Færslur: 2013 Janúar

18.01.2013 10:16

Birta SH seld til Reykjavíkur, en mun róa frá Sandgerði

                  1927. Birta SH 707, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 3. sept. 2012     

                 Samkvæmt fréttum sem mér bárust í morgun, hefur báturinn verið seldur til Reykjavíkur, en verður þó gerður út frá Sandgerði á þorskveiðar í vetur, en hann hefur verið þar á skötuselsveiðum að undanförnu

18.01.2013 10:00

Búðafell SU 90


                                  1940. Búðafell SU 90 © mynd Óðinn Magnason

18.01.2013 09:00

Múlaberg SI 22


                   1281. Múlaberg SI 22, í Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. jan. 2013

18.01.2013 08:00

Siglunes SI 70


                  1146. Siglunes SI 70,  í Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. jan. 2013

18.01.2013 07:00

Sigurborg SH 12


                   1019. Sigurborg SH 12, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. jan. 2013

18.01.2013 00:00

Þorleifur Rögnvaldsson / Símon Gíslason / Sigurður Þorkelsson / Freyja / Röstin / Orri

Senever var gælunafnið sem þessi bátur fékk og er nánar sagt frá því hér fyrir neðan. Um er að ræða eikarbát frá árinu 1957, sem síðar var endurbyggður sem frambyggður bátur. Síðan átti það fyrir bátnum að liggja í höfn fyrst í Sandgerði og síðan í Njarðvik í nokkur ár, en fyrir tveimur árum var hann þó tekinn upp í slipp og úr varð enn eitt nafnið og undir því er hann nú á rækjuveiðum.
 Mjög erfiðlega hefur gengið að komast yfir myndir af bátnum og því birtst aðeins myndir hér af 6 nöfnum en hann hefur borið 16 nöfn


                 923. Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 © mynd Snorrason


    Frá endurbyggingu á 923, Símon Gíslason KE 155, í Skipasmíðastöð Njarðvikur árunum 1974 til 1985 © mynd Emil Páll

 


            923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, rétt áður en hann var sjósettur eftir miklar endurbætur og breitingar þar sem m.a. hann var gerður að frambyggðum báti © mynd Emil Páll, í Skipasmíðastöð Njarðvikur 1984    923. Sigurður  Þorkelsson ÍS 200, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1985.                         923. Freyja GK 364 © mynd Skip.is


                     923. Röstin GK 120 © mynd Snorrason
             

                 923. Röstin GK 120, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll


                       923. Röstin GK 120, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll


                    923. Röstin GK 120, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 16. mars 2011


              923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 5. okt. 2011


                923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011


                           923. Orri ÍS 180, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011


Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn  á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.

Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.

Báturinn lá við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Átti eftir að skipt hafði verið um gír að hefja útgerð á hann að nýju, en ekkert varð af því og því lá hann í Njarðvikurhöfn þar til að hann var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur og út kom Orri ÍS 180, sem fór síðan eftir nokkra mánuði á rækjuveiðar fyrir norðurlandi,  þar sem hann hefur verið í haust.

Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.

Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlíðar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120 og núverandi nafn: Orri ÍS 180

17.01.2013 23:00

Máni II ÁR 7


                 1887. Máni II ÁR 7, í Þorlákshöfn © mynd MarineTraffic, Ragnar Emilsson, 21. feb. 2010

17.01.2013 22:00

Bryndís SH 271


                   1777. Bryndís SH 271, á siglingu í Stykkishólmi, 1991 © mynd Sigurbrandur Jakobsson

17.01.2013 21:00

Keflvíkingur KE 50


                  1767. Keflvíkingur KE 50 © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 1. maí 2006

17.01.2013 20:00

Faxi RE 9


                                   1742. Faxi RE 9 © mynd af netinun, ljósm. ókunnur

17.01.2013 19:00

Hafnarey SF 36
                          1738. Hafnarey SH 36 © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason

17.01.2013 18:55

Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn

visir.is:


Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð.

Um svokallaða skrifborðsæfingu er að ræða en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Siglingastofnun, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landspítalanum og skipafélaginu Eimskip koma að æfingunni.

Fréttastofa fékk ábendingu frá fjarskiptaáhugamanni sem fylgdist með samskiptum Landsbjargar. Honum hefur vafalaust brugðið í brún þegar björgunarmenn töluðu sín á milli um hátt í 350 farþega Herjólfs sem voru í háska staddir.


17.01.2013 18:30

Rannsóknarleiðangri í Eldey frestað

Vefur Landhelgisgæslunnar:

 

 

  • Thyrla_kemur_181208

 

 

Fimmtudagur 17. janúar 2013

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar gerði eftir hádegi í dag tilraun til að komast út í Eldey til að skoða torkennilegan hlut, sem gæti verið sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni. Ætlunarverk þeirra tókst ekki þar sem kominn var fugl í eyjuna og veður ekki upp á hið besta. Munu þeir fylgjast með eyjunni á næstunni og gerð verður önnur tilraun þegar tækifæri gefst. Fyrsta verk sprengjusérfræðinga er að staðfesta hvort þarna sé sprengja og hvað hún sé stór. Er þá hægt að segja til um ráðstafanir sem verður gripið til og verður í ferlinu unnið náið með Umhverfisstofnun. Hægt er að fylgjast með lífi í eyjunni í gegnum vefmyndavél á slóðinni www.eldey.is (Opnast í nýjum vafraglugga) milli kl. 12:00 og 16:00.

Þessi torkennilegi hlutur fannst þegar vísindamenn og starfsmenn Umhverfisstofnunar fór um síðastliðna helgi út í Eldey að gera við vefmyndavél sem þar er. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamennina og sótti þá síðar um daginn. Erfitt er að lenda í eyjunni en hægt að tilla þyrlunni og síga niður.

Hér eru myndir frá leiðangri í Eldey árið 2008 þar sem flogið var með þyrlunni TF EIR  sem var af gerðinni Dauphin og er mun minni en þyrlurnar sem nú eru í notkun hjá LHG.

Tyrla_ad_lenda181208

Thyrla_tillir_181208

Bunadur_181208

Thyrla_kemur_181208

17.01.2013 18:00

Ísleifur VE 63 og Hákon ÞH 250


             1610. Ísleifur VE 63 og 1807. Hákon ÞH 250 © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason

17.01.2013 17:48

Þór sigldi með flugvél til Akureyrar

Vefur landhelgisgæslunnar 15. jan. s.l.

15.1.2013

  • IMG_9190_fhdr

Þriðjudagur 15. janúar 2012

Varðskipið Þór kom til hafnar á Akureyri í morgun í fyrsta og væntanlega síðasta sinn sem flugvélarmóðurskip því á efra dekki skipsins var staðsett flugvél sem síðan var ekið á flugsafnið á Akureyri. Kristján Árnason, fyrrv. flugstjóri og verkfræðingur hannaði og smíðaði flugvélina sem ber einkennisstafina TF JFP. Vinna hans við flugvélina hófst í kringum 1980 og stóð yfir um 20 ár. Á tímabilinu náði flugvélin að vísu aldrei flugi en hönnun hennar þykir byltingarkennd en hún byggðist m.a. á að mótor hennar var inni í vélinni. Er TF JFP nú komin á flugsafnið á Akureyri þar sem almenningi gefst tækifæri á að skoða þessa óvenjulegu hönnun.

TF_JFP1

Varðskipið Þór er nú komin í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri en ábyrgð framleiðenda vélbúnaðar Þórs var framlengd eftir að galli kom í ljós skömmu eftir að skipið kom til landsins í október 2011. Sú ábyrgð rennur út í lok febrúar og er það að frumkvæði Landhelgisgæslunnar sem úttekt verður gerð á skrokk skipsins, skrúfum, vélum og öðrum búnaði. 

TF_JFP

IMG_9146_fhdr

 

Varðskipið, Týr og Þór ásamt sjómælingaskipinu Baldri fremst á myndinni skömmu fyrir brottför. Mynd GSV
 

 

flug6
TFJFP_ThOR2013

TFJFP_ThOR2013_2

IMG_9197_fhdr
Mynd GSV

Flugvel_Akureyri

Myndir Sævar Magnússon og Guðmundur St. Valdimarsson