Færslur: 2010 Október

21.10.2010 07:12

Smyrill SK 5
        6470. Smyrill SK 5, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, 20. okt. 2010

21.10.2010 07:00

1 árs
                                              1 árs

 

 Já síðan á eins árs afmæli í dag. Af því tilefni ætla ég að nota tækifærið og birta eftirfarandi:

Þó ég hafi fengið ýmsar hrakspár, er ég hóf að vera með þessa síðu, s.s. að ég væri búinn að mála mig út í horn og annað í þá veru, sem of langt til að tala um. Því gestafjöldinn á þessu ári sýnir allt annað, svo og flettingarnar. En síða þessi hefur nú um nokkurn tíma verið í 1. til 3. sæti í topp 10 á 123.is hvað varðar skipasíður, þannig að ekki hef ég nú málað mig alvarlega út í horn þó svo að ég þori að standa við mínar skoðanir. Þá finnst mér þetta sérstaklega ánægjulegt, þar sem gestafjöldinn er rökréttur, en ekki tilbúinn eins og hjá sumum sem hafa komið því til leiðar að ákveðnir fjölmiðlar vitni í þá og þannig hefur gestafjöldinn þotið upp hjá þeim.

Gestir síðunnar á þessu fyrsta ári eru.132.710 miðað við sl. miðnætti  og flettingarnar  628.000 Jafngildir gestatalan að það hafi komið 369 gestir á hverjum degi allt þetta ár.

Hvað um allt þetta, ég stend í þakkarskuld við ykkur lesendur síðunnar, fyrir áhugann fyrir því sem hér er boðið upp á og ekki síður þá stend ég í mikilli þakkarskuld varðandi þann stóra hóp ljósmyndara sem hafa sent mér, eða lánað mér myndir til að setja á síðuna, eða gaukað að mér efni- og/eða efnispunktum. Fljótt á litið þá er sá hópur eigi færri en vel á fjórða tug manna, þ.e. ljósmyndarar og fréttaritarar um land allt og  erlendis, auk þeirra sem hafa sent mér eina og eina mynd.

Hafið öll þakkir fyrir og munið að þetta er eins dagurinn ykkar, eins og minn.
 
                                                       Kær kveðja
                                                                Emil Páll

21.10.2010 00:00

Faxafell GK 110 / Mundi SF 1 / Blíðfari GK 275 / Þorsteinn BA 1 / Haförn ÞH 26

Þessi var ósköp mikill stubbur í upphafi, en var síðan lengdur töluvert og er ennþá í rekstri rúmum 20 árum eftir að smíði hans lauk.


           1979. Faxafell GK 110 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                          1979. Blíðfari GK 275 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                     1979. Mundi SF 1 © mynd Skerpla


      1979. Þorsteinn BA 1 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Fanney Inga Halldórsdóttir


       1979. Þorsteinn BA 1 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                 1979. Þorsteinn BA 1 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 26. sept. 2010


                 1979. Þorsteinn BA 1 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 27. sept. 2010


                        1979. Haförn ÞH 26 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2010

Smíðaður hjá Vélsmiðju Jónasar Þórðarsonar, Garðabæ 1989. Lengdur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 1993. Miklar endurbætur gerðar í slippnum á Akranesi 2010.

Nöfn: Faxafell GK 110, Blíðfari GK 275, Von SF 1, Mundi SF 1, Þorsteinn BA 1 og núverandi nafn: Haförn ÞH 26

20.10.2010 23:00

Rex NS 3


                        955. Rex NS 3 © mynd Óðinn Magnason, 10.10.10 þ.e. 10. okt. 2010

20.10.2010 22:49

Varðskip á Grundarfirði í gær

Aðalheiður sendi mér þessar þrjár myndir núna áðan og þeim fylgdi þessi stutti texti:

Svona var útsýnið út um eldhúsgluggann hjá mér seinnipartinn í gær.

Kv. Aðalheiður


                                        © myndir Aðalheiður, 19. okt. 2010

20.10.2010 22:00

Stína frá Keldu ÞH 7


    7537. Stína frá Keldu ÞH 7, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 20. okt. 2010

20.10.2010 21:43

Lómur 2 dreginn úr Kópavogi. En hvert?

Guðmundur Hafsteinsson sagði frá því í kommenti hér á síðunni í kvöld að hann sá það í dag að verið var að koma fyrir dráttartaug í Kópavogshöfn milli Lóms 2 og dráttarbáti frá Danmörku. Spurningin er hinsvegar vert förinni var heitið, en trúlega hafa skipin farið síðdegis í dag.


                                  Lómur 2 © mynd Þorgeir Baldursson, 2006


                               Lómur 2, í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll

20.10.2010 21:30

Sæfari SU 85 og Esther

Óðinn Magnason sendi mér í kvöld þó nokkrar myndir sem ég mun bæði birta í kvöld og á morgun, og eru þær aðallega teknar á Fáskrúðsfirði. Sendi ég honum bestu þakkir fyrir.


                                              7401. Sæfari SU 85


    7221. Esther og 7401. Sæfari SU 85, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, 20. okt. 2010

20.10.2010 21:00

Óskar RE og Aðalvík SH að fara í pottinn til Belgíu

Þessa daganna er verið að setja brotajárn um borð í Óskar RE 157 og Aðalvík SH 443. Mun Óskar draga Aðalvíkina til Belgíu á sama stað og Súlan fór á og þar fara þeir báðir í pottinn.

Aðalvík hefur legið nú í nokkur ár á Seyðisfirði og lá þar áður í Reykjavík. Þar með hverfur frá landinu næst síðasti af hinum svonefndu tappatogurum.

Óskar var nú síðast í flutningum milli Íslands og Grænlands í sambandi við gullgröftinn á Grænlandi og lenti í þremur óhöppum á þeim tíma. Fyrst strandaði hann í Hafnarfirði, þá fékk hann á sig brotsjó og að lokum lenti hann í vandræðum í ís við Grænland.
      168. Aðalvík við slippbryggjuna á Seyðisfirði nú í sumar © myndir Hilmar Bragason, 7,. ágúst 2010


                  962. Óskar RE 157, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll


                 962. Óskar RE 157, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll, 2009


       962. Óskar RE 157, á strandstað í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 7. mars 2010

20.10.2010 20:00

Halldóra GK 40 og Hraunsvík GK 75


           1745. Halldóra GK 40 og 1907. Hraunsvík GK 75, í Grindavíkurhöfn í morgun
                                                © mynd Emil Páll, 20. okt. 2010

20.10.2010 19:00

Valdimar GK 195 og Oddgeir EA 600


       2354. Valdimar GK 195 og 1039. Oddgeir EA 600, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 20. okt. 2010

20.10.2010 18:00

Sturla GK 12 og Gnúpur GK 11
    1272. Sturla GK 12 og 1579. Gnúpur GK 11, í Grindavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 20. okt. 2010

20.10.2010 16:38

Happasæll, Stjáni blái, Sævar og Keilir

Við ljósmyndararnir erum alltaf að leita að einhverju öðru varðandi myndaefnið. T.d. öðrum sjónarhornum, annarri lýsingu, photasjoppi eða bara einhverju öðruvísi. Þetta sjónarhorn notað ég ég í dag og sýnir hún tvo báta koma inn til Keflavíkur, netabátinn Happasæl KE 94 og þjónustubátinn við kræklingarækt Sævar KE 15. Í forgrunn er minnismerkið um Stjána Bláa og í baksýn er fjallgarður, m.a. með fjallinu Keilir.
    13. Happasæll KE 94, minnismerkið um Stjána bláa, 1587. Sævar KE 15 og fjallið Keilir
                                          © myndir Emil Páll, 20. okt. 2010

20.10.2010 16:12

Síldveiðar hafnar í Breiðafirði

Síldveiðar hafnar í Breiðafirði

20. október 2010, 13:02 - Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með um 900 tonn af íslenskri síld en sá afli fékkst á Breiðafirði skammt frá Stykkishólmi. Þetta er fyrsti aflinn úr þessum stofni á vertíðinni en skammt er síðan að sjávarútvegsráðherra heimilaði 15.000 tonna byrjunarkvóta. ,,Við vorum einir að veiðum og tókum tvö köst. Hið fyrra var rétt utan við Stykkishólm og það síðara inni á Breiðasundi sem er skammt þar fyrir innan," sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni, í samtali á heimasíðu HB Granda í morgun.

                                                                                  Kom þetta fram í Fiskifréttum í dag
                © mynd Jón Páll

20.10.2010 13:58

Marta Ágústsdóttir GK 14


     967. Marta Ágústsdóttir  GK 14, í höfn í Grindavík í morgun © mynd Emil Páll, 20. okt. 2010