Færslur: 2013 Janúar

05.01.2013 21:51

Viðbótarkvóti í síld veiddur nú í byrjun árs

skessuhorn.is

 

 
Vestmannaeyjaskipin Kap og Álsey að kasta. Hafrannsóknaskipið Dröfn fylgist með og svo eru tveir smábátar. Ljósm. Símon Sturluson.
Vestmannaeyjaskipin Kap og Álsey að kasta. Hafrannsóknaskipið Dröfn fylgist með og svo eru tveir smábátar  © mynd Símon Sturluson.
 
Þrjú hundruð tonna viðbótarkvóti á síld, sem úthlutað var í desember til lagnetaveiða smábáta við strendur landsins, verður ekki veiddur fyrr en nú í byrjun árs. Síldin hefur sem kunnugt er einkum haldið sig í Breiðafirði. Þetta er vegna þess að vinnslur í Stykkishólmi, Rifi og í Þorlákshöfn sem bátarnir hafa lagt upp hjá tóku ekki við síld til vinnslu fyrir jólin og milli hátíða. Páll Aðalsteinsson útgerðarmaður í Stykkishólmi segir að útgerðir 55 báta hefðu sótt um kvóta og það hefði því aðeins fimm tonn komið í hlut hvers báts. Hann segir að reglur um leigu úr pottunum hjá ríkinu væru þess eðlis að kvótinn væri framseljanlegur. Þetta hafi orðið til þess að menn væru að fá aðra til að sækja um fyrir sig. Þannig vissi hann t.d. um útgerð sem hafi fengið úthlutað 25 tonnum til sín, en fengið 55 tonn frá öðrum, þannig að veiðiheimildir þessa útgerðar væru orðnar 80 tonn.

 

 

„Þarna finnst okkur að verið sé að misnota kerfið og þessu verði breytt fyrir næstu vertíð, verði eitthvað næst í þessu, því landslagið er náttúrlega alltaf að breytast í pólitíkinni,“ sagði Páll.

05.01.2013 21:00

Tindur SH 179


               847. Tindur SH 179, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

05.01.2013 20:00

Sædís RE 63


               826. Sædís RE 63, síðar Jóhannes Jónsson KE 79, í Keflavík © mynd Emil Páll

05.01.2013 19:00

Polfoss
              Polfoss, í Hollandi © myndir shipspotting, Marcel & Ruud Coster, 1. jan. 2013

05.01.2013 18:00

Hvidbjörn F 360


                Hvidbjörn F 360, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 3. jan. 2013

05.01.2013 17:00

Árfell


             Árfell (2001 - 2003) © mynd shipspotting, Frans Sanders, 12. okt. 2002

05.01.2013 16:00

Helga María AK 16


             1868. Helga María AK 16, í Reykjavíkurslipp © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 2. jan. 2013

05.01.2013 15:00

Osterens / SELFOSS / Gardsun


                  Osterems, síðar 1826. Selfoss, í UK © mynd shipspotting, PWR


                      1826. Selfoss  (87-93) ex Osterens. Smíðað í Þýskalandi 1976, hér í UK.  © mynd shipspotting, PWR


                       1826. Selfoss ex Osterems, í UK. © mynd shipspotting, PWR


                   Gardsun ex 1826. Selfoss, í UK © mynd shipspotting, PWR


                        Gardsun ex 1826. Selfoss, í UK © mynd shipspotting, PWR

                                 Skipið heitir í dag Gloría og er frá Rússlandi

 

05.01.2013 14:00

Sigurfari GK 138


                              1743. Sigurfari GK 138 © mynd úr Víkingi, 2008

05.01.2013 13:00

Dollart / ÍSNES / Gardsky / Celtic Sprait / Joy Express


                          Dollart síðar 1804. ÍSNES í UK © mynd shipspotting, PWR


                           Dollart síðar 1804. ÍSNES í UK © mynd shipspotting, PWR


               1804. Ísnes (1987-1994)  ex Dollart, smíðað í Þýskalandi 1976.© mynd shipspotting,  frode adolfsen


             1804. Ísnes, komið með norskt flagg, hér í Hollandi © mynd shipspotting, 20. nóv. 1991


              Gardsky ex 1804. Ísnes © mynd shipspotting, Russel Judge, 3. sept. 1999


                 Gardsky ex 1804. Ísnes, í Imminsham, UK © mynd shipspotting, PWR


                Celtic Spirit ex Gardsky ex 1804. Ísnes, í UK © mynd shipspotting,  Dwen Connelly, 21. mars 2010


              Joy Express ex Celtic Spirit ex Gardsky ex 1804. Ísnes í Istanbul, Tyrklandi © mynd shipspotting, Frank Behrends, 1, ágúst 2011


 

05.01.2013 12:00

Birgir RE 323

Þessi bátur sem var innlend smíði, endaði sögu sína á því að stranda á skeri utan við Sandgerðishöfn, þar sem Reynir GK 177 bjargaði áhöfninni tveimur mönnum.


                           1116. Birgir RE 323, í Reykjavíkurhöfn © mynd Valur

Smiðaður í Hafnarfirði 1970 og strandaði á Bæjarskerseyri við Sandgerði 8. október 1987 og brotnaði þar í spón.

Báturinn bar aðeins þetta eina nafn og var allan tímann í eigu sama aðila.


              1116. Birgir RE 323, á strandstað á Bæjarskerseyri utan við Sandgerði © mynd úr Árbók SLVÍ

05.01.2013 11:00

John Wulft / LAGARFOSS / Cita


              John Wulft, fyrsta nafnið,  síðar 1659. Lagarfoss © mynd shipspotting, Frits Olinga


              1659. Lagarfoss (83-93) ( skráð í St. John's 93-96) ex John Wulft,
              Smíðað í Þýskalandi 1977 © mynd shipspotting, har
, í Hollandi


                1659. Lagarfoss ex John Wulft, í Hollandi © mynd shipspotting, johs sins


                          1659. Lagarfoss © mynd shipspotting, Niels Eyde Hansen


                          1659. Lagarfoss, í Hull, UK © mynd shipspotting, PWR


                        Cita ex 1659. Lagarfoss, © mynd shipspotting, PWR
 

05.01.2013 10:00

Ásbjörn RE 50


           1509. Ásbjörn RE 50, á leið út úr Reykjavíkurhöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 2. jan. 2013

05.01.2013 09:00

Ægir og Þór


              1066. Ægir og 2769. Þór í Reykjavík um jólin sl. © mynd Sigurður Bergþórsson, í des. 2012

05.01.2013 08:58

Varðskip rákust á önnur skip í höfninni

mbl.is

Þór og Sæbjörg í Reykjavíkurhöfn. Árekstur varð þegar Þór yfirgaf höfnina síðastliðið sumar. stækkaÞór og Sæbjörg í Reykjavíkurhöfn. Árekstur varð þegar Þór yfirgaf höfnina síðastliðið sumar. mbl.is/Styrmir Kári

"Ég myndi kalla þetta nudd en það var ekkert tjón sem hægt er að tala um," segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Hann varð vitni að óhappi sem varð þegar unnið var að brottför varðskipsins Þórs út úr Reykjavíkurhöfn í júlí í sumar en skipið lá samhliða varðskipunum Tý og Ægi í höfninni. Ægir rakst á bóg skólaskipsins Sæbjargar og Týr lenti aftan til á stjórnborðssíðu sjómælingabátsins Baldurs.

"Þetta var sáralítið tjón. Það þurfti ekkert að gera við Sæbjörgu og eitthvað mjög lítið að gera við Baldur. Þór fór strax í eftirlit enda urðu engar skemmdir á honum frekar en Ægi eða Tý."

Þrátt fyrir að skemmdir hafi verið smávægilegar er Landhelgisgæslunni skylt að tilkynna atvikið til Rannsóknarnefndar sjóslysa, sem hefur nú gert skýrslu um málið en telur ekki tilefni til frekari