Færslur: 2011 Júní
04.06.2011 16:20
Sjómannadagurinn á Rifi - fyrri hluti
Hérna kemur fyrrihlutinn af syrpu frá hátíðarhöldum í Rifi í dag í tilefni sjómannadagsins á morgun, en Sigurbrandur Jakobsson tók myndirnar og fylgdi með svohljóðandi texti:
Það beit kalsalega í grímuna í dag sunnan eða suðvestan kaldi og 10° hiti, og í þetta sinn var ekki kappróður.
Fiskarnir á myndunum eru úr síðasta túr á Örvari SH á blálöngu, einn af þeim er meðal annas Vogmær.








Frá Sjómannadeginum á Rifi © myndir Sigurbrandur, 4. júní 2011
04.06.2011 15:09
Varla lengur sjávarútvegsbær
Hér áður fyrr voru sjómannadagshátíðarhöldin mjög áberandi og mikil í Keflavík, en nú er svo komið að þau eru engin og eini báturinn í Reykjanesbæ sem hefur flaggað á sjómannadaginn undanfarin ár er Baldur KE 97, sem er varðveittur uppi á landi og eina uppákoman er sá athöfn sem fer fram í Duushúsunum og fer hún fram í fyrrmálið. Enda er svo komið að ungviðurinn og margir aðrir bæjarbúar fussa og sveia yfir fiskifýlu eins og það kallar það. Dæmi um það að i fyrra þegar þúsundir hópuðust niður á bryggju að veiða makríl, bölvuðu þeir þegar bátar komu að landi og trufluðu veiðarnar. Já þvi miður er þetta orðið svona í mínum heimabæ, Keflavík. Birti ég því myndir af eina skreytta bátnum, bæði mynd síðan í fyrra og eins aðra sem ég tók í dag og vonandi mæti ég á þessu einu uppákomu í fyrramálið.
311. Baldur KE 97 í 5. júní 2010 © mynd Emil Páll



Þrjár neðri myndirnar tók ég af Baldri KE 97, í morgun © myndir Emil Páll, 4. júní 2011
04.06.2011 14:07
Frá Sjómannadeginum á Höfn
Svafar Gestsson sendi mér þessar myndir og texta frá Höfn:
Ég tók einn hring með myndavélina í morgun og hér koma nokkrar.Tek svo myndir frá hátíðahöldunum í dag og reyni að senda þér. Hér er sólskin og rjómablíða og allir í hátíðarskapi.
Um 6 leitið verður okkar góði skipstjóri Guðmundur Sveinbjörnsson með kveðjuhóf fyrir áhöfn sína í sal Skinneyjar Þinganes en hann lætur af störfum í dag eftir farsælann feril á sjónum. Við 3 vélstjórar frá Húsavík ásamt okkar frábæra söngvara honum Stjána Hauks munum flytja honum frumsamda bragi við góð sjómannalög. Að því loknu verður stormað á sjómannahóf í boði Skinneyjar Þinganess og skemmt sér fram á nótt.
2618. Jóna Eðvalds SF 200
2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2040. Þinganes SF 25
2040. Þinganes SF 25
2. Akurey SF 52
2731. Þórir SF 77
2403. Hvanney SF 51 og 2732. Skinney SF 20
2403. Hvanney SF 51, 2732. Skinney SF 20 og 2731. Þórir SF 77
2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250
173. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Svafar Gestsson, á Höfn, 4. júní 2011
04.06.2011 13:58
Osprey á Seyðisfirði
Þetta skip er á Seyðisfirði, kom í gær og liggur enn og tók Fúsi Gunn af því þessar myndir.



Osprey, á Seyðisfirði © myndir Fúsi Gunn, 3. júní 2011
04.06.2011 11:00
Elvis GK 80

2461. Elvis GK 80, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
04.06.2011 10:00
Garri GK 60

2612. Garri GK 60, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2. júni 2011
04.06.2011 09:00
Geirfugl GK 66

7136. Geirfugl GK 66, í Grindavík á Uppstigningardag © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
04.06.2011 00:00
40 tonna plastbátur








Báturinn, þ.e. skrokkurinn og yfirbygging, ásamt mótum, í Hafnarfirði á Uppstigningardag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011
03.06.2011 23:00
Vigri RE 71

2184. Vigri RE 71, í Reykjavíkurslipp í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
03.06.2011 22:00
Faxi RE 9

1742. Faxi RE 9, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
03.06.2011 21:00
Stafnes KE 130 í slipp


964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurslipp í kvöld © myndir Emil Páll, 3. júní 2011
03.06.2011 20:00
Sæfari ÁR 170




1964. Sæfari ÁR 170, í Njarðvík um kl. 19. í kvöld © myndir
Emil Páll, 3. júní 2011
03.06.2011 19:00
Eyjólfur Ólafsson GK 38

2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
03.06.2011 18:00
Sjóstangaveiðimót á Neskaupstað í dag

7243. Víkingur NK 3

6688. Sibba SU 20

7537. Stína frá Keldu SU 78

6688. Sibba SU 20

6595. Bliki SU 24

6595. Bliki SU 24

7537. Stína frá Keldu SU 78

6517. Ólsen NK 77

6595. Bliki SU 24

7303. Sandvíkingur NK 41

6517. Ólsen NK 77
7303. Sandvíkingur NK 41 © myndir Bjarni G., 3. júní 2011

