Færslur: 2010 Desember

26.12.2010 13:07

Helga María AK 16


                      1868. Helga María AK 16 © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 12:01

Þerney RE 101


          2203. Þerney RE 101, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 10:58

Vigri RE 71


               2104. Vigri RE 71, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

26.12.2010 00:18

Lífið um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, á Halanum

Síðustu nótt birti ég syrpu sem Kristinn Benediktsson tók um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK frá Grindavík þar sem verið var að taka trollið á Halamiðum fyrir vestan auk mynda af nokkrum öðrum togurum sem voru á slóðinni.

Nú koma  fleiri myndir úr þessari veiðiferð og þær sýna mannlífið um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, hefðbundnum frystitogara. Myndirnnar sýna mannskapinn við vinnu og á frívakt og skýra sig sjálfar. - Sem fyrr færi ég ljósmyndaranum kærar þakkir fyrir þetta -


            Mannlífið um borð í 1972. Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255, á veiðum á Halanum skömmu fyrir jól © myndir Kristinn Benediktsson í des. 2010

26.12.2010 00:00

Guðbjörg GK 220

Þessi bátur lifði ekki áratuginn því á níunda ári var hann dæmdur ónýtur sökum fúa.


   473. Guðbjörg GK 220 bíður sjósetningar í fyrsta sinn í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll 3. mars 1957


                      473. Guðbjörg GK 220 © mynd úr dagblaði, ljósm. ókunnur


           473. Guðbjörg GK 220 © mynd Snorrason


          473. Guðbjörg GK 220 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 7 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 3. mars 1957

Dæmd ónýt vegna fúa 26. nóv. 1965.

Nöfn: Guðbjörg GK 220 og Guðbjörg ÁR 25

25.12.2010 23:00

Jón forseti RE 300


          992. Jón Forseti RE 300, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

25.12.2010 22:16

Póseidon EA á sjó um jólin

Úr dv.is:

Rannsóknarskipið Póseidon.                                               Rannsóknarskipið Póseidon.

  Í áhöfn rannsóknarskipsins Póseidon eru 15 Íslendingar. Í gær fékk DV þær upplýsingar frá Landhelgisgæslunni að skipið hafði verið komið til hafnar á Grænlandi yfir hátíðirnar. Haraldur Helgi Hólmfríðarson sá frétt DV og hafði samband við blaðamann og áréttaði að upplýsingar Landhelgisgæslunnar væru ekki með öllu réttar. Póseidon er ennþá úti á rúmsjó og þar fagnaði áhöfnin jólunum. DV vildi grennslast fyrir um hvernig það væri að fagna jólum úti á sjó og hvernig jólahaldið hafi farið fram hjá áhöfnini á Póseidon. Haraldur Helgi lýsti því svona:

  "Það að vera á sjó um jól er svosem ekkert frábrugðið því að vera á sjó á venjulegum degi, menn eru reyndar svolítið innilegri og meiri ró hérna um borð.
  Veðrið hefði mátt vera betra en miðað við árstíma fengum við gott veður. 23-25m/s og 3°c hiti.

  Aðfangadagur byrjaði nú bara eins og aðrir dagar en seinnipartinn fóru menn að týnast í sturtu og hátíðarbragurinn færðist meira yfir okkur hérna.
  Um klukkan 17:00 að Grænlenskum tíma hélt skipstjórinn Ragnar Þór Elísson Olsen messu og þótti hún takast mjög vel.
  Eftir að messu lauk hófst borðhald.

  Í forrétt fengum við humarsúpu, aðalrétt hamborgarhrygg og svo ofnbakaða ávexti í súkkulaðihjúp og ís í eftirrétt.
  Eftir matinn voru svo nokkrar gjafir opnaðar og jólalög sungin. Menn eyddu svo kvöldinu annaðhvort við lestur bóka inni í klefa eða í messanum að horfa á sjónvarpið og hafa það náðugt.

  Samband við umheiminn var ekkert frá því um miðjan dag á Þorláksmessu og þangað til seint í gærkvöldi en við notumst við gervihnattasamband eins og flest önnur skip í flotanum en einhverjir hnökrar voru á tæknibúnaðinum.

  Núna í dag var svo þessi týpíski hádegismatur á jóladag, Purusteik, hangikjöt, uppstúfur og laufabrauð,

  Þess ber þó að geta að vinna féll aldrei niður á meðan þessu stóð og erum við ennþá að.
  Við náum langbylgjuútsendingum RÚV og hlustuðum því á jólakveðjurnar og messu.
  Poseidon kemur til hafnar í Nuuk núna á næstu dögum (fyrir áramót) og verða áhafnarskipti þá.
  Hérna um borð eru 27 manns, 15 íslendingar og 12 útlendingar.

  25.12.2010 22:00

  Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 í Reykjavíkurslipp


          1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, í slippnum í Reykjavík á aðfangadag jóla © myndir Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 21:01

  Andrea


                  2787. Andrea, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 20:00

  Þór HF 4 og Baldvin Njálsson GK 400


       2549. Þór HF 4 og 2182. Baldvin Njálsson GK 400, í Hafnarfirði á aðfangadag jóla © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 19:00

  Baldvin Njálsson GK 400
           2182. Baldvin Njálsson GK 400, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 18:00

  Þór HF 4
                     2549. Þór HF 4, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 17:00

  Stormur BA 777


              1321. Stormur BA 777, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 16:00

  Hafnarfjörður á aðfangadag

  Í hádeginu í gær, aðfangadag jóla, tók ég þessa mynd í Hafnarfjarðarhöfn og þó flest skipin þekkist, mun ég telja þau upp fyrir neðan myndina.


     Fremst og næst bryggju og síðan koll af kolli. 1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, 1321. Stormur BA 777, 1639. Tungufell BA 326, 1081. Valþór NS 123, 1143. Sæberg HF 224 og 137. Surprise HF 8, í Hafnarfjarðarhöfn í gær, aðfangadag jóla © mynd Emil Páll, 24. des. 2010

  25.12.2010 15:01

  Finnur HF 12


                 6086. Finnur HF 12, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 24. des. 2010