Færslur: 2011 Febrúar
27.02.2011 15:00
Grindvíkingur GK 606 og Jón Kjartansson SU 111

1512. Grindvíkingur GK 606, að klára sig og 130. Jón Kjartansson SU 111, nýbúinn að kasta, á sumarloðnu við Jan Mayen © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 23. júli 1993
Þar sem það er svo stutt síðan ég flutti sögu þessara beggja báta hér á síðunni, sleppi ég því nú.
27.02.2011 14:00
Húnaröst RE 550



1070. Húnaröst RE 550, á sumarloðnu við Jan Mayen © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, 23. júlí 1993
Smíðaður í Sönderborg, Danmörku 1968, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.
Stórviðgerð hjá Stál hf., Seyðisfirði, eftir að hafa farið á hliðina í Dráttarbraut Þorgeirs & og Ellerts hf., Akranesi 1972. Lengdur og yfirbyggður 1977 hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. og var þá fyrsti stálbáurinn sem lengdur var og yfirbyggður hjá þeirri stöð. Lengdur atur í júní 1989.
Lá í Hornafjarðarhöfn frá því á árinu 2000 og þar til hann fór í brotajárn í Danmörku sumarið 2004.
Nöfn: Gissur hvíti SF 1, Víðir NK 175, Húnaröst ÁR 150, Húnaröst RE 550 og Húnaröst SF 550.
27.02.2011 13:00
Svanur RE 45


1029. Svanur RE 45 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, í júlí 1992
Smíðaður í Flekkefjord, Noregi 1967. Lengdur og yfirbyggður 1979. Seldur úr landi til Dubai, 2003.
Nöfn: Brettingur NS 50, Esjar RE 400, Svanur RE 45 og Svanur RE 40.
27.02.2011 12:08
Sæunn VE 60

210. Sæunn VE 60, í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1972 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
Skrokkurinn smíðaður í Brandenburg, Austur-Þýskalandi 1961, skrokkurinn síðan deginn yfir til Den Heldin og þar var var vélin og stýrishús sett niður og báturinn innréttaður og allur lokafrágangur unninn.
Úrelding 3. sept. 1994.
Nöfn: Arnfirðingur II RE 7, Sæunn GK 343, Sæunn VE 60, Særún HF 60, Hafnarey SU 210, Hafnarey SH 210 og Sigurvon SH 121
27.02.2011 11:00
Sigurður RE 4 á sumarloðnu



183. Sigurður RE 4, á sumarloðnu við Jan Mayen © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, 23. júlí 1993.
Smíðaður í Bremenhaven, Vestur-þýskalandi 1960 sem botnvörpungur (síðutogari), yfirbyggður og breytt úr botvörpungi í fiskiskip 1978. Fyrstu árin eftir þá breytingu var skipið notað eins og hvert annað fiskiskip, en síðan varð það eingöngu nótaskip.
Vetrarvertíðina 1982 var skipið gert út af Hraðfrystistöðinni í Keflavík og varð þá stærsta fiskiskipið sem gert hefur verið út frá Keflavík, auk þess sem það var þá stærsta netaskipið í heiminum.
Frá upphafi hefur það alltaf borið nafnið Sigurður, en var fyrst ÍS 33, síðan RE 4 og er nú VE 15.
27.02.2011 10:00
Kap II VE 4


79. Kap II VE 4, í Vestmannaeyjum 1972 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Smíðaður í Brandenburg, Austur-Þýskalandi 1960, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar
Tekinn af skrá 3. nóv. 1986. Eftir að hann var ónýtur var báturinn dreginn upp í fjöru við Narfeyri á Skógarstörönd og lagt þar utan í smá eyju og var þar síðast er ég vissi.
Nöfn: Halkion VE 205, Kap II VE 4, Sólfari AK 170, Sædís ÁR 14, Örn SH 248 og Andey II SH 256
27.02.2011 09:20
Eyjafloti í höfn, árið fyrir gos

Hér má sjá nokkra eyjabáta í höfn í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1972, eða rétt rúmu ári fyrir gos © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
27.02.2011 08:15
Fjöldi loðnubáta á Stakksfirði í gærmorgun
Síðustu nótt voru þeir enn fleiri, en fóru út áður en birti.

2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði í gærdag, hann var þó ekki í vari, heldur að vinna loðnu um borð © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011
27.02.2011 00:00
Geggjaðar myndir og mikið líf

220. Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100

264. Þórður Jónasson EA 350 á loðnumiðum SA lands, árið 2000

Sama og myndin næst fyrir ofan þessa

1035. Heimaey VE 1

1413. Harpa VE 25

Alls ekki öruggur um skipsnöfnin

Trúlega 1413. Harpa VE 25 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
26.02.2011 23:00
Stafnes KE á lúðuveiðar

964. Stafnes KE 130, í Njarðvikurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011
26.02.2011 22:00
Óli Gísla GK 112

2714. Óli Gísla GK 112, siglir út úr Njarðvíkurhöfn í dag

2714. Óli Gísla GK 112, kemur inn til Keflavíkur skömmu síðar í snjómuggunni



© myndir Emil Páll, 26. feb. 2011
26.02.2011 21:00
Axel og Hákon


Hér sjáum við flutningaskipið Axel á leið inn Stakksfjörð með stefnuna á Njarðvík í dag og er hann þarna að sigla fram hjá 2407. Hákon EA 148 sem er á reki, enda skipverjar í óðaönn að fyrsta loðnu um borð eða jafnvel kreista hrogin úr henni og frysta þau.
Það er af Axel að segja að það var virkilega gaman að sjá hann sigla til hafnar í Njarðvík, þar sem hann þurfti engan hafnsögumann, enda er skipstjórinn Njarðvíkingurinn Jón Magnússon, fæddur og uppalinn við sjóinn í Njarðvik og þekkir því innsiglinguna eins og puttana á sér. Aðfaranótt mánudagsins birti ég myndasyrpu sem ég tók af skipinu koma til Njarðvíkur, en á þeim sést eins og þessum hér fyrir ofan mismunandi birtuskilyrði, ýmist snjókoma, eða ekki og sólin ýmist á móti eða með manni og því verða menn að skoða myndirar með það fyrir augum. © myndir Emil Páll, 26. feb. 2011
26.02.2011 20:00
Júpiter FD 42

Júpiter FD 42, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll 26. feb. 2011
26.02.2011 19:00
Fagraberg FD 1210 og færeysk umfjöllun


Fagraberg FD 1210, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 26. feb. 2011
Færeyski vefurinn skipini.fo fjallar um veru skipsins í Helguvík á þennan veg:
| Fagraberg fer inn at kroka |
26.02.2011 18:09
Mannlaust á reki í þrjá mánuði
| Skip hevur rikið mannleyst í tríggjar mánaðir |
| Skrivað hevur Sverri Egholm |
| leygardag, 26. februar 2011 17:00 |
|
Tangaskipið Esperanza, ið er merkt 2.100 DWT, er nú sleipað inn til Port Victoria á Seychell oyggjunum. Teir leitaðu eftir tí, men funnu tað ikki fyrrenn 21. februar eydnaðist teimum at finna skipið. Tá var tað meira enn 500 fjórðingar frá støðuni, har manningin í desembur mánað fór av tí. |

