Færslur: 2010 Desember

06.12.2010 17:25

VE - Lóðsinn í Njarðvík

Lóðsinn úr Vestmannaeyjum kom í dag til Njarðvíkur og var fljótlega tekinn upp í Njarðvíkurslipp og tók ég þessar þrjár myndir af bátnum í dag.


                                  2273. Lóðsinn, við bryggju í Njarðvíkurhöfn í dag


                            Lóðsinn í sleðanum á leið upp slippinn


     2273. Lóðsinn kominn framan við húsið þar sem hann verður trúlega tekinn inn, eftir að búið er að smúla af honum óhreindin á botninum © myndir Emil Páll, 6. des. 2010

06.12.2010 16:10

Beitir NK með síldarfarm af Breiðafirði

Þessa mynd tók Sigurbrandur núna áðar af Beiti NK 123, þar sem hann var að koma innan úr firði (Breiðafirði) með síldarfarm. Sá hann bátinn einnig tilsýndar í gær á Hraunsvík ofan við býlin í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit.


     2730. Beitir NK 123 með síldarfarm af Breiðafirðinum © mynd Sigurbrandur, 6. des. 2010

06.12.2010 14:01

Halkion VE 205


                                969. Halkion VE 205 © mynd Víkingur 1965

06.12.2010 13:00

Skógafoss


                                 985. Skógafoss © mynd Víkingur 1965

06.12.2010 12:45

Langá


                                          966. Langá © mynd Víkingur

06.12.2010 10:00

Goðinn


                                    1005. Goðinn © mynd Víkingur 1966

06.12.2010 09:00

Freyfaxi - sjálfvirkasta sementskip í heimi

Þegar skip þetta kom nýtt, var það sagt vera SJÁLFVIRKASTA SEMENTSKIP Í HEIMI


                                   1003. Freyfaxi © mynd Víkingur 1966

06.12.2010 08:00

Helgi Flóventsson ÞH 77


                           93. Helgi Flóventsson ÞH 77 © mynd Víkingur 1966

06.12.2010 07:16

Jörundur II RE 299


                           253. Jörundur II RE 299 © mynd Víkingur 1966

06.12.2010 00:00

Gnýfari SH 8 / Haraldur EA 62 / Narfi VE 108 / Þorri VE 50

Hér kemur fimmtíu ára gamall trébátur sem smíðaður var á Neskaupstað og er ennþá til, þó hann hafi að visu legið í nokkur ár í Reykjavíkurhöfn, en alltaf er eitthvað verið að gera við hann.


             464. Gnýfari SH 8 © mynd Snorrason


                        464. Haraldur EA 62 © mynd Snorrason


                    464. Haraldur EA 62 © mynd Snorrason


                            464. Narfi VE 108 © mynd Snorrason


                           464. Þorri VE 50 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur


                          464. Þorri VE 50, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afskráður sem fiskiskip  2006.

Undirritaður var kaupsamningur við tvo einstaklinga í Keflavík í nóv. 1994, en Vestmannaeyjabær kom í veg fyrir söluna, með því að neyta forkaupsréttar á bátnum og selja hann aftur innanbæjar.

Nöfn: Gnýfari SH 8, Haraldur EA 62, Ágústa Haraldsdóttir VE 108, Narfi VE 108 og núverandi nafn: Þorri VE 50.

05.12.2010 23:00

Ísborg

Var í upphafi einn af síðutogurunum, smíðaður í Englandi 1948 en síðan breytt í vöruflutningaskip og að lokum selt úr landi 17. des. 1973.

Hét fyrst Ísborg ÍS 250 og síðan bara Ísborg. En ekki vitað um nafn eða nöfn eftir að hafa verið selt úr landi.


                          123. Ísborg, hér orðið vöruflutningaskip © mynd úr Víkingi

05.12.2010 22:00

Hagbarður TH 1

Þessi var smíðaður hjá Slippfélaginu í Reykjavík 1946 og var teiknarinn og yfirsmiðurinn Pétur Wigelund. Síðan var báturinn stækkaður 1955 og aftur 1970. Hann sökk 23 sm. V. af Ingólfshöfða 12. okt. 1974, eftir árekstur við rekald

Nöfn: Hagbarður TH 1, Hagbarður ÞH 1, Hagbarður KE 115 og Hagbarður SF 15


           538. Hagbarður TH 1, við sjósetningu í Reykjavík 1947 © mynd úr Víkingi

05.12.2010 21:00

Húni II HU 2

Þessi var smíðaður úr eik á Akureyri 1963 sem fiskiskip en síðan breytt í farþegaskip (1987) og er það í dag.

Nöfn: Húni II HU 2, Haukafell SF 111, Haukafell SF 40, Gauti HU 59, Gauti SF 110, Sigurður Lárusson SF 110, Sigurður Lárusson SF 114 og síðan núverandi nafn Húni II, (fyrst á Skagaströnd, síðan Hafnarfirði og nú á Akureyri.


                                     108. Húni II HU 2 © mynd úr Víkingi

05.12.2010 20:00

Fagranes

þessi var smíðaður fyrir íslendinga í Noregi sem farþegaskip 1963 og hefur verið hérlendis undir nöfnunum Fagranes, Fjörunes og Moby Dick. Var seldur til Grænhöfðaeyja í maí 2009, en er þó ekki enn farinn og stendur uppi í Njarðvíkurskip undir nafnin Tony


                                    46. Fagranes © mynd Víkingur

05.12.2010 19:00

Sigurður Bjarnason EA 450

Einn af tappatogurunum frægu sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi og var þessi frá árinu 1958. Bar hér nöfnin: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240. Endaði með því að verða úreldur í sept. 1983 og síðan dreginn í pottinn í Grimsby í Englandi árið síðar


               181. Sigurður Bjarnason EA 450 © mynd úr Víkingi