Færslur: 2011 Febrúar
12.02.2011 23:00
Gullberg VE 292

2363. Gullberg VE 292 © Shipspotting, Aage, 4. apríl 2005

2363. Gullberg VE 292 © Hilmar Snorrason, 25. júní 2006

2363. Gullberg VE 292, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason
12.02.2011 22:00
Sunnuberg NS 70

2336. Sunnuberg NS 70, í Alesund © Shipspotting, Aage, 22. jan. 2005

2336. Sunnuberg NS 70, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 15. mars 2005
12.02.2011 21:00
Magnús SH 205

1343. Magnús SH 205, út af Snæfellsnesi © mynd Hilmar Snorrason

1343. Magnús SH 205, í Rifshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 11. feb. 2010
12.02.2011 20:00
Kap II VE 7

1062. Kap II VE 7, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, í sept 2009
12.02.2011 19:00
Reynir GK 177

1105. Reynir GK 177, í slippnum á Húsavík © mynd Hilmar Snorrason, 27. júní 2005
12.02.2011 18:00
Bugga SH 102, mikið breytt

2090. Bugga SH 102, eins og báturinn er í dag, á Hellissandi © mynd Reynir Axelsson, feb. 2011

2090. Bugga SH 102 © mynd Alfons Finnsson

2090. Bugga SH 102, við bryggju í Rifshöfn © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
12.02.2011 17:00
Reynir GK 355

733. Reynir GK 355. í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006
12.02.2011 16:00
Náttfari

993. Náttfari, á Húsavík © mynd Hilmar Snorrason, 20. ágúst 2009
12.02.2011 15:13
Lundi RE 20

950. Lundi RE 20, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 20. júlí 2010
12.02.2011 14:53
Nýr eigandi að fiskvinnslunni á Flateyri
Verið er að leggja lokahönd á kaupsamning á öllum eigum þrotabús Eyrarodda ehf., á Flateyri. Um er að ræða allar fasteignir þrotabúsins, fiskvinnsluna og skrifstofuhúsnæðið, og krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS. Kaupandinn er fyrirtækið Lotna ehf., þar sem útgerðarmaðurinn Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Kristjánsson skipstjóri eru í forsvari. "Við erum á leiðinni vestur um helgina og byrjum að ráða fólk í vinnsluna strax í næstu viku. Þá er stefnan að hefja vinnslu á allra næstu vikum," segir Kristján, en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri vinnslunnar og flytja vestur í framhaldinu. Félagið hefur yfir nokkrum bátum að ráða s.s. Kristrúnu HF, 196 brl. línubeitningarbát, Stefáni BA, 50 tonna snurvoðarbát, krókaaflamarksbátinn Blikaberg og strandveiðibátinn Huldu HF. Lotna ehf., er skráð til heimilis á Álftanesi
Vegna þess sem fram kemur í fréttinni hér að ofan, þá heitir þessi 196 brl. tonna Kristbjörg ÁR 177, en ekki Kristrún HF, a.m.k. ekki ennþá og eins heitir Blikaberg ennþá Bliki ÞH 177
12.02.2011 14:18
Gripdeild stöðvuð í draugaskipi
Síðustu átta mánuði hefur skip, sem merkt er nafninu Helen Guard, legið við hafnarbakkann á Seyðisfirði í farbanni. Skipið var stöðvað í maí í fyrra og þrír skipverjar þess handteknir og yfirheyrðir grunaðir um að tengjast umfangsmiklu fíkniefnamáli í Hollandi. Enginn veit hver á skipið, enginn gerir tilkall til þess og á meðan liggur það nánast óhaffært við höfnina.
Lárus Bjarnason, lögreglustjóri á Seyðisfirði, segir að tollurinn hafi haft reglulegt eftirlit með skipinu síðan það kom enda væri það í farbanni og sé ótollafgreitt. Það eftirlit hefur reynst nauðsynlegt því á dögunum kom upp mál þar sem maður í bænum hugðist hirða ljósavél úr skipinu.
"Við heyrðum af því að eitthvað slíkt væri í uppsiglingu og stoppuðum það bara af þannig að ekkert varð úr því. Þetta var aðili sem ætlaði að nýta sér þessa vél. Hann áttaði sig ekki á því að þetta væri bara ekki heimilt. Svo veit maður ekki hvort einhverju smálegu hafi verið stolið þarna um borð, það getur verið erfitt að koma í veg fyrir það " segir Lárus í samtali við DV.
12.02.2011 14:07
Ísafold HG 333

'Isafold HG 333, í Hirsals, Danmörku © mynd Shipspotting, Per Karlsson, 20. maí 2009

Ísafold HG 333, í Skagen © mynd Shipspotting, Benny Elbæk, 18. feb. 2010
12.02.2011 10:55
Magni fylgdi Helgu RE til Reykjavíkur
Áður en farið var af stað var þó reynt að ná akkerinu upp af Helgunni en það tókst ekki og verður reynt að ná því á morgun, þar sem betri veðurspá er á morgun, en varðandi daginn í dag.
Þá er ljóst að mjög litlu munaði að skipið ræki vélarvana upp í kletta við Helguvík og því var akkertið látið falla og greip það festu á síðustu stundu. Kom það síðan í hlut hafnsögubátsins Auðuns að koma Helgu að bryggju í Helguvík í gærkvöldi.


2749. Helga RE 49, í Helguvík á síðasta ári © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010

Ef myndin er vel skoðuð má sjá fyrir henni miðri, belginn sem er festur við akkeriskeðjuna framan við innsiglingaopið í Helguvík © mynd Emil Páll, 12. feb. 2011
12.02.2011 10:45
Margrét EA 710

2730. Margrét EA 710 © mynd Shipspotting, Sture Petersen, 13. okt. 2008
12.02.2011 09:17
Aðalsteinn Jónsson SU 11


2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, á Reyðarfirði © myndir Shipspotting, Jón Páll, 30. mars 2008
