Færslur: 2010 Október

18.10.2010 09:20

Palli stýrimaður og stórlúðan


   Palli stýrimaður, nú starfsmaður á Netaverkstæði Suðurnesja
     og stórlúðan, fyrir mörgum mörgum árum. © mynd Óskar
Þórhallsson

18.10.2010 08:05

Smíðaði trilluna fyrir 52 árum og rær henni enn

Þessar myndir eru eftir Karl Einar og hefur hann þetta um þær að segja:
Litla trillan er á Hvamstanga og hana á maður að nafni Bangsi og hann smíðaði hana fyrir 52 árum og rær henni enn en sagði mér í sumar að sennilega yrði hún ekki sett meira á flot eftir þetta sumar. En held nú samt að karlinn hafi oft sagt þetta áður.
               Bangsi kemur að landi á Hvammstanga © myndir Karl Einar Óskarsson

18.10.2010 07:35

43 ár a.m.k. á sjó

Karl Einar Óskarsson, sendi mér góða myndasendingu sem eru eftir hann og föður hans Óskar Þórhallsson skipstjóra og munum við njóta þeirra á næstunni. Sendi ég að sjálfsögðu kærar þakkir fyrir.

Um þessa mynd sagði Kalli : Karlinn á myndinni veit ég ekkert um tók þessa mynd á Hornafirði fyrir mörgum árum og þá hafði hann verið öll þessi ár á sjó kanski einhver geti frætt okkur um hver þetta er


                         © mynd Karl Einar Óskarsson

18.10.2010 07:20

Portett

Ekkert kom fram hjá ljósmyndaranum um þessa mynd og því nefni ég hana einfaldlega Portett.


                                           © mynd Hilmar Bragason

18.10.2010 00:00

Skálafell / Hegri / Heimir / Kópur / Grótta / Leifur Halldórsson / Draupnir

Fluttur inn 3ja ára gamall og mikið endurbyggður síðar og tæplega 40 ára var hann seldur til Rússlands þar sem ég held að hann sé ennþá. Hér birtast myndir með 10 af þeim 12 nöfnum sem hann hefur borið.


                                 1171. Skálafell ÁR 20 © mynd Emil Páll


                             1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                                     1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                               1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                           1171. Heimir KE 77 © mynd Emil Páll


                        1171. Heimir KE 77 © mynd Snorrason

  
                            1171. Kópur ÁR 9 © mynd Snorrason


                        1171. Grótta HF 35 © mynd Skerpla


                          1171. Grótta RE 26 © mynd Snorrason


                                1171. Grótta RE 26 © mynd Jón Páll


   1171. Leifur Halldórsson SH 217 © mynd mbl.is


  1171. Leifur Halldórsson ÁR 217 © mynd skip.is


  1171. Draupnir ÁR 21 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2004


                   1171. Draupnir ÁR 21 © mynd úr Ægi, 2008


                               Draupnir M-0421 © mynd Shippotting.com

Smíðanúmer 34 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1968. Lengdur 1971. Í mars 1998 kom það til landsins eftir gagngerðar endurbætur hjá Nauta í Póllandi. Smíðaður hafði verið nýr framendi, afturskipið breikkað, ný brú og allar vistaverur skipverja endurnýjað. Skipið var nánast eins og nýtt, enda endurnýjað af 92/100 hlutum.

Úreldingastyrkur hafði verið samþykktur í desember 1994, en var ekki notaður.

Meðan Sigurður Ágústsson ehf., var skráður eigandi var skipið gert út af Portlandi ehf., Þorlákshöfn. Kumbla sem átti skipið áður var dótturfyrirtæki Sigurðar Ágústssonar.

Skipið er með IDno 7122546.

Selt til Rússlands 17. janúar 2007.

Nöfn: Leisund N-415-A, Skálafell ÁR 20, Hegri KE 107, Heimir KE 77, Kópur ÁR 9, Ársæll SH 88, Grótta HF 35, Grótta RE 26, Leifur Halldórsson SH 217, Leifur Halldórsson ÁR 217, Draupnir ÁR 21 og núverandi nafn: Draupnir M-0421

17.10.2010 23:00

Úr Njarðvíkurhöfn í dag


                 Úr Njarðvíkurhöfn í rigningunni í dag © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

17.10.2010 22:00

Lena ÍS 61 og Álftafell ÁR 100


        1396. Lena ÍS 61 og 1195. Álftafell ÁR 100, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

17.10.2010 21:00

Stormur SH 333


           586. Stormur SH 333, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

17.10.2010 20:00

Lára Magg ÍS 86

Þessi mynd er tekin í rigningunni sem var í dag, en sýnir að engu síðu bátinn í Njarðvíkurhöfn.


    619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvíkurhöfn í rigningunni í dag © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

17.10.2010 19:00

Gissur hvíti SF 55, Akurey SF 52, Jón Bjarnason SF 3 og Eskey SF 54

Þessi mynd er næstum þriggja áratuga gömul, tekin á árunum 1980 til 1982 og er í eigu Hilmars Bragasonar.


   F.v. 964. Gissur hvíti SF 55, 2, Akurey SF 52, 202. Jón Bjarnason SF 3 og 462. Eskey SF 54 © mynd frá árunum 1980 til 1982 og er í eigu Hilmars Bragasonar

17.10.2010 18:00

Sigurður Ólafsson SF., Friðrik Sigurðsson ÁR., Hvanney SF og Ásgrímur Halldórsson SF


    F.v. 173. Sigurður Ólafsson SF 44, 1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, 2403. Hvanney SF 51 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason, í okt. 2010

17.10.2010 16:57

Áhafnarmynd af Sægrími GK

Eitt er sá þáttur, sem mér finnst hafa dottið mikið niður, varðandi sjómennsku, en það er að birta áhafnarmyndir af bátum. Mun ég nú leggja áherslu á að ná slíkum myndum af og til og hef nú leikinn með því að birta mynd af áhöfninni á Sægrími GK 525, sem ég tók núna áðan eftir að þeir luku löndun í Njarðvíkurhöfn.


   Áhöfnin á 2101. Sægrími GK 525. F.v. Stígur Reynisson háseti, Jón Emil Svanbergsson kokkur, Svavar Guðni Gunnarsson vélstjóri, Þorgrímur Ómar Tavsen stýrimaður og Reynir Axelsson skipstjóri © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

17.10.2010 16:30

Ásgrímur Halldórsson SF 250


              2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Hilmar Bragason

17.10.2010 15:00

Friðrik Sigurðsson ÁR 17


            1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

17.10.2010 14:00

Ársæll ÁR 66


         1014. Ársæll ÁR 66, í höfn á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason, í okt. 2010