12.01.2012 17:10

Norsku loðnuskipin lögð af stað til Íslands

Norsk nótaskip mega veiða um 43.700 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni
Fiskifréttir 12. janúar 2012
Norskt loðnuskip
Fyrstu norsku nótaskipin eru nú á leið til Íslands til að taka þátt í vetrarvertíð á loðnu. Nótaskipunum hefur verið úthlutað um 43.700 tonnum innan íslensku lögsögunnar, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Norsk loðnuskip veiddu um 58.500 tonn af loðnu úr íslenska loðnustofninum síðastliðið sumar og fóru veiðarnar fram í grænlensku lögsögunni. Ef þau ná að veiða heimildir sínar í íslensku lögsögunni í vetur gæti afli þeirra farið í um 102 þúsund tonn samtals á sumar- og vetrarvertíð.