Færslur: 2011 Júní
23.06.2011 20:00
Örn KE 14

2313. Örn KE 14, í morgun, nýkominn úr viðhaldi í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 19:01
Tungufell BA 326


1639. Tungufell BA 326, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 18:00
Valþór NS 123

1081. Valþór NS 123, í Njarðvíkurhöfn í morgun

1081. Valþór NS 123, í Njarðvikurslipp nú síðdegis © myndir Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 17:04
Sigurfari og Örn

2313. Örn KE 14, nýkominn úr Njarðvikurslipp og 1743. Sigurfari GK 138, á leið í slippinn í morgun © mynd Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 16:43
Bergur VE 44

2677. Bergur VE 44, að koma inn til Vestmannaeyja um kl. 13 í dag © mynd Gísli Gíslason, 23. júní 2011
23.06.2011 12:04
Sigurfari GK 138



1743. Sigurfari GK 138, í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 11:50
Auðunn aðstoðar Örn

2313. Örn KE 14 og 2043. Auðunn, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 23. júní 2011
23.06.2011 09:30
Steinunn fékk góðan drátt frá Ólafi
Feðgar á Steinunni ST 26 fengu ágætan tog drátt hjá Ólafi ST 52, komu að landi um kl 16.30 í gær © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 22. júní 2011





23.06.2011 09:21
Aflaverðmæti og skemmtiferðaskip
23.06.2011 08:10
Þerney á Ísafirði
2203. Þerney RE 101, á Ísafirði í gær © mynd Hjalti Gunnarsson, á Þerney RE 101, 22. júní 2011
Þeir höfðu þarna stutta viðkomu, en eins og sést á myndinni stígur eimur frá fiskimjölsverksmiðju skipsins til himins.
23.06.2011 08:00
Brjánslækur
Bátar við Brjánslækjarhöfn og ferjan Baldur á útleið og gamall bátur á við Innri Múla á Barð.St. © myndir Jón Halldórsson, holmavik. 123.is





23.06.2011 07:35
Patreksfjörður
Bátar í og við Patreksfjarðarhöfn um síðustu helgi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is








23.06.2011 00:00
Svafar í Alvor í Portúgal
Heill og sæll félagi Emil Páll.
Núna er kallinn á gömlum heimaslóðum í Portugal. Hér væsir ekki um mann í 32 gr uppá hvern einasta dag.
Ég fór smá rúnt í gær (þriðjudag) á einn af uppáhalds stöðunum mínum en það er fiskimannahöfnin í Alvor og einnig rendi ég við í marinuni í Lagos.
Þessar myndir tók ég í þeirri ferð. Annars er lífið bara ljúft hér meðal gamallra vina og kunningja og við þælumst um hingað og þangað aðalega þangað hahahaha. Hér verðum við í 4 vikur en að því liðnu þá er það vinnan heima.
Sólarkveðjur frá Portugal.
- Birti ég nú fyrri pakkann sem hann sendi nú og er hann frá Alvor í Portugal, en sá síðari verður birtur eftir sólarhring, en hann er frá Lagos. - Vil ég nota tækifæri og senda honum kærar þakkir fyrir þessar skemmtilegu myndir, með von um að hann fari ekki illa í sólinni. hhhe - .
Nótabátur
Nótin
Nótin
Ekki er spilbúnaðurinn flókinn?
Einn að ditta að bátnum sínum
Bátalyftan
Fiskimannahöfnin í Alvor

Krabbagildrur

Sjómenn að ditta að veiðarfærunum 
Útgerðarbíllinn, hjólið © myndir Svafar Gestsson, 20. júní 2011
22.06.2011 23:30
Hilmir ÍS 39

Hilmir ÍS 39 © mynd af líkani, Sigurður Bergþórsson
22.06.2011 23:00
Baldur öflugur á Íslandsmiðum
Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun maí mánaðar farið til eftirlits um borð í rúmlega 100 báta á Íslandsmiðum. Gefin var út ein kæra og einnig smávægilegar athugasemdir gerðar, aðallega vegna lögskráningarmála sem hægt var að lagfæra með einföldum hætti. Er þetta þriðja sumarið í röð sem Baldur hefur verið notaður til fiskveiðieftirlits í samvinnu við Fiskistofu. Í áhöfn eru fjórir menn frá Landhelgisgæslunni auk tveggja eftirlitsmanna frá Fiskistofu.
Við eftirlit og skyndiskoðanir er sérstaklega horft til veiða á lokuðum svæðum, ólöglegra veiðarfæra, brottkasts, haffæris, búnaðar og réttinda áhafna. Einnig eru skipsskjöl, búnaður, lögskráning, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afli skoðaður.
Til samanburðar má nefna að á árinu 2010 fóru varðskip Landhelgisgæslunnar til skyndiskoðana um borð í 325 skip og báta innan íslensku efnahagslögsögunnar. Voru þá athugasemdir gerðar í 45,5% tilfella, gerðar voru athugasemdir í 12% tilfella þegar afli var skoðaður en í u.þ.b. þriðjungi tilfella voru gerðar athugasemdir við búnað og réttindi um borð.


