Færslur: 2010 Desember

18.12.2010 18:00

Óþekktur í Reykjavík


                           Einn óþekktur í Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson

18.12.2010 16:51

Eyrarbakkahöfn 1977
                         Eyrarbakkahöfn © myndir Ragnar Emilsson, 1977

18.12.2010 15:50

Mikið af loðnu fyrir norðan

Af vefnum visir.is, en úr Fréttablaðinu:

Á vertíðinni í fyrra einbeittu menn sér að því að veiða loðnu til hrognatöku vegna lítils kvóta.fréttablaðið/óskar
 

Skip HB Granda hafa veitt 3.300 tonn það sem af er loðnuvertíðinni. Mikið er af loðnu fyrir norðan land að sögn skipstjóra. Aflanum hefur verið landað til vinnslu á Vopnafirði. Um 700 tonn hafa verið unnin til manneldis en um 2.600 tonn hafa farið til framleiðslu á fiskmjöli og -lýsi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildar­stjóri uppsjávarveiðisviðs HB Granda, segir að stefnt sé að framhaldi loðnuveiða fljótlega eftir áramótin en framhaldið ræðst síðan af því hvort aukið verður við loðnukvótann eða ekki. Skipstjórar loðnuskipanna segja að mikið sé af loðnu fyrir norðan landið en það skýrist ekki fyrr en eftir loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar í byrjun næsta árs hvort hægt verði að auka við kvótann.

Á síðustu vertíð var veiðum skipa HB Granda hagað þannig að allur aflinn var nýttur til hrognatöku og frystingar á loðnuhrognum með það að markmiði að hámarka virði framleiðslunnar. Hið sama er haft að leiðarljósi nú og verður þess gætt að geyma nægan kvóta til hrognatöku.

18.12.2010 15:35

Í fjörunni

Ekki veit ég hvers vegna þessi er í fjörunni, eða hvar þetta sé, né heldur hvaða bátur þetta er. Hef þó trú á að þetta sé við Eyrarbakka eða jafnvel Stokkseyri. Ef einhver veit það getur hann komið upplýsingum til mín annað hvort í gegn um Facebook eða á  www.epj@epj.is


               Í fjörunni © mynd Ragnar Emilsson, fyrir einhverjum  mjög mörgum árum

18.12.2010 12:58

Amke


                                            Amke © mynd Ragnar Emilsson

18.12.2010 11:00

Þokki ÁR 85 og Sveinn Ágústsson
   5154. Þokki ÁR 85 og Sveinn Ágústsson © myndir Ragnar Emilsson  fyrir einhverjum árum

18.12.2010 10:00

Ebbi AK 37 og Felix AK 148


   2148. Felix AK 148 og 2737. Ebbi AK 37, á Akranesi © mynd Ragnar Emils, 21. okt. 2006

18.12.2010 09:13

Latur


                          2219. Latur © mynd Ragnar Emilsson, 20. okt. 2006

18.12.2010 00:00

Haukur


                                       Haukur © myndir Ragnar Emilsson, 2010

17.12.2010 23:00

Herjólfur
                              2164. Herjólfur © myndir Ragnar Emilsson

17.12.2010 22:00

Íslandsbersi HF 13 með fullfermi

Hann er ansi afturþungur er hann er að koma þarna að landi í Þorlákshöfn í kringum aldamótin síðustu og ef minni manna er ekki að bregðast er aflinn um 20 tonn.


    2099. Íslandsbersi HF 13, að koma til Þorlákshafnar einhverntímann nálægt  árinu 2000 © mynd Ragnar Emilsson

17.12.2010 21:36

Afmæli hafrannsóknarskips eins og afmælis náins vinar

Af visir.is

Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni.

Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni.

Fjörutíu ár voru í dag liðin frá því að hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson kom til landsins. Skipstjóri Bjarna segir að það hafi verið líkt og náinn vinur hafi fagnað afmæli í dag.

Þann 17. desember árið 1970 kom hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson til landsins, en þá voru 76 ár síðan fiskifræðingurinn Bjarni Sæmundsson kallaði eftir því að Íslendingar keyptu seglskip til æfinga og rannsókna. Áhöfn skipsins og velunnarar þess fögnuðu því fertugsafmæli Bjarna og slógu upp veislu um borð í dag.

Ingvi Friðriksson, skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni, segir skipið hafa reynst afskaplega vel öll þessi ár, en það hljóti að hafa verið bylting fyrir Hafrannsóknarstofnun þegar skipið kom til landsins.

Ingvi segir Bjarna hafi staðið sína pligt með sóma. Hann telur allt eins líklegt að skipið endist í 40 ár til viðbótar.

Ingvi segir skipum á þessum aldri farið að fækka í íslenska flotanum, en þau hafi oft tekið miklum breytingum við endurbætur. Bjarni sé hins vegar að mestu leyti í upprunalegri mynd

17.12.2010 21:31

Hafið skilaði henni

Af visir.is:

Hafið skilaði henni

 Tvöþúsund ára gömul stytta af rómverskri konu fannst eftir að brimalda braut úr bergvegg rétt við hafnarborgina Ashkelon í Ísrael. Ashkelon er rétt sunnan við Tel Aviv. Það fundust einnig hlutar af mósaik listaverkum og annað sem bendir til þess að þarna hafi til forna verið rómverskt baðhús.

Bæði höfuð og handleggi vantar á styttuna en hún er sögð undurfallega gerð. Hún er sveipuð skikkju (toga) og í sandölum sem eru listilega úr garði gerðir.

Það var maður sem var á rölti í fjörunni eftir mikið óveður sem rakst á styttuna. Þjóðminjasafn Ísraels hefur tekið hana í sína vörslu og hún verður höfð til sýnis í safnhúsum þess.

17.12.2010 21:12

Fylkir NK 102: Gísli og hverfasteinninn

Á þessari mynd sést Gísli Garðarsson skipstjóri á Fylki NK 102 nú KE flytja hverfistein frá Hellisfirði til Norðfjarðar kv Bjarni G 


    1914. Fylkir NK 102, Gísli Garðarsson og hverfasteinninn © mynd Bjarni G, í okt 1992

1914. Fylkir og 2075. Faxafell II, eru systurskip báðir fluttir inn af aðila í Vogum og skráðir þar fyrst.          

17.12.2010 21:00

Faxafell II GK 102


             2075. Faxafell II GK 102, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson