Eins árs makríll finnst í maga ufsans allt frá Eyjum að Öræfagrunni
Fimmtudagur 12. janúar 2012
Landhelgisgæslunni barst kl. 05:08 í morgun aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát með tvo menn um borð, sem staddur var út af Rittá, nærri Grænuhlíð. Komið hafði upp leki í vélarrúmi og unnu mennirnir að því að dæla handvirkt úr bátnum. Haft var samband við nærstadda báta og þeir beðnir um að halda á vettvang auk þess sem björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar-Friðriksson var kallað út. Óskað var eftir að áhöfnin klæddist til öryggis flotgöllum.
Nærstaddir bátar, Gunnar-Leós og Blossi voru komnir á staðinn um kl. 05:55. Gunnar-Leós tók þá bátinn í tog til móts við björgunarskipið Gunnar Friðriksson sem var kominn að bátnum kl. 06:32. Fóru tveir menn um borð með dælur og luku þeir dælingu um kl 07:05 og var hættuástandi aflýst. Voru bátarnir komnir til hafnar á Ísafirði um kl. 08:30.
Mynd úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga.
Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, blaðamaður og útgefandi, sem undanfarin misseri hefur opnað ljósmyndasafn sitt fyrir Skipasíðu Emils Páls Jónssonar í Reykjanesbæ hefur unnið við ljósmyndun og blaðamennsku síðan 1966 er hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu þar sem hann naut Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Að námi loknu var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekara náms í faginu í Bandaríkjunum.
Á árunum 1976-1979 starfaði Kristinn sem ljósmyndari og blaðamaður fyrir tímaritið Sjávarfréttir og eru myndirnar sem hafa nýverið birst á skipasíðu EPJ teknar á þessum árum og einnig er Kristinn starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Grindavík á níunda áratug síðustu aldar. Fréttaritarastarfið var þá aukastarf með verkstjórn í fiskvinnslufyrirtækinu Hópsnes hf í Grindavík sem hann var tengdur inn í fjölskylduböndum. Fréttaritaraárin til 1989 gáfu aragrúa skemmtilegra mynda frá sjávarsíðunni eða þar til Kristinn skellti sér á sjóinn og gerðist vinnslustjóri á togaranum Gnúp GK í Grindavík sem Þorbjörn hf. gerði út á saltfiskverkun á sjó. Stundaði Kristinn sjómennsku og verkstjórn næstu ár á eftir sem hann hefur síðan nýtt sér sem þekkingu við ljósmyndun og blaðamennsku síðustu árin en þau hefur hann ýmist helgað krafta sína Morgunblaðinu og nú síðast Fiskifréttum með greinum og myndum utan af sjó auk þess sem hann hefur átt fjölda mynda í dálknum "Leiftur frá fyrri tíð" eða Gamla myndin eins og dálkurinn er nefndur í daglegu tali.
Myndir Kristins hafa vakið mikla athygli fyrir fjölbreytni úr sjávarútveginum á liðnum árum og hve þær undirstrika hversu fljótt tímarnir breytast og hlutir sem eru sjálfsagðir í dag tilheyra sögunni á morgun, nánast!
Sama mynd og hér fyrir ofan, en greinin öll með
Norðmenn eru ekki eina nágrannaþjóð Íslendinga sem eru að endurnýja fiskiskipaflota sinn. Tilkynnt hefur verið að útgerðin Gitte Henning A/S í Danmörku hafi samið um smíði á nýju fiskiskipi sem afhent verði á næsta. Skipið verður stærsta fiskiskip Dana, 86,3 metrar á lengd, smíðað í Western Baltijaia skipasmíðastöðinni í Litháen.
Skipinu verður gefið nafnið Gitte Henning og leysir af hólmi núverandi skip með sama nafni sem smíðað var árið 2008, en það er 75,4 metrar á lengd. Það skip verður áfram í rekstri í Danmörku á vegum útgerðarinnar Asbjörn í Hirtshals.
Skip þeirra átta útgerð, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári, fiskuðu fyrir 72 milljarða króna eða 20% meira en árið áður, samkvæmt samantekt Fiskifrétta. HB Grandi er nú sem fyrr efsta fyrirtækið á þessum lista með nálægt 18 milljarða í aflaverðmæti.
Aflaverðmæti Samherjaskipanna (þeirra sem skráð eru á Íslandi) nam tæpum 14 milljörðum króna árið 2011. Í þriðja sæti er Brim með 8,4 milljarða, fjórði Þorbjörn (7,1 milljarður), Ísfélag Vestmannaeyja í fimmta sæti (7,1 milljarður), síðan Síldarvinnslan (6,2 milljarðar), svo FISK Seafood (6,1 milljarður) og loks Rammi í áttunda sæti (5,2 milljarðar).
Her er einn gamall þýskur togari, sem endaði fyrir rúmum 40 árum eða í sept. 1969 í pottinum í Danmörku
Franken NC 386 © mynd shipspotting, heizen, 1960
Franken NC 386, í Kiel Canal, Þýskalandi © mynd shipspotting, Hans-Wilhelm Delts, 1969