Færslur: 2010 Desember

27.12.2010 19:00

Kristín ÞH 157


            972. Kristín ÞH 157, í Grindavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 27. des. 2010

27.12.2010 18:15

Hafdís SU 220


                 2400. Hafdís SU 220, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 27. des. 2010

27.12.2010 17:00

Marta Ágústsdóttir GK 14


          967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 27. des. 2010

27.12.2010 16:45

Berglín GK 300 aftur í slipp

Togarinn Berglín GK 300, var í dag tekin upp í Njarðvíkurslipp, en stutt er síðan viðgerð eftir strand fyrir vestan lauk, einmitt í slippnum í Njarðvík.


                        1905. Berglín GK 300, við slippbryggjuna í Njarðvík í morgun


              1905. Berglín GK 300 komin í sleðan, á leið upp í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 27. des. 2010

27.12.2010 11:06

Smá léttleiki, hehhehe


                             

27.12.2010 09:24

Ný lög um lögskráningu sjómanna

Af bb.is:

Um áramótin taka gildi ný lög um lögskráningu á fiskiskipum sem meðal annars kveða á um að allir sjómenn þurfi að hafa lokið námskeiðið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnarskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila. Einnig fela þau í sér að sjómenn þurfi að sækja endurmenntun á 5 ára fresti. Á þetta við um alla þá sem stunda sjómennsku í atvinnuskyni hvort heldur sem er á smábátum í strandveiðikerfinu eða togarasjómenn. Smá munur er þó á því hvaða námsekið menn þurfa að sækja og fer það eftir stærð skipana. Þeir sem starfa á bátum upp að 12 metrum að stærð þurfa að sækja námskeið í öryggisfræðslu smábáta enn þeir sem starfa á stæri skipum þurfa að sækja námskeiðið STCW.

27.12.2010 09:13

Líf og fjör í Grindavík

Af grindavik.is:Líf og fjör á bryggjunni

Mikið var um að vera í Grindavíkurhöfn rétt fyrir jólin hjá bátum Þorbjarnar hf. og Vísis hf. eins og reyndar hjá fleiri útgerðum.  Á Þorláksmessu lönduðu Gnúpur GK 11, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Hrafn GK 111 sem Þorbjörn hf. gerir út alls 1.040 tonnum og var aflaverðmætið 282 milljónir króna. Valdimar GK 195 og Tómas Þorvaldsson GK 10 lönduðu báðir 20. des. 

Þá lönduðu Vísisbátarnir Kristín og Fjölnir þann 22. og 23. desember í Grindavík og Jóhanna þann 20.

27.12.2010 08:59

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

Þetta nýja skip kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Vestmannaeyjum á aðfangadag og var síðan í gær 2. í jólum til sýnis fyrir almenning. Ég hef þó ekki komist yfir neinar myndir af skipinu eftir að það kom heim og sýni því mynd af því áður en það lagði af stað að utan.


           2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 © mynd MarineTraffic. Fredrik Koch

27.12.2010 00:00

Guðfinnur KE 32 / Happasæll KE 94

Þessi var brenndur úti í Faxaflóa eftir að hafa verið dæmdur ónýtur.


    475. Guðfinnur KE 32, á leið nýr frá Akranesi til Keflavíkur
                    í jan. 1955 © mynd úr Faxa


                475. Guðfinnur KE 32, með fullfermi af síld


                                  475. Happasæll KE 94 © mynd Jóhann


                        475. Happasæll KE 94 © mynd í eigu Jóhanns Þórlindssonar


                                 475. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll


                                        475. Happasæll KE 94 © mynd Jóhann

Smíðanúmer 8 hjá Skipasmíðatöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. 

Báturinn var afhentur 5. janúar og fór í sinn fyrsta róður 8. janúar 1955.

Úreldur í júní 1982. Brann og sökk norður af Hraunum í Faxaflóa 23. júli 1982.

Nöfn: Guðfinnur KE 32, Farsæll SH 30, Happasæll KE 94, Happasæll RE 94 og aftur Happasæll KE 94.

26.12.2010 22:30

Laugarnes


              2305. Laugarnes, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 21:24

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10


   1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 17:00

Gullborg II SH 338

Þó ég sé búinn að birta margar myndir af þessum báti, eru alltaf taugar til hans og því stóðst ég ekki mátið að taka mynd af honum á aðfangadag jóla, enda var yngsta dóttir Binna í Gröf í bílnum hjá mér, er við voru á leið í jólaboð dóttur okkar.


                       490. Gullborg II SH 338 © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 16:00

Kristrún RE 177


   2774. Kristrún RE 177, í Reykjavíkurhöfn á aðfangadag jóla © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 15:01

Fagurey BA 250


          7054. Fagurey BA 250, í Reykjavikurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 14:00

Örfirisey RE 4
             2170. Örfirisey RE 4, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 24. des. 2010