Færslur: 2010 Október
17.10.2010 13:21
Blængur NK á eftir Hafbjörgu


6212. Blængur NK, siglir á eftir Hafbjörgu í morgun © myndir Bjarni G., 17. okt. 2010
17.10.2010 11:00
Arnar HU 1

2265. Arnar HU 1, séð í gegn um kýrauga © mynd úr Ægi, 2008
17.10.2010 09:28
Fjarskipti á Sægrími

© símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, í morgun, 17. okt. 2010
17.10.2010 09:08
Kommentin á ný, en nú eftir föstum reglum
Nú ætla ég að opna aftur fyrir kommentin, en gegn mjög föstum reglum. Þær eru að menn gæti orðavals og sleppi að vera með dulnefni þar sem enginn þekkir þá. Hafa ber í huga að ég hef heimilað sumum að nota dulnefni, ef þeir hafa samið við mig um það en ég veit sjálfur hið rétta nafn. Enda snýst þetta um að ég þekki þá sem skrifa á mina síðu.
Þá ber einnig að hafa í huga að síðan er algjörlega unnin eftir mínum reglum, en einhverjir þarna úti fá engu að ráða í þeim efnum. Hún er vinsæl og því mun ég halda áfram að láta hana vera eftir mínum reglum. Þá ber að hafa í huga að langt innan við 1% gesta á síðunni eru með komment og því skiptir það síðuna, varðandi vinsældir, litlu máli, hvort komment eru í gangi eða ekki. Fyrir þá sem eru vinir mínir á Facebook, eru alltaf möguleikar á að kommenta þar um viðkomandi skip, því þar koma myndirnar einnig.
Þá vil ég biðja þá sem hafa þörf fyrir að koma með komment á færslur sem birtust fyrir fjölda mánaða að láta það vera. Því í engum tilfellum svara ég þeim kommentum, enda ekki vinnandi vegur að svara kommentum mörgum mánuðum eftir að viðkomandi færslur birtust, þar sem á hverjum degi birtast 17-20 færslur með misjöfnum fjölda mynda. Mínar reglur eru því að svara engu sem eru á færslum sem komnar eru það langt niður listann, að myndir sjást ekki fyrr en spellt er sérstaklega á.
Næst þegar ég þarf að loka fyrir kommentin, ef einhver fer ekki eftir reglum, gæti það orðið í síðasta skipið sem ég loka, síðunni fyrir kommentum þar sem ég mun þá trúlega ekki opna fyrir komment að nýju. Komi til þess mun ég um leið og ég loka slíku, geta þeirra nafna, eða dulnafna sem orsökuðu lokunina, auk IP-tölu viðkomandi.
P.s. þrátt fyrir að ég opni síðuna fyrir komment, er það aðeins í nokkra daga, ef menn fara ekki eftir þessum reglum. Með því eru þeir ekki að skemma fyrir mér, heldur öðrum sem hafa gaman af því að hafa komment. Áfram mun ég einnig fjarlægja komment, en í dag eru nokkrir einstaklingar á bannlista hér á síðunni hvað komment varðar og eru komment frá þeim fjarlægð hvort sem þeir eru að skrifa í góðu eða slæmu. Af þeim eru fjórir með aðrar síður og hef ég fjarlægt tengil á þær síður.
17.10.2010 09:04
Norröna á Seyðisfirði

Norröna, á Seyðisfirði © mynd úr Ægi, 2008
17.10.2010 08:37
Arnarfell að koma til Reykjavíkur

Arnarfell, að koma ti lhafnar í Reykjavík © mynd úr Ægi, 2008
17.10.2010 00:00
Jón Helgason ÁR 12 / Guðrún Jónsdóttir SI 155 / Þorleifur EA 88 / Ólafur GK 33 / Reynir GK 177

1105. Jón Helgason ÁR 12 © mynd Snorrason

1105. Guðrún Jónsdóttir SI 155 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

1105. Þorleifur EA 88 (þessi rauði) © mynd Hafþór Hreiðarsson

1105. Ólafur GK 33 © mynd Snorrason

1105. Ólafur GK 33, (þessi stærri og nær bryggjunni), í Grindavík © mynd Emil Páll, 1994

1105. Ólafur GK 33 © mynd Jón Magg

1105. Reynir GK 177 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1105. Reynir GK 177, á Húsavík © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2002



Frá förgun 1105. Reynis GK 177 © myndir Hafþór Hreiðarsson, 2007
Smíðanúmer 7 hjá Stálvík hf., Stykkishólmi 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Frá því í sept. 2002 stóð báturinn uppi í dráttarbrautinni á Húsavík og í apríl 2007 var hafist handa við að rífa hann til förgunar. Eigandi bátsins hafði þá verið lýstur gjaldþrota og tók sveitarfélagið Norðurþing við bátnum til förgunar. Á þessu tímabili eða 30. nóvember 2005 var báturinn seldur á nauðungaruppboði að kröfu Þorbjarnar-Fiskaness hf og Þróunarsjóðs sjávarútvegsins.
Nöfn: Jón Helgason ÁR 12, Gullfaxi VE 101, Gullfaxi ÍS 190, Bliki EA 12, Guðrún Jónsdóttir SI 55, Þorleifur EA 88, Ólafur GK 33, Reynir AK 18 og Reynir GK 177.
16.10.2010 23:00
Háey II ÞH 275

2757. Háey II ÞH 275 © mynd úr Ægi, 2008, ljósm: Hafþór Hreiðarsson
16.10.2010 21:00
Þrír hornfirskir

173. Sigurður Ólafsson SF 44, 1324. Bjarni Gíslason SF 90 og 1206. Erlingur SF 65 © mynd úr Ægi, 2008
16.10.2010 20:00
Köfunarleiðangur í ms. Vestra

7653. Óðinn © mynd Jón Páll, 15. okt. 2010
16.10.2010 19:00
Sjómannadagurinn á Hornafirði 1997

Sjómannadagurinn á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason, 1. júní 1997




