Færslur: 2013 Janúar

02.01.2013 23:00

Valafell SH 157


                                  867. Valafell SH 157 © mynd Snorri Snorrason

02.01.2013 22:00

Stígandi ÓF 25


                               794. Stígandi ÓF 25 © mynd Snorri Snorrason

02.01.2013 21:00

Bliki ÞH 50


                           710. Bliki ÞH 50, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

02.01.2013 20:15

Sólroðin ský yfir Ásfjalli

             Sólroðin ský yfir Ásfjalli í Hafnarfirði © mynd  Svafar Gestsson 31.12.12

02.01.2013 20:00

Árni Ólafur GK 315


                709. Árni Ólafur GK 315, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, um 1970

02.01.2013 19:00

Kolbeinsey EA 108


               699. Kolbeinsey EA 108, í Reykjavíkurhöfn fyrir langa löngu © mynd Emil Páll

02.01.2013 18:00

Halldór Sigurðsson ÍS 14

 

              548. Halldór Sigurðsson ÍS 14, á Breiðafirði © mynd Svafar Gestsson

Af Facebook:

  • Sigurbrandur Jakobsson Varð hann svo ekki til þarna. Þetta mun væntanlega vera á Brjánslæk. Man vel eftir þessum og gamla Gissuri Hvíta ÍS 114 á hrefnuveiðum í Breiðafirði fyrir 1980

     
    Emil Páll Jónsson Jú það er rétt hjá þér, hann rak á land við Brjánslæk á Barðaströnd, 19. sept. 1981 og eyðilagðist.
  •  

02.01.2013 17:00

Bergþór KE 5


                                       503. Bergþór KE 5 © mynd Emil Páll

02.01.2013 16:30

Sænesið út af Djúpavogi í dag

Í morgun fór Sænes SU 44 frá bryggju í Djúpavogi og tók Sigurbrandur Jakobsson, þessa syrpu af skipinu þegar það var að koma inn aftur. Ekki vissi hann hvað þeir eru að gera en það var slatti af körum um borð á dekkinu og það fór út aftur klukkutíma seinna.
             1068. Sænes SU 44 í dag © myndir Sigurbrandur Jakobsson, Djúpavogi, 2. jan. 2012

02.01.2013 16:00

Gullborg VE 38 utan á Sigfúsi Bergmann GK 38


             490. Gullborg VE 38, utan á 179. Sigfúsi Bergmann GK 38, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1972

02.01.2013 15:00

Guðbjörg GK 220 bíður fyrstu sjósetningar


              473. Guðbjörg GK 220, bíður fyrstu sjósetningar, í Dráttarbraut Keflavíkur, árið 1957 © mynd í eigu Emils Páls

02.01.2013 14:00

Skeiðanes VA 288 með fullfermi að loðnu á leið til Esbjerg


               Skeiðanes VA 288, að koma inn til Esbjerg með fullfermi af loðnu © mynd vagaskip. dk. Eiler Haraldsen úr Sandavági

02.01.2013 13:00

Aldebáran VA 196


                   Aldebáran VA 196 © mynd vagaskip.dk, Skipini Í Vágum

02.01.2013 12:00

Dagfari GK 70 í brotsjó við Reykjanes


                1037. Dagfari GK 70 frá Sandgerði fékk á sig brotsjó með fullfermi af loðnu í haugasjó og tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi þann 21. febrúar árið 1996 © mynd Landhelgisgæslan

Gluggar brotnuðu í brú og siglingatæki skipsins urðu óvirk. Fjórtán manns voru í áhöfn Dagfara og slasaðist einn þeirra lítillega þegar brotið reið yfir.

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sveimaði yfir Dagfara allt þar til varðskipið Týr kom á vettvang um kl. 11 um morguninn en það var Halldór Nellett hjá Landhelgisgæslunni sem tók meðfylgjandi mynd um 10 leytið um morguninn, um klukkustund áður en varðskipið kom.

Skipin héldu sjó fram eftir degi en Dagfara var fylgt til hafnar í Keflavík, þangað sem hann kom daginn eftir.

Ölduhæð var þar allt að 16 metrar þegar veðrið var hvað verst. Eins og sjá má á myndinn hefur hluti af loðnunótinni fallið útbyrðis en skipverjar náðu henni um borð aftur. 

Heimild: Víkurfréttir.

 

02.01.2013 11:00

Þórkatla GK 9 o.fl. í Grindavík fyrir nokkrum árum


                2670. Þórkatla GK 9 o.fl. í Grindavíkurhöfn © mynd grindavik.is   8. apríl 2010