12.01.2012 17:30

Stærsta fiskiskip Dana

Samið um smíði á nýrri Gitte Henning sem afhent verður árið 2013.

Fiskifréttir 12. janúar 2012
Núverandi Gitte Henning sem smíðuð var árið 2008. (Mynd af vefsíðu útgerðarinnar).

Norðmenn eru ekki eina nágrannaþjóð Íslendinga sem eru að endurnýja fiskiskipaflota sinn. Tilkynnt hefur verið að útgerðin Gitte Henning A/S í Danmörku hafi samið um smíði á nýju fiskiskipi sem afhent verði á næsta. Skipið verður stærsta fiskiskip Dana, 86,3 metrar á lengd, smíðað í Western Baltijaia skipasmíðastöðinni í Litháen.

Skipinu verður gefið nafnið Gitte Henning og leysir af hólmi núverandi skip með sama nafni sem smíðað var árið 2008, en það er 75,4 metrar á lengd. Það skip verður áfram í rekstri í Danmörku á vegum útgerðarinnar Asbjörn í Hirtshals.