Færslur: 2010 Desember

05.12.2010 18:00

Loftur Baldvinsson EA 124

Þessi hefur áður verið kynntur hér á síðunni, en hann var smíðaður í Noregi 1963 og bar hér nöfnin Loftur Baldvinsson EA 124, Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og Gunnar Bjarnason SH 25 og endaði síðan með sölu til Noregs 1995 og fór þaðan í pottinn, en veit ekki hvenær.
                       144. Loftur Baldvinsson EA 124 © myndir úr Víkingi

05.12.2010 17:00

Keflvíkingur GK 400 og Faxi GK 95

Hér sjáum við nokkra báta í smíðum hjá Skipasmíðastöð Péturs Wigelund í Innri-Njarðvík frá árum rétt fyrir miðja síðustu öld og mun ég nú nefna sögu þeirra tveggja sem eru fremst á myndinni. Báðir bátarnir eru teknaðir og smíðaðir undir stjórn Péturs Wigelund

Fremstur er Keflvíkingur GK 400 sem síðar varð Keflvíkingur KE 44 og náði 11 ára aldri, en þá brann hann og sökk um 80 sm. NV. af Garðskaga 16. júlí 1951. Var báturinn sá fyrsti íslenski sem notaði gúmíbjörgunarbát, en það gerðist er hann sökk.

Báturinn hljóp af stokkum 28. feb. 1940 og var á þeim tíma talinn stærsta tréskipið sem míðað hefur verið á Suðurnesjum og stendur það trúlega ennþá, þar sem hann mældist 70 tonna bátur.

Sá næsti í röðinni er 833. Faxi GK 95 en hann hljóp af stokkum árið áður, eða 1939 og bar síðan nöfnin Faxi ÍS 118, Faxi ÁR 25 og lengst af var það Sæfaxi VE 25. Var hann úreldur 1. ágúst 1990. Hann var brotinn niður og brenndur á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum í jan. 1991.


          F.v. Keflvíkingur GK 400 og síðan kemur 833. Faxi GK 95 © mynd úr Víking

05.12.2010 16:00

Reykjanes

Hér er um að ræða danskt vaktskip, áður fiskiskip, sem er með IMO töluna 7392311 fyrir þá sem kunna að grúska og vilja fá að vita nánar um skipið.

Þó get ég upplýst að árið 2005 var það með skráninguna Reykjanes E 157 (frá Esbjerg), en áður hafði það borið nöfnin Hele Smith og þar á undan Triane


                                     Reykjanes © Nort-Sea-Shipsbrokeren

05.12.2010 15:00

Minerva Doxa


         Minerva Doxa, í Norðursjó © mynd MarineTraffic, í okt. 2007

05.12.2010 14:04

Melisandre


                                 Melisandre © mynd MarineTraffic, í jan. 2007

05.12.2010 13:02

Heinrich G


                 Heinrich G. © mynd MarineTraffic, J. Viana, í jan. 2007

05.12.2010 12:00

Elisabeth YE 139


        Elisabeth YE 139, í Norðursjó © mynd MarineTraffic, Bart Westerdufn í okt. 2007

05.12.2010 11:30

Eldur út frá vél Lágeyjar ÞH

Í gær kom upp eldur í vél á Lágey ÞH, sem var á leið frá Sandgerði til Húsavíkur. Slökktu skipverjar sjálfir eldinn sem ekki var verulegur og sigldu bátnum inn til Patreksfjarðar, þar sem skipt verður um stykkið sem brann, en það var svonefnt Relí sem var við sjókælirinn. Um leið og gert var við bátinn hjá Sólplasti í Sandgerði, var vélin og tilheyrandi tekið upp á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík.
Eftir að skipt hefur verið um stykkið sem brann, mun báturinn halda áfram ferð sinni til heimahafnar á Húsavík.


                   2651. Lágey ÞH 265, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, des. 2010

05.12.2010 11:02

Deutzland


                  Deutzland © mynd MarineTraffic, Ralf Grabbert, í okt. 2007

05.12.2010 10:03

Dar Mlodziezy


             Dar Mlodziezy © mynd MarineTraffic, A. Modersitzki, í ágúst 2010

05.12.2010 00:00

Jörundur III RE 300 / Ásver VE 355 / Sæborg RE 20 / Sæborg GK 457

Árið 1964 komu tvö systurskip sem sama útgerðin lét smíða í Selby í Englandi og það skip sem ég segi nú sögu bæði í myndum og máli sökk á síldarmiðunum rúmlega 30 ára gamalt, en hitt skipið er ennþá til og síðustu nótt birti ég myndir af því, þó ekki söguna hvorki í máli né myndum.


     254. Jörundur III RE 300, sjósettur í Selby í Englandi © mynd úr Flota Tálknafjarðar


             254. Jörundur III RE 300 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur


                        254. Ásver VE 355 © mynd Snorrason


                         254. Sæborg RE 20 © mynd Pétur Waldorff Karlsson


                 254. Sæborg GK 457 © mynd af heimasíðu Vísis

Smíðanúmer 1494 hjá Mrss Cochrane & Sons Ltd., Selby, Englandi 1964.

Meðan  eldgos var á Heimaey, var skipið gert út frá Keflavík og lagði þá afla upp hjá Ólafi S. Lárussyni hf.

Seldur til Vestmannaeyja í apríl 1996 og átti þá að úrelda hann í stað skips sem keypt var til landsins. Útgerð hans í Grindavík keypti þess í stað aðra úreldingu og því var skipið gert áfram út frá Grindavík.

Sökk í síldarsmugunni um 155 sm. A af Dalatanga 15. júní 1996.

Nöfn: Jörundur III RE 300, Hásteinn VE 355, Ásver VE 355, Sæborg RE 20 og Sæborg GK 457

04.12.2010 23:00

Atlantic


             Atlantic, á Tenierife, Spáni © mynd MarineTraffic, Masaryk í okt. 2009

04.12.2010 22:00

Alida


                          Alida, í Norðursjó © mynd MarineTraffic, sept. 2009

04.12.2010 21:00

Ebba GK 128


           2238. Ebba GK 128, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 4. des. 2010

04.12.2010 20:00

Árdís GK 27


           2006. Árdís GK 27, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 4. des. 2010