12.01.2012 19:10

Magnaðar myndir, frábært hjá Kidda og skemmtileg sjónarhorn

Fyrirsögnin er aðeins lítill hluti af þeim ummælum sem komið hafa fram í álytum um þær myndir sem birts hafa hér á síðunni eftir Kristinn Benediktsson. Álytin hafa ýmist birtst á Facebook, eða í tölvupósti til mín. Því ákvað ég nú að gera grein fyrir Kristni hér á síðunni


                             Kristinn Benediktsson © mynd úr Fiskifréttum

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, blaðamaður og útgefandi, sem undanfarin misseri hefur opnað ljósmyndasafn sitt fyrir Skipasíðu Emils Páls Jónssonar í Reykjanesbæ hefur unnið við ljósmyndun og blaðamennsku síðan 1966 er hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu þar sem hann naut Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Að námi loknu var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekara náms í faginu í Bandaríkjunum.

Á árunum 1976-1979 starfaði Kristinn sem ljósmyndari og blaðamaður fyrir tímaritið Sjávarfréttir og eru myndirnar sem hafa nýverið birst á skipasíðu EPJ teknar á þessum árum og einnig er Kristinn starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Grindavík á níunda áratug síðustu aldar. Fréttaritarastarfið var þá aukastarf með verkstjórn í fiskvinnslufyrirtækinu Hópsnes hf í Grindavík sem hann var tengdur inn í fjölskylduböndum. Fréttaritaraárin til 1989 gáfu aragrúa skemmtilegra mynda frá sjávarsíðunni eða þar til Kristinn skellti sér á sjóinn og gerðist vinnslustjóri á togaranum Gnúp GK í Grindavík sem Þorbjörn hf. gerði út á saltfiskverkun á sjó. Stundaði Kristinn sjómennsku og verkstjórn næstu ár á eftir sem hann hefur síðan nýtt sér sem þekkingu við ljósmyndun og blaðamennsku síðustu árin en þau hefur hann ýmist helgað krafta sína Morgunblaðinu og nú síðast Fiskifréttum með greinum og myndum utan af sjó auk þess sem hann hefur átt fjölda mynda í dálknum "Leiftur frá fyrri tíð" eða Gamla myndin eins og dálkurinn er nefndur í daglegu tali.

Myndir Kristins hafa vakið mikla athygli fyrir fjölbreytni úr sjávarútveginum á liðnum árum og hve þær undirstrika hversu fljótt tímarnir breytast og hlutir sem eru sjálfsagðir í dag tilheyra sögunni á morgun, nánast!


               Sama mynd og hér fyrir ofan, en greinin öll með