Færslur: 2010 Október

31.10.2010 09:46

Kló RE 147


  2062. Kló RE 147, í Reykjavík í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 30. okt. 2010

31.10.2010 00:00

Fyrsti og eini báturinn sem bæjarfélag sótti til kaupanda

Er ég var að grúska í gömlum blaðaúrklippum hjá mér rakst ég á sögulega umfjöllun, sem ég tók þátt í og verður trúlega aldrei endurtekin. Birti ég hér myndir af umfjöllun bæði úr Víkurfréttum og eins Suðurnesjafréttum á þeim tíma sem þetta gerðist, en sleppi ferðasögu minni sem ég birti einnig á þessum tíma í Víkurfréttum. Þá birti ég mynd af áhöfninni sem sótti bátinn og mynd af bátnum er hann kom til baka og líka af honum eins og hann leit út í fyrra, en hann er ennþá í rekstri.

Til að orðlengja málið ekki meira, þá gerðist það í september 1991, að bæjarstjórn Keflavíkur ákvað að neyta sér forkaupsréttar á báti sem seldur hafði verið til Granda, ásamt kvóta. En þar sem búið var að afhenda bátinn án þess að fá samþykki bæjarfélagsins fyrir sölunni var ákveðið að ná í bátinn.

Í föruneytið sem sótti hann völdust fjórir þáverandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja, en í þeim hópi var sjálfur bæjarstjórinn. Einnig voru í hópnum lærður skipstjóri og lærður vélstjóri, en sá fjórði var ég og þó ég hafi verið dubbaður upp í að vera kokkur, þá held ég að ástæðan fyrir því að ég var fengin til að fara með, var að ég þekkti bátinn sem var nafnlaus í Reykjavíkurhöfn, auk þess sem ég vissi hvar höfuðstöðvar Granda voru. Einnig vildu bæjaryfirvöld að ferðasagan yrði birt sem var gerð og því valdist ég sem blaðamaður með í för og að sjálfsögðu birti ég ferðasöguna, þó ég birti hana ekki hér.

Framhald málsins var síðan að kvótinn var seldur innanbæjar í Keflavík. Eins má nefna það að auðvitað hefði nægt að senda einn mann eftir bátnum, en þar til gerðir aðilar ákváðu að þessi færu og því er stöðugildið bara grín. En eftir á var mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu og þá sérstaklega þar sem þetta varð í eina skiptið sem skip hefur verið sótt í annað byggðarlag af þessum ástæðum.


       Frásögn Suðurnesjafrétta 19. sept. 1991 ásamt grínteikningu af málinu


                                                Grín teikningin

F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Emil Páll kokkur, Ellert Eiríksson útgerðarmaður og Jóhannes Sigurðsson skipstjóri. Ástæðan fyrir því að teiknarinn breytir nafni bátsins í Drífu, er að Ellert bæjarstjóri var í fríi og gengdi Drífa Sigfúsdóttir stöðunni á meðan og var það hún sem tók þessa sögulegu ákvörðun.


                                          Frásögn Víkurfrétta af málinu


         Áhöfnin: F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Jóhannes Sigurðsson skipstjóri, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og útgerðarmaður og Emil Páll Jónsson matsveinn.


                1771. Hrólfur II RE 111 kemur til Keflavíkur frá Reykjavík


                      1771. Herdís SH 173, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

30.10.2010 23:00

Haukur Böðvarsson ÍS 847


   1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, ný sjósettur í Njarðvík

                 © Mynd þessi birtist í Víkurfréttum, en var tekin af Emil Páli og þar sem hún var mjög lítil í blaðinu, varð hún svona gróf við stækkunin, en ég hef ekki frummyndina

30.10.2010 22:00

Antigone Z, á Hornafirði


            Antigone z, á Hornafirði í dag © mynd Hilmar Bragason, 30. okt. 2010

30.10.2010 21:40

Fiskvinnsla í ferðamennsku

Af grindavik.is

 

 

Í nýjasta blaði Fiskifrétta er sagt frá fiskvinnslu í ferðamennsku í Grindavík í heilsíðu umfjöllun.  Þar er vakin athygli á nýstárlegri þjónustu Stakkavíkur þar sem ferðamönnum og hópum gefst tækifæri til að heimsækja og skoða starfandi fiskvinnslu af útsýnispalli og njóta veitinga úr matsal með yfirsýn yfir vinnsluna.

Xperience Fish eða upplifðu fisk er yfirskriftin á þessu verkni. Guðbjörg Sigríður Hermannsdóttir kokkur og umsjónarmaður verkefnisins segir í samtali við Fiskifréttir að hugmyndin að þessu verkefni hafi komið upp í tengslum við breytingar sem var verið að gera á vinnsluhúsi Stakkavíkur.

,,Við  bjóðum bæði innlendum og erlendum hópum að koma til okkar og sjá hvernig nútíma fiskvinnsla fer fram og upplifa stemmninguna í kringum hana. Hópunum er einnig boðið upp á humar- og fiskisúpu og salat með léttvíni eða bjór í veitingasal sem tekur allt að 80 manns í sæti og er með útsýni yfir fiskvinnsluna. Skoðunarferð með kaffi kostar 700 krónur en 2900 krónur með súpu og léttvíns- eða bjórglasi. Ef um er að ræða stóra hópa bjóðum við afslátt.

Heimsóknin byrjar í veitingarsalnum þar sem hópnum er sýnt kynningarmyndband sem Stakkavík lét framleiða þar sem fylgst er með veiðum um borð í línubátnum Þórkötlu GK. Túrinn var myndaður frá upphafi til enda og klipptur niður í hæfilega lengd. Hápunkturinn eru svo einstakar myndir sem teknar eru neðansjávar og sýna ýmsar fisktegundir og hvernig þorskurinn fer að þegar hann bítur á eða stelur af króknum. Næst er farið með hópinn á útsýnispallinn og gefin lýsing á því sem er að gerast niðri á gólfinu og hvers konar fisk sé verið að vinna hverju sinni," segir Guðbjörg í viðtalinu.

Fram kemur að hóparnir sem heimsótt hafi vinnsluna til þessa skiptist nokkuð jafnt milli Íslendinga og útlendinga. Þá er hugmyndin að ekki einungis sinna ferðamönnum heldur að fá líka skólahópa og starfsmannafélög og sýna fólki hvernig undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar starfar.


30.10.2010 21:23

Trillukarl vinnur mál gegn Sjúkratryggingu Íslands

 
Af vefnum grindavik.isÁ vef Landssambands smábátasjómanna er vakin athygli á því að grindvískur trillukarl vann mál gegn Sjúkratryggingu Íslands. Þar segir að Sveinn Arason eigandi Beggu GK-717 varð fyrir því óhappi 23. júlí 2007 að sigla bát sínum upp í fjörugrjót á 11 mílna hraða. Við höggið hlaut hann áverka í hálsi og baki og tognun á vinstri úlnlið sem leiddi til þess að hann varð óvinnufær í 4 mánuði.

Sveinn sótti um slysabætur til Sjúkratryggingar Íslands. Sjúkratryggingin hafnaði honum um bætur á grundvelli þess að meiðsli hans hefðu ekki orðið við slys, heldur vegna þess að hann sofnaði við stjórnun bátsins. Sveinn kærði til úrskurðarnefndar almannatrygginga, sem staðfesti niðurstöðu SÍ.

Sveinn fór með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem sýknaði Sjúkratryggingu Íslands.

Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að nú hefur hæstiréttur snúið við dómi Héraðsdóms og ógilt úrskurð úrskurðarnefndar almannatryggina og Sjúkratrygginga Íslands um að synja Sveini um greiðslu bóta úr slysatryggingu almannatrygginga. Auk þess ákvað Hæstiréttur að SÍ skyldi greiða Sveini málskostnað í héraði og Hæstarétti samtals kr. 700 þús.

Í dómi Hæstaréttar segir m.a.:

"Deila málsaðila lýtur að því hvort tjón áfrýjanda hafi orðið við slys í merkingu 1. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007. Þar segir að með slysi sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem valdi meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.

Áfrýjandi byggir kröfu sína á því að þegar bátur hans skall á fjörugrjótinu og stöðvaðist í einu vettvangi hafi orðið slys í merkingu lagaákvæðisins. Áfrýjandi vísar því á bug að hann hafi slasast við það að sofna enda hafi slysið ekki falist í svefni hans heldur með skyndilegum utanaðkomandi atburði þegar báturinn skall á fjörugrjóti.

Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að líkamstjón áfrýjanda verði rakið til þess að hann sofnaði og gætti ekki að stefnu bátsins er hann bar af leið með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöru. Stefndi byggir á því að um sé að ræða einn atburð sem hófst þegar áfrýjandi sofnaði við stýrið og lauk þegar hann varð fyrir líkamstjóni við strandið. Hafi atburðurinn hvorki gerst skyndilega né verið utanaðkomandi.

Með 9. gr. laga nr. 74/2002 um breyting á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um málefni aldraðra, lögum um heilbrigðisþjónustu og sóttvarnalögum, var lögfest skilgreining á hugtakinu slys varðandi slysatryggingar almannatrygginga. Í athugasemdum við 9. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 74/2002 kom meðal annars fram að sú skilgreining sem lögð væri til í ákvæðinu væri í samræmi við skilgreiningu sem notuð væri í vátryggingarrétti.

II

Fallist er á með áfrýjanda að líkamstjón hans hafi hlotist af skyndilegum utanaðkomandi atburði í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 100/2007 þegar bátur hans, Begga GK-717, skall á 11 hnúta ferð á fjörugrjóti 23. júlí 2007 og stöðvaðist skyndilega. Við það kastaðist áfrýjandi til í stýrishúsi bátsins og hlaut af það líkamstjón sem hann krefur stefnda um bætur fyrir. Ljóst er að báturinn strandaði án vilja áfrýjanda. Í því efni skiptir ekki máli þó að óumdeilt sé að áfrýjandi hafði sofnað í bátnum eftir að hafa sett sjálfstýringuna á."

Lögmaður Sveins var Björn L. Bergsson hrl.

30.10.2010 21:00

Alma, á Hornafirði


                Alma, á Hornafirði í dag © mynd Hilmar Bragason, 30. okt. 2010

30.10.2010 20:00

Allt í bláu

Er það ekki nokkuð undarlegt að allir bátarnir sex sem voru í Keflavíkurhöfn í dag voru bláir að lit. Varð það kannski vegna þess að meirihlutinn í bæjarstjórninni er blár? Hvað um það hér birti ég þrjár myndir sem ég tók í dag, en sólin var svolítið að stríða mér.


        Hér sjást fjórir bláir bátar í Keflavíkurhöfn í dag. F.v. 13. Happasæll KE 94, 1767. Happi KE 95, 1587. Sævar KE 15 og 2043. Auðunn


                    2043. Auðunn, 1575. Njáll RE 275 og 2454. Siggi Bjarna GK 5


                   Hér sést öll höfnin og aðeins í alla 6 bátanna sem allir eru bláir að lit
                                                © myndir Emil Páll, 30. okt. 2010

30.10.2010 19:00

Keflavíkurhöfn árið 1992

Þessi 18 ára gamla mynd er nokkuð góð og því er hægt að þekkja marga af þeim bátum sem þarna eru. Í fljótu bragði sé ég 9 báta sem ég þekki og efalaust yrði þeir fleiri ef ég skoðaði vel, en svo menn geti spáð í mun ég ekki gefa nöfnin upp. Spurningin er því hvort einhver af ykkur lesendur góðir þekkja báta á myndinni, sem Bjarni Guðmundsson frá Neskaupstað tók í júlí eða ágúst 1992.


       Keflavíkurhöfn í júlí eða ágúst 1992 © mynd Bjarni G. - Spurningi er hvort þið þekkið einhverja af þeim bátum sem þarna sjást?

30.10.2010 18:00

Friðarhöfn


                       Friðarhöfn í Vestmannaeyjum © mynd Bjarni G., árið 1979
                      
                       Fyrir þá getspöku, þá má örugglega þekkja marga þarna?

30.10.2010 17:00

Sæfaxi VE 25 og Jökull VE 15
          833. Sæfaxi VE 25 og 626. Jökull VE 15, í Vestmannaeyjum, árið 1979 © myndir Bjarni G.

30.10.2010 16:00

Sæþór Árni VE 34


                            104. Sæþór Árni VE 34 © mynd Bjarni G., 1979

30.10.2010 15:00

Jökull VE 15


                         626. Jökull VE 15 © mynd Bjarni G., árið 1979

30.10.2010 14:03

Sæþór Árni VE 34 og hver ??

Mynd þessa svo og nokkrar aðrar er koma inn í dag, tók Bjarni Guðmundsson frá Neskaupstað í Vestmannaeyjum árið 1979. Sá rauði taldi ég vera 1035. Heimaey VE 1 en sá guli er 104. Sæþór Árni VE 34. En eins og Arnbjörn Eiríksson bendir á fyrir neðan myndina hét 1035. Náttfari á þessum tíma og því veit ég alls ekki hvaða bátur þetta er.


          Frá Vestmannaeyjum:  Spurningin er hver þessi rauði er en sá guli er, 104. Sæþór Árni VE 34 © mynd Bjarni G., árið 1979

30.10.2010 13:00

Mundi Sæm SF 1


                      1631. Mundi Sæm SF 1 © mynd Hilmar Bragason