Færslur: 2013 Janúar

05.01.2013 08:00

Selfoss


          178. Selfoss ( 1958-1982) Þá Elfo, Panama sem endaði á Gardani Beach í feb. 1985. Smíðað í Danmörku 1958 © mynd Lars Brunkman 27. júlí 1981 í Helsingborg, Svíþjóð

05.01.2013 07:00

Fönix ST 177
             177. Fönix ST 177, Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  2. jan. 2013

05.01.2013 06:40

Næstsíðasta veiðiferðin fyrir Ögurvík

mbl.is

Freri siglir út úr hafnarmynninu í Reykjavík í gær. stækkaFreri siglir út úr hafnarmynninu í Reykjavík í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Togarinn Freri RE hélt úr höfn í Reykjavík í gær. Sem kunnugt er ákvað útgerðarfélagið Ögurvík að segja upp sjómönnum og selja skipið eftir að veiðigjaldið var lagt á.

Ætlunin er að halda áfram útgerð togarans Vigra RE.

"Við erum með Frera á sölu en ekki búnir að fá kaupanda," sagði Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur. Spurt hefur verið um skipið bæði hér innanlands og að utan. Tæknimenn frá mögulegum kaupanda erlendis komu til að skoða togarann. Freri verður gerður út þar til í mars nk. og fer í tvær veiðiferðir á þessu ári. Sú fyrri hófst í gær.

05.01.2013 00:00

Sjóslysasaga: Strand Egils rauða og björgun mannanna o.fl.

 

                                        Frækilegt björgunarafrek undir Grænuhlíð

 

 

Á árunum milli 1950 og 1970 urðu mörg mannskæð sjóslys við Vestfirði. Margir bátar og togarar fórust með allri áhöfn. En sem betur fer voru nokkur ljós í myrkri þessara miklu slysaára. Eitt af þeim skærustu er þegar tókst að bjarga 29 skipverjum af togaranum Agli rauða frá Neskaupstað sem strandaði undir Grænuhlíð norðan Ísafjarðardjúps. Grænahlíð nefnist hlíðin frá Sléttu í Jökulfjörðum og út að Ritaskörðum. Þrátt fyrir nafnið er þetta sæbrött hamrahlíð en með nokkrum grónum torfum sem hafa orðið til þess að hún fékk þetta hlýlega og jafnframt nokkuð villandi nafn.


Björgun mannanna á Agli rauða var mikið afreksverk. Þrettán þeirra var bjargað af sjó af djörfum sjómönnum á Andvara og Páli Pálssyni. Sextán sjómannanna var bjargað af sveit manna sem lagði á sig mikið þrekvirki til þess að komast á strandstaðinn. Fjóra skipverja tók út af skipinu skömmu eftir strandið og einn skipverja fórst er verið var að draga hann á milli skipa í björgunarstól.Hér munu þrír þeirra sem komu að málum undir Grænuhlíð segja frá sinni reynslu. Sem eðlilegt er horfa þeir á atburðina frá ólíku sjónarhorni. Einn frá sjónarhorni unglingsins sem slóst í för með björgunarmönnum sem leiðsögumaður um æskustöðvar sínar. Annar segir sögu sína sem hinn óþreyjufulli björgunarmaður sem var á leið til þess að bjarga vinum sínum og kunningjum um borð í Agli rauða. Sá þriðji segir sögu unga bátsmannsins sem barðist fyrir lífi sínu um borð í flakinu af Agli. Sökum ungs aldurs gerði hann sér trúlega aldrei grein fyrir þeirri hættu sem hann var í.


Þessi umfjöllun hér er einungis ætluð til að bregða ljósi á þessa björgun sem telja verður með þeim frækilegustu í langri og gifturíkri sögu björgunarmála. Enginn þeirra þriggja sem hér segja sögu sína vildi segja hana einn. Gerðu það allir að skilyrði að talað væri við fleiri. Með því vildu þeir tryggja að saga þess breiða og ólíka hóps sem að þessari björgun stóð yrði sögð. Enginn einn skipti sköpum í þessari björgun. Hver og einn hafði sitt hlutverk og saman tókst þeim að bjarga þessum 29 skipverjum.


"Þann 26. janúar 1955 urðu mannskæð sjóslys við Vestfirði. Dagana á undan hafði geisað hið versta veður af norðaustri. Margir togarar leituðu vars undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Einnig var vitað um breska togara sem héldu sjó út af Vestfjörðum í fárviðri. Um kl. 13.30 heyrði Ísafjarðarradíó neyðarskeyti frá togaranum Lorella frá Hull. Í skeytinu sagði aðeins: "Liggjum á hliðinni, þörfnumst skjótrar hjálpar." Ekkert heyrðist frekar frá skipinu. Talið var að hann hefði verið 40-50 sjómílur NA af Horni. Um borð voru 25 menn. Á svipuðum slóðum voru þrír aðrir breskir togarar. Einn þeirra var togarinn Roderigo frá Hull. Hann fór þegar af stað til leitar að Lorella. Einnig fór til leitar flugvél frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hún leitaði fram í myrkur án árangurs. Um kl. 17.30 heyrðist neyðarskeyti frá áðurnefndum togara, Roderigo. Það var stutt: "Er að hvolfa." Ekkert heyrðist frekar. Einnig þar um borð voru 25 menn. Á örfáum tímum höfðu 50 breskir sjómenn farist.
 

Eins og áður sagði voru margir togarar í vari undir Grænuhlíð þennan dag. Um morguninn hafði Guðmundur Ísleifur Gíslason skipstjóri á Agli rauða siglt skipi sínu út úr Djúpinu til þess að athuga veður. Ennþá var ekkert veiðiveður og var skipinu aftur snúið undir Grænuhlíð. Um kl.14.30 var skipið stöðvað tæpa eina sjómílu innan við Rit, um tvær sjómílur frá landi. Síðan var látið reka. Um klukkan 18 mun skipstjóri hafa gefið skipun um að færa skipið til. Um klukkan 18.30 tekur skipið svo niðri. Bað skipstjóri þá loftskeytamann þegar að hafa samband við togarann Austfirðing sem var þarna skammt frá og tilkynna hvernig komið væri. Skömmu síðar losnaði skipið en tók fljótt niðri aftur. Var þá ljóst að skipið var strandað. Mikil ólög gengu yfir skipið á meðan á þessu stóð og fyrst eftir strandið. Í þeim ólögum tók út fjóra skipverja. Um nóttina höfðust allir skipverjar við í kortaklefa skipsins og í stigagangi niður til skipstjóraíbúðar.


Strax og neyðarkallið barst frá Agli rauða fóru skip í nágrenninu að reyna að staðsetja hið strandaða skip. Um leið og það hafði tekist var kannað með björgun af sjó. Skipverjar á ýmsum skipum lögðu sig í hættu er þeir reru inn undir brimskaflinn til þess að kanna hvort hægt væri að komast að skipinu af sjó. Fljótlega var ljóst að björgun af sjó var óframkvæmanleg.

 

 

 

 

 

                                                  Egill rauði NK 104

Um kvöldið fara björgunarsveitarmenn á Ísafirði að taka til búnað sinn. Tilgangurinn var að sigla yfir Djúp og reyna björgun frá landi. Á tíunda tímanum um kvöldið leggur Heiðrún ÍS af stað með björgunarmenn frá Ísafirði. Siglt er til Hesteyrar þar sem fyrir var varðskipið Ægir. Þar um borð voru skipverjar af togaranum Austfirðingi sem ólmir vildu leggja lið við björgun félaga sinna á Agli rauða. Eftir að hafa rætt þá kosti sem í stöðunni voru var ákveðið að ganga með björgunarbúnaðinn frá Hesteyri og að Sléttu. Þaðan yrði svo gengið að strandstaðnum. Þessi ganga reyndi mjög á björgunarmenn. Veður var hið versta, skyggni lítið, snjóþungt og búnaðurinn mikill sem bera þufti. Hann þyngdist líka þegar leið á ferðina þar sem hankirnar tóku í sig bleytu og snjó.


Á meðan göngumenn brutust að Sléttu sátu menn ekki auðum höndum um borð í þeim skipum sem lónuðu fyrir utan strandstaðinn. Þegar birti um morguninn voru aðstæður örlítið betri þrátt fyrir að veður hefði lítið skánað. Um borð í brúnni á Agli rauða var ennþá líf. Það hvatti menn til dáða. Er leið á morguninn hófust tilraunir við að skjóta línu úr vélbátnum Andvara yfir í hið strandaða skip. Á endanum tókst að koma taug á milli. Hófst þá þegar björgun manna við hinar erfiðustu aðstæður. Til þess að flýta fyrir björgun voru mennirnir aðeins dregnir í gegnum brimskaflinn og teknir þar úr stólnum yfir í minni báta. Þannig voru þeir aðeins dregnir eins stutta leið og unnt var. Þrettán skipverjar björguðust þessa leiðina. Einn fórst er hann datt úr björgunarstólnum. Þegar hætta varð björgun þessa leiðina sást til björgunarmanna úr landi. Þeim hafði tekist að komast á strandstað við illan leik eftir um níu tíma þrotlausa baráttu í veðurofsanum. Fljótlega tókst að koma línu til skipbrotsmanna og björgun hófst í kjölfarið. Greiðlega gekk að draga þá sextán skipverja sem eftir voru um borð í land. Þeir voru mjög misjafnlega á sig komnir. Það var lán þeirra sem í fjörunni stóðu, að þegar björgun lauk var komin fjara. Það auðveldaði gönguna til Sléttu þar sem hlý húsakynni biðu.


                                        Egill rauði á strandstað

Um kvöldið kom til Sléttu sveit skíðamanna frá Ísafirði og með þeim nokkrir togarasjómenn. Meðferðis höfðu mennirnir mat og fatnað. Gátu björgunarmenn og skipbrotsmenn þá loks matast. Um nóttina dvöldu því margir tugir manna á Sléttu. Morguninn eftir var mannskapurinn ferjaður um borð í varðskip sem hélt til Ísafjarðar. Þegar varðskipið kom í höfn á Ísafirði voru liðnir tveir sólarhringar frá því að björgunarmenn lögðu af stað frá Ísafirði. Lokið var einni frækilegustu björgun sem um getur hér á landi. Það er mjög erfitt, eða nánast útilokað, að átta sig í raun á því afreki sem unnið var þessa tvo sólarhringa undir Grænuhlíð.


Í fyrsta lagi er sú hetjudáð sem áhöfn Egils rauða vann með rósemi og yfirvegun. Það hlýtur að hafa verið erfitt að halda ró sinni og bjartsýni þegar nokkrum skipsfélaga hafði skolað fyrir borð. Þrjátíu talsins hírðust þeir í kortaklefanum og ganginum tímunum saman í myrkri og kulda.Í öðru lagi sú þrautseigja sem áhafnir báta og skipa sem lónuðu úti fyrir hinu strandaða skipi sýndu. Allan tímann var með ýmsum ráðum reynt að komast að togaranum. Þar lögðu margir sjómenn sig í mikla lífshættu. Á meðan var reynt að lýsa upp strandstaðinn og með því var haldið lífi í von mannanna sem biðu bjargarlausir um borð.


Í þriðja lagi sú þrekraun sem björgunarmenn á landi sýndu. Það er hrikalegt landslagið við strandstaðinn í sumarblíðu. Hvernig menn fóru að því að komast að strandstaðnum í mjög slæmu veðri og miklum kulda er erfitt að skilja. Hvernig menn fóru að því að klífa skriðurnar í svo miklum bratta, að aðeins var hægt að komast niður í fjöruna með því að renna sér niður, er erfitt að skilja. Að leggja svo aftur á brattann til þess að sækja hjálp og fara um leið úr stígvélunum þar sem auðveldara var að klífa brattann á sokkunum. Allt hljómar þetta eins og vel saminn reyfari.

                            Restin af flaki Egils rauða eins og það leit út á strandstað

                           fyrir  nokkrum árum © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason

Í nokkur ár verður varla sagt að vetur hafi komið við Djúp. Maðurinn hefur mikla aðlögunarhæfileika. Einn af þeim hæfileikum er að gleyma því slæma. Því fennir fljótt í svipuð spor og stigin voru við Grænuhlíð fyrir fimmtíu árum. Með nútímatækni hafa skapast betri aðstæður til björgunar af sjó. Um leið og við rifjum upp þessa tveggja sólarhringa baráttu sem átti sér stað fyrir hálfri öld skulum við minnast þess, að enn gæti komið upp að björgunarfólk þurfi að leggja á sig viðlíka þrekraun við eins erfiðar aðstæður.


Eitt hefur ekki breyst á undanförnum fimmtíu árum. Ennþá er fjöldi fólks í björgunarsveitum tilbúinn að kasta frá sér sínum daglegu störfum og halda til björgunarstarfa við hvaða aðstæður sem er. Þá er ekki hugsað um eigin hag. Bíóferðirnar geta ennþá breyst í björgunarferðir. Það er gott að vita og gefur vissa öryggiskennd.


Heimildir bb.is

Samantekt: Gunnlaugur Hólm Torfason

04.01.2013 23:15

Flottar myndir frá Faxagenginu

Þó mesta flugeldaskothríðin sé um garð gengin, ætla ég að birta skemmtilegar myndir sem Faxagengið tók rétt fyrir áramót og um áramótin, en tökustaðir voru Hafnarfjörður og Kópavogur.
 

Hér koma svo nokkrar áramóta flugeldamyndir teknar í "Nafla alheimsins" þar að segja í Kópavogi ef það hefur nú vafist fyrir einhverjum, "Gott að búa í Kópavogi" ég verð nú bara að segja það!

 

 

 

 

 

 

 

 

Við tökum smá forskot á flugeldafjörið en þessar myndir voru teknar í Hafnafirði laugardaginn 29. des. 2012.

 

 

 

 

 

                    © myndir og myndatextar: Faxagengið, faxire9.123.is

 

04.01.2013 22:45

Gömul mynd úr Keflavíkurhöfn


          Hér sjáum við gamla mynd úr Keflavíkurhöfn, en með öllu er óvíst hvenær hún var tekin eða hver tók hana. © myndin er úr safni Emils Páls.

04.01.2013 22:00

ÝR KE 14


                        1748. ÝR KE 14, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988

Af Facebook:

04.01.2013 21:00

Grímsey ST 2 - næst elsti stálfiskibátur landsins, sem enn er í drift


                     741. Grímsey ST 2 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, 2008

                                 Næst elsti stálfiskibátur landsins, sem enn er í drift

Af Facebook:

Óðinn Magnason Skemmtileg tilviljun að elsti og næstelsti eru báðir smíðaðir fyrir Fáskrúðsfirðinga Búðafell SU 90 og Sigurbjörg SU 88

04.01.2013 20:00

Sigurbjörg KE 14


                740. Sigurbjörg KE 14, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1977

04.01.2013 19:00

Reynir GK 355


                 733. Reynir GK 355, sem síðar fékk leikaranafnið Breki í kvikmyndinni Djúpið © mynd Emil Páll

04.01.2013 18:00

Gullþór KE 87


                  721. Gullþór KE 87, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll fyrir xx árum

04.01.2013 17:00

Árni Ólafur GK 315, Geir goði GK 220, Arney KE 50 og hugsanlega Jón Gunnlaugs GK 444


              719. Árni Ólafur GK 315, 242, Geir goði GK 220, 1416. Arney KE 50 og trúlega 1204. Jón Gunnlaugs GK 444 © mynd Emil Páll

04.01.2013 16:00

Kristján KE 21


              712. Kristján KE 21, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1977

04.01.2013 15:00

Lára Magg ÍS 86
              619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvikurhöfn
      © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 14. feb. 2010

04.01.2013 14:00

Jón Júlí BA 157 og norðurljósin
             610. Jón Júlí BA 157 og norðurljósin, Tálknafirði © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 22. jan. 2012