Færslur: 2010 Desember

29.12.2010 22:21

Júpiter ÞH 61 í síldarsmugunni 2004   130. Júpiter ÞH 61, í síldarsmugunni 2004 © myndir af síðu Víkings AK 100, ljósm.: Guðmundur J. Hafsteinsson

29.12.2010 21:35

Víkingur AK 100: Síldarsmugan 2004

Í samráði við Guðmund J. Hafsteinsson, stýrimann á Víkingi AK 100 mun ég í kvöld, á morgun og aðra nótt birta nokkrar myndir af öldungnum Víkingi AK 100, sem þrátt fyrir fimmtugs aldurinn bíður nú eftir að komast á loðnuveiðar.


       220. Víkingur AK 100 í síldarsmugunni, 2004 © myndir Guðmundur J. Hafsteinsson

29.12.2010 20:10

GEORG OTS


              Rússneska skipið GEORG OTS © mynd MarineTraffic. 19. jan. 2006 

29.12.2010 19:00

Hermann Sif (yngra)


                                         Hermann Sif © mynd Shipspotting

29.12.2010 18:00

Hermann Sif

Þetta skip var oft hér í höfnum landsins á árum áður, svo og nafni þess, sem mynd kemur af á eftir.


                                            Hermann Sif © mynd Shipspotting

29.12.2010 17:28

Þetta íslenska skip liggur nú á botni

Þetta fallega skip var smíðað á Íslandi fyrir þremur tugum ára og gert út hérlendis í nokkur ár og síðan einnig erlendis undir erlendum nöfnum og flaggað heim á milli. En að lokum var það selt út og undir því nafni sem það fékk þá fór það á hliðina í erlendri höfn fyrir örfáum mánuðum og svona leit það út í gær,.já í gær. Nánar verður fjallað um skipið, sögu þess og myndir af því undir síðasta nafninu í syrpu sem ég birti um miðnætti í nótt.


                                             Sjá nánar um miðnætti í nótt

29.12.2010 16:22

Skrifað undir samninga við Vísi, Þorbjörn og TM

Af vefnum grindavik.is:

 

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í hádeginu undir samstarfssamninga við þrjá af sínum öflugustu bakhjörlum undanfarin ár, útgerðarfélögin Vísi og Þorbjörn í Grindavík og svo TM. Allir samningarnir eru til tveggja ára en þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa stutt vel við bakið á fótboltanum í Grindavík í gegnum tíðina.

Sigurður Viðarsson forstjóri TM mætti til Grindavíkur til þess að skrifa undir samninginn við knattspyrnudeildina. Pétur H. Pálsson forstjóri Vísis hf. og Eiríkur Tómasson forstjóri Þorbjörns hf. skrifuðu undir samninginn fyrir hönd sinna fyrirtækja.

Myndin var tekin við undirskriftina í dag en á henni eru fulltrúar knattspyrnudeildar, TM, Vísis og Þorbjarnar ásamt Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra.

29.12.2010 15:00

Nýsmíði hjá Bláfelli

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, eru miklar endurbætur og eins nýsmíði í gangi á Suðurnesjum varðandi báta fyrir komandi strandveiðitímabil. Hjá Sólplasti í Sandgerði eru fjölmörg verkefni í gangi hvað varðar endurnýjun og breytingar á plastbátum og hjá Bláfelli á Ásbrú eru bæði nýsmíðaverkefni sem og breytingar á plastbátum einnig í gangi og nýverið var skrifað þar undir enn eina nýsmíðina, en nánar verður sagt frá því verkefni síðar.


  Nýsmíði á grásleppubát sem á að vera tilbúinn fyrir vorið og síðan er báturinn til hægri 7410. Þröstur SH 19 í miklum breytingum og endurbótum sem á að verða tilbúinn  fyrir vorið, er strandveiðitímabilið hefst. Þá eru tveir aðrir bátar í smiðum hjá fyrirtækinu og einn sem ekki er hafin vinna við að auki, sá er að gerðinni Sómi 990. © mynd Emil Páll, 29. des. 2010

29.12.2010 14:28

Ósk KE 5


              1855. Ósk KE 5, siglir inn Stakksfjörð © mynd Emil Páll, 29. des. 2010

29.12.2010 12:08

Fjöður GK, fyrir og eftir breytingar

Í morgun hef ég fengið nokkrar óskir um að birta myndir af bátnum eins og hann leit út fyrir breytingar og nú eftir þær, til samanburðar. Birti ég því mynd af honum sem ég tók af honum í Grindavíkurhöfn 2009, þá eina af honum á strandstað 9. maí sl. og eins og hann leit út í gær þegar hann var nýsjósettur í Grófinni að nýju.


                                      6489. Fjöður GK 90, í Grindavík, 2009


     6489. Fjöður GK 90, á strandstað rétt  við Fuglavík sunnan við Sandgerði. 9. maí 2010


                                6489. Fjöður GK 90, í Grófinni í gær, 28. des. 2010
                                                        © myndir Emil Páll

29.12.2010 09:25

Superstar


   Farþegaskipið Superstar frá Estona © mynd MarineTraffic, Juhani Mehto, í nóv. 2010

29.12.2010 00:00

Fjöður GK 90: Gjörbreyttur og viðgerður bátur

Þegar strandveiðitímabilið var svo til ný hafið á þessu ári, strandaði lítill þilfarsbátur nálægt Fuglavík sem er nokkuð sunnan við byggðina í Sandgerði og þar með langleiðis út á Stafnes. Bátnum var strax bjargað af strandstað og ekið með hann upp í gamla varnarliðsflugvöllinn, sem áður var kallaður Keflavíkurflugvöllur en heitir nú Ásbrú. Þar á svæðinu er fyrirtækið Bláfell, sem er bátasmiðja fyrir trefjaplast.
Síðan þá hafa staðið yfir miklar breytingar á bátnum, endubætur og viðgerð og sem dæmi þá var það ekki aðeins skrokkurinn sem tekinn var í gegn heldur nánast skipt um allan tækjabúnað nema sjálfa aðalvélina.
Hér kemur 12 mynda syrpa sem tekin var þegar bátnum var ekið til byggða á ný og sjósettur í Grófinni í Keflavík.


    Einn fullkomnasti bátaflutningsbíll landsins, frá Jóni og Margeiri í Grindavík flutti bátinn og hér er hann staðsettur á hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn þar sem báturinn er viktaður.


                      Komið eftir Ægisgötunni í Keflavík og niður í Gróf


                                Þá er að koma sér fyrir áður en híft er


                          Um að gera að vera sem næst bryggjubrúninni


                                              Allt klárt til að hífa


                            Bátnum lyft upp af palli flutningabílsins


                           Hér nálgast báturinn bryggju kanntinn


                                    Hafist handa við að slaka niður að sjónum


                                       Hér er komið niður fyrir bryggjubrún


                                   Eigandinn fylgist vel með á bryggjunni


                           Já, allt í lagi báturinn er sestur á sjóinn


                Eigandinn kominn um borð og búið að losa allar stoffur af bátnum
                                        © myndir Emil Páll, 28. des. 2010

28.12.2010 23:00

Oasis of the Seas


           Oasis of the Seas, frá Bahamas © mynd MarineTraffic, www.CruiseShipGdynia
    

28.12.2010 22:00

Hirta


               Hirta, frá Englandi © mynd MarineTraffic, Sean Boyce, í sept 2010

28.12.2010 21:00

Fairplay 21


                         Fairplay 21 © mynd MarineTraffic, R.Osthoorn, í sept 2009