Færslur: 2010 Desember
22.12.2010 07:44
Eldur um borð í Oddeyrinni
Mikill reykur gaus upp í vélarrúmi togarans Oddeyrar EA þeagr hann var rétt ókominn að bryggju við Krossanes á Akureyri um klukkan hálf fimm í nótt. Vélarrúmið var lokað af og kallað á slökkvilið Akureyrar, sem beið á bryggjunni þegar togarinn lagðist að.
Áhöfnin var þá við öllu búin og vélstjórarnir höfðu áttað sig á að lega í stórum rafal hafði yfirhitnað með þessum afleiðingum, en engin eldur logaði.
Vélarrúmið var reykræst og munu litlar sem engar skemmdir hafa orðið nema á rafalnum.
Í febrúar kom upp reykur í vélarrúmi sama skips þegar það var bundið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
21.12.2010 23:00
Aðalbjörg II RE 236

1269. Aðalbjörg II RE 236, í slippnum á Akranesi © mynd Sigurbrandur, 21. júlí 2010
21.12.2010 22:00
Hrungnir GK 50

237. Hrungnir GK 50. í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 21:00
María ÁR 61 og Jón á Hofi ÁR 62

2065. María ÁR 61 og 1562. Jón á Hofi ÁR 62, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson
21.12.2010 20:00
Öndin AK 58

7664. Öndin AK 58, á Akranesi © mynd Sigurbrandur, 21. júli 2010
21.12.2010 19:00
Bobby 11 ÍS 372

7604. Bobby 11 ÍS 371 © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 16:50
Sævaldur VE 360

6549. Sævaldur VE 360 © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 16:16
Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60

2706. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 15:28
ESB skellir löndunarbanni á Ísland
Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, undirbýr nú löndunarbann á íslenskan fisk innan Evrópusambandsins og ætlar að beita fyrir sig ákvæði í samningum um Evrópska efnahagssvæðið til þess samkvæmt heimildum DV í Brussel.
Hugsanlega verður gefin út yfirlýsing um málið í dag. Málið tengist makrílstríðinu en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gaf út 147 þúsund tonna makrílkvóta fyrir skemmstu í trássi við vilja Evrópusambandsins, Norðmanna og annarra.
Ákvæðið sem Damanaki hyggst beita hljóðar sem svo að ESB (eða Ísland) geti neitað að landa fisk sem sameiginlegir hagsmunir eru um ef upp kemur "alvarlegur ágreiningur um nýtingu hans."
Heimildir DV herma að Damanaki sé nú að leggja drög að því að beita þessu ákvæði í deilunni við Íslendinga og senda þar með skýr skilaboð til Íslendinga. Eftir er að sjá hvort ákvæðið verður aðeins látið gilda um löndun á makríl sem veiddur er af Íslendingum.
Samkvæmt heimildum DV hefur Damanaki sent forseta sameiginlegu EES-nefndarinnar formlega beiðni um fund vegna málsins. Hann skuli fram fram við allra fyrsta tækifæri og eigi síðar en 14. janúar næstkomandi til að ræða áform ESB um löndunarbann á íslenskan fisk.









