Færslur: 2010 Desember

03.12.2010 19:00

Leó II ÞH 66
                  1831. Leó II ÞH 66 © myndir í eigu Stefáns Þorgeirs Halldórssonar

03.12.2010 18:04

Þórshöfn 2009

Stefán Þorgeir Halldórsson, á Þórshöfn hefur gefið mér heimild til að nota myndir úr myndasafninu hans og mun ég því í kvöld og næstu daga birta þessar myndir, sem ég mun nota. - Sendi ég Stefáni kærar þakkir fyrir Hér kemur fyrsta myndin sem er ekki þó af bát eins og flestar hinar, en tengist þó sjávarútvegi. Um er að ræða ýmist myndir sem Stefán hefur sjálfur tekið, eða myndir sem eru í hans eigu.


               Frá Þórshöfn, sumarið 2009 © mynd í eigu Stefáns Þorgeirs Halldórssonar

03.12.2010 14:14

Birta Dís GK 135


          2394. Birta Dís GK 135, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 3. nóv. 2010

03.12.2010 12:28

Sægrímur í blíðviðri

Það var gott sjóveður í dag og sést það vel á þessari mynd Guðmundar Falk, sem hann tók af Sægrími sigla inn Stakksfjörð í gærdag.


               2101. Sægrímur GK 525, í gær © mynd Guðmundur Falk, 2. des. 2010

03.12.2010 10:11

Súðavík


                                Súðavík © mynd Sigurbrandur, sumarið 2010

03.12.2010 09:08

Veiga ÍS 19 við kræklingalínu

Hér sjáum við Veigu ÍS 19 við kræklingalínu, innanlega á Álftafirði við Djúp, sl. sumar.


    1148. Veiga ÍS 19, við kræklingalínu, innanlega á Álftafirði við Djúp © mynd Sigurbrandur, sumarið 2010

03.12.2010 08:02

Bliki og Þorsteinn


   2484. Bliki ÞH 177 og 7647. Þorsteinn, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 2. des. 2010

03.12.2010 07:19

Addi afi og Þorsteinn


    Frá Sandgerðishöfn í gær. 7647. Þorsteinn siglir fram hjá þar sem verið er að hífa 2106. Adda afa GK 97 í sjó á ný © mynd Emil Páll, 2. des. 2010

03.12.2010 00:00

Lágey ÞH 265 og Þorsteinn

Hér kemur myndasyrpa er sýnir ferilinn frá því að dráttarvagn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hóf að aka með Lágey ÞH 265 frá aðsetri Sólplasts í Sandgerði og að Sandgerðishöfn þar sem hann var sjósettur. Þar sem ekki var olía á bátnum kom það í hlut björgunarbátsins Þorsteins að draga bátinn að bryggju þar sem sett var á hann olía og á síðustu tveimur myndunum er olía komin á hann og nánast lítið annað eftir er að hefja ferðina norður til Húsavíkur.
    2651. Lágey ÞH 265 og 7647. Þorsteinn, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 2. des. 2010

02.12.2010 23:37

Keypti bát og kvóta fyrir hálfan milljarð með föður sínum

Í dag var sagt frá því í DV að Gylfi Þór atvinnumaður í knattspyrnu hefði keypt bát og kvóta fyrir hálfan milljarð með föður sínum Sigurði Aðalsteinssyni.
Um er að ræða sama bát og ég sagði frá í kvöld hér á síðunni og tók mynd af í Sandgerði Blika ÞH 177.


      2484. Bliki ÞH 117, sem keyptur var fyrir gróða af atvinnumennsku í knattspyrnu © mynd Emil Páll, í Sandgerði 2. des. 2010

02.12.2010 23:00

Sólarmynd

Hér sjáum við skemmtilega mynd þegar sólin er að nálgast hafflötinn.


                                         © mynd Emil Páll, 2. des. 2010

02.12.2010 22:00

Þorsteinn

Hér er myndaefnið björgunarbáturinn Þorsteinn, sem er í eigu Sigurvonar í Sandgerði
             7647. Þorsteinn, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. des. 2010

02.12.2010 21:00

Bliki ÞH 177

Þessi var nýlega keyptur til Álftanes, en verður trúlega með heimahöfn í Hafnarfirði eins og aðrir bátar sem viðkomandi útgerð á. En áætlað er að gera hann út frá Sandgerði í vetur.


           2484. Bliki ÞH 177, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 2. des. 2010

02.12.2010 20:15

Í kvöld - í kvöld

Munið tónleikana á Kaffi duus, núna á eftir kl. 21. Miðaverð 1000 kr.

02.12.2010 20:00

Addi afi á lofti

Þessar myndir voru teknar í dag er verið var að sjósetja Adda afa í Sandgerðishöfn, en báturinn stóð uppi á bryggju


        2106. Addi afi GK 97, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. des. 2010