Færslur: 2011 Júní
11.06.2011 15:00
Margrét EA 710

2730. Margrét EA 710, í Las Palmas á Kanaríeyjum © mynd Shipspotting Nick Roe, í mars 2010
11.06.2011 12:27
Má ekki setja upp minningarskjöld ofan við Kinnabergi?
Velunnarí síðunnar sem vill ekki að nafn sitt birtist, sendi mér þessar myndir og texta. En við þeirri ósk hans að birta ekki nafnið verð ég auðvitað við, enda veit ég hver maðurinn er:
Nýlega fékk hann sér göngutúr út að Kinnabergi á Reykjanesi og fann þar ýmsa hluti úr flaki sem hann telur helst að sé úr Þorbirni RE 36 sem rak á land og ónýttis þar, þann 25. ágúst 1965 og í því slysi fórust fimm manns. Nýverið birti ég myndir af flaki bátsins og það sem þessi rakst nú á telur hann vera skelekti og rest af stýrishúsi og svo borð og band úr aftursíðu.Viðkomandi man ekki eftir að annar bátur hafi farið þarna upp og er því viss um að þetta er úr Þorbirni.
Finnst honum tímabært að setja upp Minningarskjöld á þessum stað því þarna fóru fimm menn upp í harða landi fyrir eintóm misstök og ruglings í samskiftaleiðum. Muna hann koma þessari hugmynd áleiðis á rétta staði, því þetta slys hefur einhvernveginn verið í þöggun en samt sem áður eitt sorglegasta slys sem orðið hefur þarna og eru enn snurvoðarbátar að vinna við svipaðar aðstæður og vonandi að þetta hendi aldrei aftur. Svipað slys henti reyndar undir Svörtuloftum fyrir fáum árum þegar þrír fórust eftir norðvestan hvell eins og átti sér stað þarna 
Rest af stýrishúsinu
Lúkarskappi og skelekt
Band og borð, allt talið vera úr 915. Þorbirni RE 36, sem rak á land eftir að hafa fengið togvír í skrúfuna og ónýttist, við Kinnaberg á Reykjanes 25. ágúst 1965. Í slysinu fórust fimm manns, en einum var bjargað © myndir velunnari síðunnar, í júní 2011
11.06.2011 11:00
Kristbjörg ÁR 177

239. Kristbjörg ÁR 177, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2010
11.06.2011 10:00
Hvassafell

Hvassafell, að koma inn með fullfermi að plasttunnum, til Vestmannaeyja © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssona, en upprunninn frá Skipadeild SíS
11.06.2011 09:10
Polarhav ex íslenskur

Polarhav N-15-ME ex 2140. Skotta o.fl., í Bodö, 13. jan. 2010 © mynd Shipspotting Sture Petersen
11.06.2011 08:26
Jökulfell

1448. Jökulfell. á leið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Reyðarfjarðar © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssonar, en upprunnið frá Skipadeild SÍS
11.06.2011 00:00
Tvö strönd á nýlegu skipi með stuttu millibili
Skipið kom á ytri höfnina í Tallinn 20. desember, en það var ekki fyrr en miðnætti á sjálfum áramótunum sem skipið var loksins tekið upp að bryggju og var það mjög tilkomin sjón að sigla inn undir rakettuskothríðinni og lúðraþyt skipanna í höfninni. Veran varð þó stutt því strax daginn eftir var skipið aftur sent út á ytri-höfnina og þar var það í 10 dag. Þá hófst losun sem lauk ekki fyrr en 19. janúar en þá var siglt til Kotka í Finnlandi og á leiðinni strandaði skipið við Orrengrum við Finnlandsstrendur.
Stór og öflugur dráttarbátur með tvær 11000 hestafla vélar tók í skipið, en sverir vírar slitnuðu eins og ekkert og því kom að lítinn hafnsögubátur með 24 hestafla vél og með því að smá toga fram og til baka tókst þeim litla að losa skipið af strandstað. Fór næsta vika í að þétta krókinn, áður en siglt var með vélarafli til Kiel í Þýskalandi og þaðan losnaði skipið ekki fyrr en í febrúar 1975.
Þá var skipið lestað með áburði sem átti að fara til Reyðarfjarðar, Raufarhafnar og Akureyrar, en sökum þess að Brúarfoss var á Raufarhöfn var ákveðið að fara til Húsavíkur í staðinn, en þó var fyrst farið til Akureyrar sem var heimahöfn skipsins.
Þann 7. mars 1975 var haldið af stað með stefnuna á Húsavík, en skipið strandaði við Flatey á Skjálfanda og losnaði þaðan 14. maí og þá fór það aftur til Kiel til viðgerðar og lauk þeirri viðgerð í ágúst 1975. Fór skipið nú til Archangæslk og sótti timbur og sigldi nú heim. Þar með lauk tveggja ára stanslausu úthaldi Tómasar um borð í skipinu, en hann hafði ekki tekið nein frí á þessum tíma.
Nánar má lesa í úrklippunum sem fylgja með, en fyrst sjáum við myndir af skipinu eins og það var fyrir strandið, þá myndir sem Tómas tók sjálfur af skipinu daginn sem það losnaði úr fyrri viðgerðinni í Kiel og svo fleiri myndir og úrklippur úr úrklippubók Tómasar.
Þá má geta þess að eftir því sem ég veit best þá heitir Hvassafellið í dag Joyce.

1200. Hvassafell © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssonar, en í upphafi frá Skipadeild SÍS

1200. Hvassafell © mynd úr Tímanum


1200. Hvassafell, lok fyrri viðgerðarinna í Kiel © mynd Tómas Knútsson, í feb. 1975










Úrklippur úr hinum ýmsu blöðum © úr úrklippubók Tómasar Knútssonar


1200. Hvassafell © myndir í eigu Björns og Tómasar Knútssona, er komu frá Skipadeild SÍS
10.06.2011 23:00
Sóley - blá og gul


1894. Sóley © myndir Hilmar Snorrason, 20. júlí 2010


1894. Sóley © myndir Hilmar Snorrason, 19. ágúst 2010
10.06.2011 22:00
Stapin FD 32 ex Gandí VE 171

Stapin FD 32 ex 2371. Gandí VE 171 © mynd Sverri Egholm
10.06.2011 21:00
Sæfari

2691. Sæfari, við Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, í ágúst 2008

2691. Sæfari, á Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, í maí 2011
10.06.2011 20:00
Jökulfellið í Njarðvík

Jökulfellið í Njarðvíkurhöfn © mynd í eigu Björns og Tómasar Knútssona, en ættuð frá Skipadeild SÍS
Af Facebook: Tómas J. Knútsson Jökulfellið sumarið 1992. Samskip sá um Varnarliðsflutningana og var Björn Knútsson svæðisstjóri í Norfolk. Ég skellti mér í hásetann og sigldi í eitt ár milli Íslands og USA
10.06.2011 19:00
Tvö fell í Holtagörðum

Tvö Sambandskip í Holtagörðum og sýnist mér að það sem er að koma, sé Dísafellið
© mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssona, en ættuð frá Skipadeild SÍS. Athyglisvert er að Dísafellið er ekki með neinn krana og því aðeins flutningaprammi í raun, nánar sést það á myndum sem ég mun síðar birta af skipinu.
10.06.2011 18:00
Skaftafell

1193. Skaftafell © mynd úr safni Tómasar Knútssonar, en kominn frá Skipadeild SÍS
10.06.2011 17:08
Arnarfell - Björn og Tómas Knútssynir
Vorið 1971, var hugur Tómasar að starfa um sumarið á bóndabæ í Danmörku hjá frændfólki sínu. En það þurfti að komast út og því varð úr að hann fékk að fljóta með Arnarfellinu, en var í staðinn aðstoðarmaður í matreiðslunni, var að skræla kartöflur og annað þ.u.l. Þannig vann hann fyrir ferðinni út og hafði síðan sama háttinn er hann kom heim um haustið og fór svo í skóla um veturinn.

9. Arnarfell © mynd í eigu Björns og Tómasar Knútssona, en ættuð frá Skipadeild SÍS

