Færslur: 2010 Desember

10.12.2010 08:00

Ocean Pioner S 45
           Ocean Pioner S 45 © myndir Trawlerphotos, Aine Christiana, ágúst 2010

10.12.2010 07:05

Sparkling Star II BSK 264


         Sparkling Star II BSK 264 © mynd Trawlerphotos, Michael Leek, júlí 2010

10.12.2010 06:43

L'atlantique


           L'atlantique © mynd Trawlerphotos, Stephan Regis, júlí 2010

10.12.2010 00:00

Brimnes SH 107 / Brimnes BA 214 / Brimnes KE 204

Þessi dansksmíðaði eikarbátur frá árinu 1946 var í stanslausri útgerð hérlendis með sama nafninu, en mismunandi skráningarnúmerum þar til hann sökk eftir árekstur við strandferðarskip 1989


               359. Brimnes SH 107 © mynd Snorrason


                     359. Brimnes BA 214 © mynd Snorrason


                    359. Brimnes BA 214 © ljósmyndari óþekktur


                                     359. Brimnes KE 204 © mynd Emil Páll


                                   359. Brimnes KE 204 © mynd Emil Páll


                                    359. Brimnes KE 204 © mynd Emil Páll


                  359. Brimnes KE 204 © mynd Snorrason


                    359. Brimnes KE 204 © mynd Snorrason

Smíðaður í Gilleleje, Danmörku 1946, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Stórviðgerð Keflavík 1971.

Meðan hann bar KE númerið fékk hann viðurnefnið ,,Flísin". Að sögn Magnúsar Daníelssonar, skipstjóra og útgerðamanns á þeim tíma, kom það í framhaldi af því að hann var á veiðum er veðrið hafði vestnað mjög svo nærstaddir bátar misstu sjónar af honum. Þegar hann sást á ný fannst mönnum á hinum bátunum báturinn vera það siginn að hann væri eins og flís á sjónum. En það var bara sjólagið sem villti mönnum sýn og komst hann heilu og höldnu til lands, en skipverjar á öðrum bátum þorðu þó ekki annað en að fylgjast með honum.

Sökk eftir árekstur við m.s. Heklu út af Blakknesi 2. apríl 1989.

Nöfn: Brimnes BA 267, Brimnes SH 107, Brimnes RE 407, Bimnes BA 214, Brimnes ÍS 214, Brimnes KE 204 og Brimnes BA 800

09.12.2010 23:53

Grunaður um að landa fram hjá vigt

Ad visir.is

Arnarstapi. Myndin er úr safni.
Arnarstapi. .

Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu í morgun bíl, að beiðni Fiskistofu, þar sem grunur leikur á að hann hafi verið að flytja fisk, sem landað hafi verið framhjá vigt á Arnarstapa snemma í morgun.

Slíkt er lögbrot og því var kallað á lögreglu. Lögregla fylgdi bílnum niður á Akranes, þar sem verið er að vigta fiskinn á löggiltri vigt og kemur hið sanna þá í ljós.

Eitthvað á þriðja hundrað mál af þessum toga hafa komið upp á árinu, sem mörg hver má reyndar rekja til mistaka eða misskilnings, en þó nokkrir bátar hafa verið sviptir veiðileyfum tímabundið fyrir svona brot.09.12.2010 23:00

Sævar SF 272


              2383. Sævar SF 272 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson, 2007

09.12.2010 22:31

Farþegaskip í sjávarháska

Af visir.is

Clelia II á reki.
Clelia II á reki. Mynd/AP

 Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu. Við brotsjóinn stöðvuðust vélar skipsins og allt rafmagn fór af því þannig að það var sambandslaust við umheiminn. Skipið, Clelia II, rak stjórnlaust fyrir veðri og vindum í sólarhring meðan áhöfnin vann að bráðabirgðaviðgerðum.

Fyrir tilviljun kom þarna að skip frá National Geographic og skipverjum þar tókst að koma gervihnattasíma um borð í Cleliu sem náði þá loks sambandi við land. Argentinski flotinn sendi þá skip til móts við farþegaskipið. Búið er að koma að minnsta kosti annarri vélinni í gang og skipið er nú á hægri siglingu til Argentínu.

09.12.2010 22:10

Guðborg NS 138


                             2138. Guðborg NS 138 © mynd Híbýli og skip

09.12.2010 21:01

Ný Þórunn Sveinsdóttir VE senn afhent

Af vef Fiskifrétta:

Þórunn Sveinsdóttir VE í skipasmíðastöð í Danmörku.
Þórunn Sveinsdóttir VE í skipasmíðastöð í Danmörku.

Nýsmíðaða togskipið Þórunn Sveinsdóttir VE, sem nú er verið að leggja lokahönd á í skipasmíðastöð í Danmörku, mun leggja af stað heim til Íslands 18. desember ef áætlanir standast, að sögn Sigurjóns Óskarssonar hjá Ósi ehf. í Vestmannaeyjum.

Endanlegt smíðaverð liggur ekki fyrir en það gæti numið nálægt 9,2 milljónum evra að því er Sigurjón áætlaði í samtali við Fiskifréttir. Það jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.

09.12.2010 20:50

Brettingur KE: Hefur landað 115-120 tonnum að iðnaðarrækju

Af vef Fiskifrétta:

 Frystitogarinn Brettingur KE hóf veiðar á rækju á Flæmingjagrunni í síðasta mánuði og hefur landað afla úr fyrsta túrnum, 115-120 tonnum af iðnaðarrækju, í Kanada, að því er Magni Jóhannsson útgerðarmaður sagði í samtali við Fiskifréttir. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem skip undir íslenskum fána veiðir rækju á Flæmingjagrunni. Magni sagði að Brettingur hefði veitt rækjuna á svæði L. Kvóti Íslendinga á því svæði er um 320-330 tonn í ár og mun Brettingur veiða af honum fyrir útgerðir sem eru handhafar kvótans. 

09.12.2010 20:43

Fagna 100 milljóna króna afla

Af bb.is:


Kristján Andri (t.h.) ásamt Inga Magnfreðssyni er áfanganum var fagnað.
Kristján Andri (t.h.) ásamt Inga Magnfreðssyni er áfanganum var fagnað.
Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður á Ísafirði fagnaði ásamt samstarfsfélögum og vinum þeim áfanga að bátur hans Björg Hauks ÍS hefur aflað fyrir meira 100 milljónir króna á árinu. Björg Hauks er í flokki smábáta undir 10 brúttótonnum og rær alfarið með línu, en þess má geta að Björg Hauks var aflahæsti báturinn í sínum flokki í nóvember þegar hún kom með rúm 56 tonn að landi eftir 16 róðra. "Þetta er í fyrsta sinn sem við náum þessum áfanga og okkur fannst þetta tilvalið tækifæri til þess að gera okkur glaðan dag," segir Kristján sem þakkar háu fiskverði á mörkuðum og góðum gæftum árangurinn. "Og svo er þetta auðvitað ekki hægt nema með fyrsta flokks mannskap bæði í áhöfn og í landi," bætir Kristján við, en skipstjóri á Björgu Hauks er Kristján Guðmundsson.

Kristján segir kvótaleysið vera farið að segja til sín. Sér í lagi sé farið að draga úr ýsukvótanum sem var skorinn mikið niður á þessu fiskveiðiári. "Þó að maður vildi leigja til sín kvóta, þá er hann ekki í boði. Það væri óskandi að sjávarútvegsráðherra myndi auka við kvótann og setja í þetta aukinn kraft. En við bregðumst við þessum meðal annars með því að taka gott jólafrí. Ætli við stoppum ekki þann 17. eða 18. desember og svo förum við ekki af stað fyrr en eftir áramót," segir Kristján Andri.

Þegar líða fer að vori fer Kristján svo að hugsa sér til hreyfings. Hann á annan bát og hefur róðið honum á grásleppu frá Norðurfirði. "Ég og pabbi höfum byggt okkur lítið sumarhús í Norðurfirði og ég hyggst dvelja þar frá lokum apríl og fram á sumar, enda góður staður til að vera á. Vonandi verður svo vertíðin jafn skemmtileg og síðastliðið vor en þá var ljómandi fiskirí og gott verð fékkst fyrir hrognkelsið," segir útgerðarmaðurinn Kristján Andri.

09.12.2010 20:00

Neskaupstaður í dag: Beitir NK 123, Silver Ocean og ný aðstaða fyrir smábáta

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér þessar fjórar myndir núna áðan og fylgir með þessi texti: Silver Ocean að lesta frostnar síldarafurðir, nótakassinn á Beiti NK og ný aðstaða fyrir smábáta.


                                     2730. Beitir NK 123, á Neskaupstað í dag


                                          Nótakassinn á 2730. Beiti NK 123


                                                       Silver Ocean


       Silver Ocean og nýja aðstaðan fyrir smábáta, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 9. des. 2010

09.12.2010 16:00

Ramóna ÍS 840


                      1852. Ramóna ÍS 840 © mynd Þorgeir Baldursson, 2010

09.12.2010 15:00

Sigursæll AK 18


                                   1148. Sigursæll AK 18 © mynd Híbýli og skip

09.12.2010 14:11

Laganborg


         Hollenska flutningaskipið Laganborg © mynd MarineTraffic, Frits Olinga-Delfzijl, 9. okt. 2009