Færslur: 2010 Október

03.10.2010 10:45

Frá Seyðisfirði


                         Frá Seyðisfirði í sumar © mynd Hilmar Bragason, 2010

03.10.2010 10:00

Runólfur SH 135

Þessi var einn af svonefndu Landsmiðjubátum, þó svo að hann hafi verið smíðaður á Neskaupstað fyrir Ríkissjóð 1947. Hann bar nöfnin: Runólfur SH 135, Haffari RE 340 og Haffari RE 20. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6. sept. 1967.

.
                            523. Runólfur SH 135 © mynd úr Víkingi, 1999

03.10.2010 08:40

Kap VE 272

Bátur þessi var upphaflega smíðaður í Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og talinn ónýtur 1968 en settur aftur á skrá 1970 eftir að hafa verið endurbyggður í Njarðvík eftir teikningu Bjarna Einarssonar. Hann var síðast skoðaður 1995, tekinn af skrá 2002 og brotinn niður í Akureyrarslipp 19. des. 2008.
Nöfn þau sem báturinn bar: Kap VE 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti ST 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.


                            630. Kap VE 272 © mynd úr Víking 1999

03.10.2010 00:00

Sæþór KE 70 / Sigrún GK 380 / Jón Erlings GK 222 / Dagný GK 295 / Dritvík SH 412

Þrjátíua ára gamall, varð hann eldi að bráð rétt frá heimahöfn sinni á Snæfellsnesi.


                              1173. Sæþór KE 70 © mynd Emil Páll


  1173. Sæþór KE 70 © mynd Emil Páll


                      1173. Sæþór KE 70 © mynd Snorrason


                         1173. Sigrún GK 380 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                               1173. Jón Erlings GK 222 © mynd Emil Páll


                   1173. Jón Erlings GK 222 © mynd Snorrason


       1173, Dagný GK 295 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


  Slökkvistarf um borð í 1173. Dritvík SH 412

Smíðanúmer 9 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1971 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Brann og sökk út af Ólafsvík 16. júlí 2001.

Nöfn: Sæþór KE 70, Sigrún GK 380, Egill SH 195, Krossey SF 26, Jón Erlings GK 222 og Dritvík SH 412

02.10.2010 23:00

Grindvíkingur GK 606

Smíði þessa skips fór í raun bæði fram í Svíþjóð og Danmörku. Var seldur héðan í brotajárn í Danmörku, en danirnir seldu hann áfram. Ekki er öruggt um stöðu hans nú, en vitað er um þessi nöfn sem hann hefur borið: Grindvíkingur GK 606 og Skarfur GK 666, Skarfur og North Sea Star


                             1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd úr Ægi, 1985

02.10.2010 22:00

Atlantic Trader

Þetta dularfulla skip, kom inn á Stakksfjörðinn í fyrrinótt og fór síðan aftur sl. nótt, en snéri við er það var komið austur fyrir Reykjanes og kom aftur inn á Stakksfjörðinn um hádegisbilið í dag. Mjög erfitt er að fá upplýsingar um hvað skipið er að gera, en ekkert samband er við land, hvað bátaferðir varðar. Ýmsar getsagnir hafa því verið um ferðir skipsins, en eitt er víst að næsti viðkomustaður er St. Petersburg.


              Atlantic Trader, á Stakksfirði í gærdag © mynd Emil Páll, 1. október 2010

02.10.2010 21:00

Bergur VE 44


                                2677. Bergur VE 44 © mynd Hilmar Bragason

02.10.2010 20:00

Steinunn SF 10

Smíðaður í Tomrefjord, Noregi 1968, lengdur 1973 og yfirbyggður 1987. Er ennþá á skrá, þó hann hafi lítið verið gerður út síðustu ár. Nöfn bátsins eru: Klaus Hillesöy, Steinunn SF 10, Steinunn SF 40, Magnús SH 205, Magnús SH 206 og núverandi nafn: Sæmundur GK 4.


                         1264. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason

02.10.2010 19:00

Friðrik Bergmann SH 240

Smíðaður í Odense, Danmörku 1963 og skipt um stýrishús hjá Daníelsslipp á síðari hluta áttunda áratugsins. Nöfn: Æskan SI 140, Æskan SF 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342, og Æskan SH 342.. Sökk rétt sunnan við Látrabjarg, 15. júli 2000, á leiðinni til nýrra eigenda á Patreksfirði.


                         936. Friðrik Bergmann SH 240 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 18:00

Vísir ÍS 225

Smíðaður í Neskaupstað 1964 og bar nöfnin: Sif ÍS 500, Sif GK 777, Sævaldur SF 5, Þórður Bergsveinsson SH 3, Sif SH 3, Sif AK 67, Sif ÍS 225, Vísir SH 327, Vísir SH 343 og Vísir BA 343. Báturinn eyðilagðist í eldi á Barðaströnd 2. des. 1995. Tekinn af skrá og fargað 19. nóv. 1997.


                                  956. Vísir ÍS 225 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 17:00

Pétur Jakob II SH 337

Þessi var smíðaður í Stykkishólmi 1972 og ansi mörg, en sögu hans þekki ég ekki nógu vel.


                    1234. Pétur Jakob II SH 337 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 16:00

Smáey VE 144

Þetta togskip er smíðað á Ísafirði 1982 og er ennþá í rekstri. Það hefur borið fjögur nöfn, en þau eru: Guðlaugur Guðmundsson SH 97, Smáey VE 144, Björn RE og núverandi nafn: Þorvarður Lárusson SH 129


                           1622. Smáey VE 144 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 14:49

Hugborg SH 87

Hér er einn af þessum fallegu bátum sem smíðaðir voru eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, en þessi var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1972 og bar aðeins þrjár skráningar áður en hann strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það illa að ákveðið var að brenna hann á staðnum. Til þess kom þó ekki þar sem það gerði norðaustan rok á staðnum 2-3 dögum síðar og brotnaði báturinn þá í salla. Nöfnin sam hann var voru: Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87.


                                 1282. Hugborg SH 87 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 14:00

Lómur HF 177

Þetta er norsk smíði frá árinu 1988 og bar aðeins fjórar skráningar hérlendis, þ.e. Rósa HU 294, Búðafell HU 294, Búðafell SU 90 og Lómur HF 177. Skipið var selt til Skotlands 1994.


                             1940. Lómur HF 177 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 13:00

Jón Pétur SK 20

Þessi var smíðaður í Neskaupstað 1974 og bar eftirfarandi nöfn: Svanur ÞH 54, Eyrún RE 94, Jón Pétur SK 20, Guðrún Hildur GK 41, Guðrún Hildur RE 52, Stefanía RE 109, Ás SH 764 og Ás SH 664 og var gefinn á Sjávarsafn Ólafsvíkur 26. okt. 2004.


                          1392. Jón Pétur SK 20 © mynd Alfons Finnsson