Færslur: 2010 Desember

17.12.2010 20:00

Þinganes SF 25


                      2048. Þinganes SF 25, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson

17.12.2010 19:51

Bæjarstjórn Grindavíkur mótmælir ákvörðun sjávarútvegsráðherra

Af vefnum grindavik.is:

Bæjarstjórn Grindavíkur hvetur sjávarútvegsráðherra til að draga til baka ákvörðun um að banna blöndun fjölfosfata í saltfisk og léttsaltaðan fisk en þetta kemur fram í bókun á fundi bæjarstjórnar. Samkvæmt núgildandi reglum er ekki búið að taka fyrir notkun á fjölfosfötum í saltfiskframleiðslu. Bæjarstjórn telur því eðlilegra að ráðherra fylgi m.a. fordæmi Dana og Færeyinga og bíði niðurstöðu Evrópusambandsins, sem skoðar nú að heimila notkun á fjölfosfötum í saltfiskframleiðslu.

Ljóst er að um verulega hagsmuni er að ræða fyrir íslenska saltfiskframleiðendur og nauðsynlegt að þeir sitji við sama borð og framleiðendur í öðrum löndum. Áætlað er að framleiðsla á saltfiski skapi um 30 milljarða útflutningstekna á Íslandi, en þar af komi að minnsta kosti 20% frá Grindavík.

Bæjarstjórn Grindavíkur býður sjávarútvegsráðherra í heimsókn til Grindavíkur til að kynna sér málið með bæjaryfirvöldum og saltfiskframleiðendum.

17.12.2010 19:00

Nökkvi ÁR 101


            2014. Nökkvi ÁR 101 © myndir Ragnar Emils, 5. ágúst 2007 og yngri

17.12.2010 18:08

Myndband af björgun smábáta og flotbryggju í Sandgerði í dag

Af 245.is:

Flotbryggjan og fjölmargir smábátar í hættu (Myndband)

Gífurlega mikið rok er nú í Sandgerði og eru björgunarsveitarmenn Sigurvonar um allan bæ í hinum ýmsu útköllum. Trampolín, kör og ruslatunnur hafa fokið og núna um klukkan 17°° í dag unnu meðlimir Sigurvonar að því að bjarga flotbryggjunni og bátunum sem þar eru.

Smellið hér til að horfa á björgunina við flotbryggjuna.

17.12.2010 18:00

Jón Klemenz ÁR 313
   1748. Jón Klemenz ÁR 313 © myndir Ragnar Emils fyrir all mörgum árum

17.12.2010 17:50

Gamli Þór rak í strand

Af mbl.is:

Gamla varðskipið Þór hefur losnað frá bryggju í Gufunesi og strandað í fjörunni. Skv. upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er verið að skoða næstu skref, þ.e. hvort draga eigi skipið aftur á flot eða láta það liggja þar til veðrinu slotar.

Verður sú ákvörðun tekin í samráði við eigendur skipsins.

17.12.2010 17:21

Sigurfari GK 138


          1743. Sigurfari GK 138, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilssson, 20. okt. 2006

17.12.2010 16:00

Þuríður Halldórsdóttir GK 94
    1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94, í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, 20. okt. 2006

17.12.2010 15:24

Vörðurfell GK 205


                            1631. Vörðufell GK 205 © mynd Ragnar Emilsson

17.12.2010 13:38

Fyrrum útgerðarmaður og sjómaður á fallegasta jólahúsið í Sandgerði

Af 245.is

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar veitti viðurkenningu fyrir Jólahús Sandgerðisbæjar 2010 í gær 16. desember.  Í ár var það Stafnesvegur 3 sem hlaut viðurkenninguna en er það hús áberandi vel skreytt og hefur fallega heildarmynd.

Eigandi hússins er Grétar Pálsson.  Auk viðurkenningar fékk Grétar gjafabréf frá Hitaveitu Suðurnesja að verðmæti 20.000 kr.  Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar afhenti viðurkenninguna en Guðrún Jóna Jónsdóttir barnabarn Grétars tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Í Umhverfisráði eru:

Alda Smith formaður
Elín Frímannsdóttir
Gróa Axelsdóttir

Starfsmaður ráðsins er Birgir Haraldsson deildarstjóri umhverfis- og skipulagsmála Sandgerðisbæjar.


Jólahúsið í Sandgerði í ár var einnig árið 2007  © myndir og texti Lífið í Sandgerði, 245.is

Grétar Pálsson, var m.a. útgerðarmaður og sjómaður á Sæljóma GK 150

17.12.2010 13:09

Opin sandströnd við Skarfaklett

Af vef Faxaflóahafna:

Líitið leyndarmál við Sundahöfn er orðið aðgengilegt almenningi, en það er sandströndin við Skarfaklett.  Sjósundfólk þekkir staðinn, en hingað til hefur hann verið varinn af öflugum grjótgarði og ekki aðgengilegur.  skarfaklettur_2010

Nú er búið að rjúfa grjótvörnina og opna gönguleið með tröppum niður á sandinn sem liggur að Skarfakletti.  Með því opnast fallegur staður á Sundahafnarsvæðinu og upplagt fyrir mömmur og pabba og afa og ömmur að fara með börnin og barnabörnin á sandinn og komast í snertingu við sjóinn.  Nokkrar umhverfisbætur verða á næstunni gerðar í grennd við svæðið því lagt verður slitlag á svonefndan Skarfagarð og á enda hans verður komið fyrir innsiglingarvita, sem verður eins og vitarnir sem varða innsiglinguna í Gömlu höfnina í Reykjavík.  Þeir innsiglingavitar hafa verið eins allt frá árinu 1917 og því fer vel á því að sams konar viti komi á Skarfagarðinn.

Það var fyrirtækið SS Hellulagnir sem vann verkið við Skarfklett fyrir Faxaflóahafnir sf.  Um leið og allir eru boðnir velkomnir á sandinn við Skarfklett er minnt á að alltaf skal hafa aðgát í samskiptum við Ægi og góð umgengni á svæðinu er sjálfsögð.

17.12.2010 13:00

Múlaberg ÓF 32


   1281. Múlaberg ÓF 32, í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, tvær neðri 24. okt. 2006, en sú efsta eitthvað eldri

17.12.2010 12:16

Jón Gunnlaugs ÁR 444 og Sæfari ÁR 170


     1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 og 1964. Sæfari ÁR 170, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emils 20. okt. 2006

17.12.2010 10:01

Sólfari AK 170


                    1156. Sólfari AK 170 © mynd Ragnar Emilsson

17.12.2010 09:02

Reginn HF 228, með gamla stýrishúsinu


   1102. Reginn HF 228, með gamla stýrishúsinu © mynd Ragnar Emilsson 3. okt. 2007