á 80 til 90 faðma, jafnvel þótt það sé svartamyrkur," segir Albert. Hann segir að gott ástand virðist vera á loðnunni. Hún sé stór og í síðustu mælingu skipverja á Faxa hafi talning skilað að jafnaði 33 stykkjum í kílóinu.

Töluverður fjöldi skipa er nú á veiðisvæðinu og Albert segir að flest hafi skipin sennilega verið 17 talsins og því nokkur þröng á þingi. Grænlenska skipið Erika kom á miðin í nótt en það skip er útbúið til nótaveiða. Áhöfnin reyndi fyrir sér með nótina í nótt en Albert var ekki kunnugt um árangurinn þegar rætt var við hann.

Búið er að vinna afla Lundeyjar NS, sem kom með til fyrsta loðnuafla ársins til Vopnafjarðar,  og er skipið komið á miðin að nýju. Verið er að landa úr Ingunni og vinna þann afla og röðin kemur svo að Faxa þegar löndun úr Ingunni lýkur.

08.01.2013 20:00

Sæljós GK 185


                1068. Sæljón GK 185, í Keflavíkurhöfn, skömmu áður en hann var seldur til Djupavogs, þar sem hann er í dag undir nafninu Sænes SU 44 © mynd Emil Páll

08.01.2013 19:00

Jóhann Gíslason ÁR 52 / Gunnþór GK 24


                 1067. Jóhann Gíslason ÁR 52, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1992                 1067. Gunnþór GK 24, í Njarðvíkurhöfn, þarna er búið að brjóta í bátnum flestar rúður og síðan fór hann í niðurrif  © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 17. feb. 2006

08.01.2013 18:00

Hvalur 9 RE 399, siglir inn Hvalfjörð


                      997. Hvalur 9 RE 399, siglir inn Hvalfjörð © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

08.01.2013 17:37

Svafar Gestsson að leggja í hann

                                          © mynd Svafar Gestsson, 8. jan. 2013

Þá er loksins farið að sjá fyrir endann veru okkar hér á Bømlo í Noregi. Pappírsvinnan að klárast og komið að því að við siglum til Gautaborgar á morgun, með stuttum viðkomum í Haugesund og Egersund. Í Gautaborg fara fram breytingar á fiskidælufyrirkomulagi, nýtt netkerfi verður sett um borð, skipinu flaggað út undir fána Belize ásamt ýmsu öðru. Samhvæmt tilboði á þetta að taka 4 vikur. Frá Gautaborg verður síðan siglt til Agadir í Morocco með viðkomu í Skagen þar sem ný veiðafæri verða tekin um borð. Það verður með söknuði sem maður kveður allt það góða fólk sem maður er búinn að kynnast hér á Bømlo undanfarnar vikur. Hingað á maður vonandi eftir að koma aftur og skoða sig betur um, því að af nógu er að taka

08.01.2013 17:00

Nonni GK 64


                                   991. Nonni GK 64 © mynd Emil Páll, 1989

08.01.2013 16:00

Jón Garðar GK 475 / Sæbjörg VE 56


                                    989. Jón Garðar GK 475, í Sandgerðishöfn, 1975


                   989. Sæbjörg VE 56, í Vestmannaeyjahöfn © myndir Emil Páll

08.01.2013 15:19

Týr í Neskaupstað í dag

Varðskipið Týr var í dag í Neskaupstað og tók Bjarni Guðmundsson, þessar myndir upp úr hádeginu

 


 


 

 


 


                 1421. Týr í Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 8. jan. 2012
 

08.01.2013 15:00

Stafnes KE 130 siglir fyrir Vatnsnesið


                      980. Stafnes KE 130, siglir fram hjá Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, sennilega einhverntímann á árunum 1993 til 1995

08.01.2013 14:30

Nú heitir hún bara.....

                           © mynd dj.storhofdi.blog.is

Fyrst hét hún Landeyjahöfn…

Svo fylltist hún af sandi og hét þá Sandeyjahöfn…

Svo tók Herjólfur niðri og þá hét hún Strandeyjahöfn…

En núna heitir hún bara Fyrirhöfn…

08.01.2013 14:00

Súlan EA 300


                   1060. Súlan EA 300, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 15. des. 2008

08.01.2013 13:00

Óvenjuleg sjón í Keflavík


                Það er ekki daglegt brauð að fólk geti nánast kallað út í síldveiðiskipin, eins og hér gerðist þegar þessi mynd var tekin í Keflavík, 30. nóv. 2008 © mynd Emil Páll. Skipin sem við sjáum þarna eru 1060. Súlan EA 300 og 2730. Margrét EA 710

08.01.2013 12:29

Hrappur GK 170 nú Friðborg SH 161 frá Stykkishólmi

Búið er að ganga frá sölu á Hrappi GK 170, frá Grindavík til Stykkishólms og koma hann til nýrrar heimahafnar fyrir jólin. Ber báturinn nú nafnið Friðborg SH 161


                       7515. Hrappur GK 170, nú Friðborg SH 161 © mynd Emil Páll, 17. okt. 2012


                    7515. Friðborg SH 161 ex Hrappur GK 170, siglir inn á höfnina í Stykkishólmi, fyrir jólin © mynd skessuhorn.is

 Um nýja bátinn kom þetta fram í Skessuhorn: ,,Nýr smábátur af gerðinni Sómi 960 hefur verið keyptur í Stykkishólm. Það er Valentínus Guðnason sem keypti bátinn sem ber nafnið Friðborg SH og segist Valentínus vera að stækka við sig. „Ég er með annan minni bát sem ég ætla að selja. Nýi báturinn er með 450 hestafla vél og stærri lest,“ segir Valentínus í samtali við Skessuhorn. Undanfarin ár hefur Valentínus fengist við grásleppuveiðar en einnig handfæraveiðar á milli. Á veturna er hann að verka harðfisk úr ýsu sem hann kaupir á markaði. „Með stærri báti getur maður róið lengra og ég er líka að hugsa um ný tækifæri í síld og makrílveiðum. Ég sigldi bátnum í Stykkishólm frá Grindavík nú fyrir jól og hann reyndist mjög vel,“ segir Valentínus"