Færslur: 2010 Október

10.10.2010 09:11

Grindavíkursund

Guðmundur Falk sendi mér þessa mynd í nótt og fylgdi þessi texti með: Kominn heim af Norðurljósaveiðum á Krísuvíkurleið en enginn afli og kom því við og skaut einni af sundinu inn í Grindavík og var kominn kaldafíla og byrjað að brima kannski 3 metra ölduhæð

Skaut þetta á 2.8 Ljósopi og á 4 mínutum ca til að fá smá blurr og hreyfingu á sjóinn

næst eru það bátar á suðvesturhorninu sem verða skotnir að næturlagi :)


      Grindavíkursundið í nótt © mynd Guðmundur Falk, 10.10.10 þ.e. 10. okt. 2010

10.10.2010 09:04

Friðarsúlusigling

Hér sjáum við Gest leggja frá með hóp fólks til að sjá þegar tendrað voru ljósin á Friðarsúlunni í Viðey í gærkvöldi, en Sigurður Bergþórsson tók þessa mynd og sendi mér.


         2311. Gestur, leggur frá með hóp til að sjá þegar ljósið á Friðarsúlunni var tendrað í gærkvöldi © mynd Sigurður Bergþórsson, 9. okt. 2010

10.10.2010 00:00

Brimnes SH 717 / Guðmundur Jensson SH 717 / Freyja GK 364 / Freyr GK 364 / Valdi SH 94 / Birta SH 13

Áður en ég kem að bátnum, þá tek ég fyrir þá skemmtilegu dagsetningu sem er á færslum þessa sólarhrings, en það er 10.10.10, sem er með öðrum orðum 10. dagur 10. mánaðar árið (20)10.

Hér er á ferðinni einn af litlu Stálvíkurbátunum og er þessi frá 1988 og er enn í rekstri.


                                    1927. Brimnes SH 717 © mynd Alfons Finnsson


                                  1927. Brimnes SH 717 © mynd Snorrason


                         1927. Guðmundur Jensson SH 717 © mynd Snorrason


                                   1927. Freyja GK 364 © ljósm.: ókunnur


                                      1927. Freyja GK 364 © mynd Snorrason


                            1927. Freyr GK 364 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             1927. Valdi SH 94 © mynd Skipamyndir, Alfons Finnsson


                            1927. Birta SH 13, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                            1927. Birta SH 13, í Rifshöfn © mynd Snorri Birgisson


            1927. Birta SH 13, í Rifshöfn © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 25. júlí 2010


     1927. Birta SH 13, (sá blái) í Rifshöfn © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 25. júlí 2010

Smíðaður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1988. Lengdur í miðju 1994 hjá Orra hf., Mosfellsbæ.

Nöfn: Brimnes SH 717, Guðmundur Jensson SH 717, Freyja GK 364, Freyr GK 364, Valdi SH 94 og núverandi nafn: Birta SH 13.

09.10.2010 23:00

Salka GK 079


           1438. Salka GK 079, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 22:00

Ísbjörninn GK 87


                  7103. Ísbjörninn GK 87, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 21:00

Skjöldur RE 57


                   2545. Skjöldur RE 57, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 20:00

Óli Gísla GK 112 og Skjöldur RE 57
          2714. Óli Gísla GK 112 og 2545. Skjöldur RE 57, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 19:00

Örn KE 14, Sigurfari GK 138 og Kristbjörg ÁR 177


      2313. Örn KE 14, 1743. Sigurfari GK 138 og 239. Kristbjörg ÁR 177, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 18:00

Kristbjörg ÁR 177
           239. Kristbjörg ÁR 177, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 17:00

Katla

Hér sjáum við trillubátinn Kötlu, frá Garði, á siglingu innan hafnar í Grófinni í Keflavík eftir hádegin í dag.

                   Katla, í Grófinni í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 16:12

Jón Oddgeir, í neyðarútkalli

Skömmu eftir hádegi fylgdist ég með því þegar björgunarskipið Jón Oddgeir fór í neyðarútkall frá Njarðvik og síðan þegar það kom aftur og tók myndir af skipinu.

Um var að ræða útkall sem var á þá leið að maður væri í sjálfheldu fyrir neðan Vogastapa. Var báturinn sendur á vettvang, auk þess sem sigmenn fóru á staðinn landleiðis en akvegur var að þeim stað sem maðurinn fór niður. Sem betur fer reyndist ekki um alvarlegt mál að ræða og var maðurinn tekinn um borð í bátinn og siglt aftur til Njarðvíkur.

Skipstjóri Jóns Oddgeirs í þessari ferð var Sigurður Stefánsson


                                2474. Jón Oddgeir á leið út úr Njarðvík


      2474. Jón Oddgeir kemur til baka til Njarðvíkur, slysstaðurinn var fyrir neðan bjargbrúnina sem sést hægra megin á myndinni.
                                             © myndir Emil Páll, 9. okt. 2010

09.10.2010 11:30

Besiktas Halland og Grand Prinsess?

Þetta skip var að losa svartolíu í Örfirisey 3. október sl. og tók þá Jóhannes Guðnason þessar myndir


      Besiktas Halland í Örfirisey og ég sé ekki betur en að Grand Prinsess sé við Skarfabakka


      Besiktas Halland, losar svartolíu í Örfirisey © myndir Jóhannes Guðnason, 3. okt. 2010

09.10.2010 11:00

Sementsskip í Helguvík

Flutningaskipið Cemvale er nú í Helguvík að losa sement fyrir Aalborg Portland, en skip þetta hefur ásamt nokkrum öðrum skipum verið á reglulegum ferðum milli Aalborgar í Danmörku og Helguvíkur. Undir myndinni ætla ég nú að láta það eftir mér að réttlæta þessa flutninga, en í hvert sinn sem mynd hefur birst um sementskipin hefur Axel E komið inn og haft stór orð gegn þessum flutningum.


                Cemvale, í Helguvík í morgun um kl 9 © mynd Emil Páll, 9. okt. 2010

Flutningar þessir hafa þó nokkuð að segja fyrir Suðurnesjamenn og aðra landsmenn, þar sem sementið er ódýrara en það íslenska, auk þess sem það skaffar nokkur störf á Suðurnesjum og ekki veitir af að halda í þau sem eru fyrir hendi. Axel hefur bent á að við ættum verksmiðju á Akranesi og því ætti að banna þennan innflutning. Þar er ég ekki sammála, enda sem fyrr segir þá veitir okkur ekki af hverju atvinnutækifæri sem í boði er. Þá skulu menn ekki gleyma því að verksmiðjan á Akranesi, hefur hlotið í gegn um árin mikinn ríkisstyrk og við söluna á sínum tíma tók ríkið við miklum skuldum. Slíkt er ekki í myndinni varðandi danska sementið.

09.10.2010 10:35

Framsóknarmaður með gleraugu


                        Framsóknarmaður með gleraugu © mynd Hilmar Bragason
                                    Þessi skondna fyrirsögn er  ljósmyndarans

09.10.2010 10:00

Skaufa ræfill


                                       Skaufa ræfill © mynd Hilmar Bragason
                                                Nafngiftin er ljósmyndarans