Færslur: 2011 Febrúar
07.02.2011 08:58
Minnie SU 576

© mynd af síðu Hoffells SU 80
Nöfn: Úlfur RE 197, Minnie EA 523, Minnie SU 576, Minnie EA 758 og Sæunn GK 137
Skrifað af Emil Páli
07.02.2011 08:25
Von SU 386

906. Von SU 386 © mynd af síðu Hoffells SU 80
Smíðaður í Kaupmannahöfn, Danmörku 1907. Hækkaður og endurbættur á Eskifirði 1920. Endurbyggður á Eskifirði, 1933, 1934 og í þriðja sinn á Eskifirði 1943. Lengdur 1943. Talinn ónýtur 4. apríl 1966.
Nöfn: Sleipnir SU, Austri SU 386, Von SU 386 og Von GK 280,
Skrifað af Emil Páli
07.02.2011 00:00
Grímsnes GK 555
Það er alltaf skemmtilegra að taka myndir þegar sólin leikur með manni, eins og sést á þessari myndasyrpu af 89. Grímsnesi GK 555, er báturinn var að koma inn til Njarðvíkur sl. laugardag.












89. Grímsnes GK 555, að koma inn til Njarðvíkur sl. laugardag © myndir Emil Páll, 5. feb. 2011












89. Grímsnes GK 555, að koma inn til Njarðvíkur sl. laugardag © myndir Emil Páll, 5. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 23:00
M.Solhaug

M.Solhaug © mynd Guðni Ölversson
Það eina sem ég veit um þennan bát, er að kerfið í honum var eitthvað að flækjast fyrir mönnum og málin gengu ekki upp fyrr en ráðinn var íslenskur skipstjóri og íslenskur vélstjóri.
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 22:00
Rán SU 58

727. Rán SU 58 © mynd af síðu Hoffells SU 80
Smíðaður í Faaborg, Danmörku eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn var úreldur í apríl 1989. Bútaður niður í tvennt hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur og bútarnir geymdir þar, þangað til þeir voru brenndir. Fremri hlutinn á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 31. des. 1990 og aftari hlutinn á sama stað og af sama tilefni 31. des. 1992.
Bar eftirfarandi nöfn: Akurey SF 52, Rún SU 58, Gissur ÁR 75, Gissur ÁR 6, Hraunsvík GK 68 og Baldvinson EA 410
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 21:00
Elding

1047. Elding, út af Leirunni í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 20:50
Vogmær, ekki Síldarkóngur

Vogmær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. feb. 2011
Eftir að myndin var komin inn, kom í ljós að hér var á ferðinni 1.20 m Vogmær sem þeir á Sægrími GK, fengu í netin í dag.
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 15:00
Búðafell SU 90

Landfestar leystar fyrir ferð til Póllands, á 1940. Búðafelli SU 90, ex Rósu HU © mynd Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 14:00
Þorri SU 402

1077. Þorri SU 402 með fullfermi að síld, til Fáskrúðsfjarðar

© myndir Óðinn Magnason
Smíðaður á Ísafirði 1969, Lengdur 1975 og yfirbyggður 1989. Úrelding í ágúst 1995 og seldur til Noregs í brotajárn 16. nóv. 1995
Nöfn: Kofri ÍS 41, Jón á Hofi ÁR 41, Jóhann Gíslason ÁR 41, Þorri SU 402, Þorri HF 183 og Þorri GK 183.
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 13:17
Beitir NK 123 til Neskaupstaðar
Hér eru nokkrar myndir af Beiti þegar hann kom rétt fyrir hádegi með loðnu í frystingu og af athafnasvæði Síldarvinnslunnar, sem Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað.







2730. Beitir NK 123, kemur til Neskaupstaðar á tólfta tímanum í morgun © myndir Bjarni G., 6. feb. 2011







2730. Beitir NK 123, kemur til Neskaupstaðar á tólfta tímanum í morgun © myndir Bjarni G., 6. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 13:00
Birkir SU 519

Birkir SU 519 © mynd Guðni Ölversson, 1962
Smíðaður í Svíþjóð 1943 og bar nöfnin: Gullfaxi NK 102, Sæfaxi NK 102 og Birkir SU 519. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1964
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 12:00
Bjarni Ólafsson AK 70

1504. Bjarni Ólafsson AK 70 © mynd Guðni Ölversson
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 11:15
Þórshamar GK 75

Löndunarhópur á 1501. Þórshamri GK 75 © mynd Guðni Ölversson

1501. Þórhamar GK 75: Snurpað © myndir Guðni Ölversson
Þessi var smíðaður í Vaagland Noregi 1974 og keyptur hingað til lands frá Færeyjum 1977 og seldur síðan aftur úr landi og þá til Englands árinu síðar og aftur keyptur hingað aftur eftir annað ár. Fór í gegn um mikla lengingu og algjöra endurnýjun ofan þilfars.
Hérlendis bar það aðeins þetta eina nafn, nema þegar það var notað í kvikmyndina Hafið sem tekin var upp á Neskaupstað en þá hét það Hamar ÓF 25. Endalokin urðu siðan potturinn frægi og þangað sigldi það fyrir eigin vélarafli þ.e. til Danmerkur í apríl 2004
Skrifað af Emil Páli
06.02.2011 10:00
Skarðsvík SH 205
1416. Skarðsvík SH 205 © mynd eyjan.is
1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Guðni Ölversson
Þessi er að nafninu til ennþá, en held að hann liggi bara í Eyjum og sé ekki í útgerð. Hlutskipti bátsins hefur einmitt mikið verið að liggja bara við bryggju verkefnaslaus.
Hér er á ferðinni systurskip Gullbergs sem var í færslunni hér á undan og hefur hann borið eftirfarandi nöfn: Skarðsvík SH 205, Skrarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og núverandi nafn er: Hafursey VE 122. Undir tveimur síðustu nöfnunum hefur hann mest verið bundinn við bryggju.
Skrifað af Emil Páli

