Færslur: 2010 Október

28.10.2010 07:00

Katrín VE 47

Þessi náði 45 ára aldri áður en hann fór í pottinn fræga og bar ýmis nöfn eins og kemur fram hér fyrir neðan myndirnar.


          Hér sjáum við bátinn á strandstað, en hann náðist út


                            236. Katrin VE 47, í Vestmannaeyjum eftir breytingar

Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheim, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994.

Lagt við bryggju í Njarðvík eftir að vélin ónýttist á árinu 2007 og lá þar þangað til að Siggi Þorsteins ÍS 123 dró hann með sér til Danmerkur í brotajárn 30. júlí 2008.

Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76

28.10.2010 00:00

Um borð í 1282. Hugborgu SH 87

Þessi var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1972 og endaði með því að stranda á Balatá við Keflavíkurbjarg 1994.


     Bergmundur Ögmundsson, skipstjóri að greiða úr, einhvern tímann á árunum 1978 til 1980Kristinn heitinn Þorgrímsson að taka
    pokann á árunum 1989 til 1990


                                    Jóhann Sigurðsson teigir sig í gilsinn


                             1282. Hugborg SH 87 © mynd Alfons Finnsson

Smíðanúmer 29 hjá Trésmíðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1972 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar

Strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það ill að ákveðið var að brenna hann á staðnum. Til þess kom þó ekki, þar sem það gerði norðaustan rok á staðnum 2-3 dögum síðar og brotnaði þar í salla.

Nöfn. Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87.

27.10.2010 23:00

Sævar KE 19 á strandstað

Þessi var til í 20 ár og bar aðeins tvö nöfn, en endaði með því að stranda í Sandgerðishöfn og nást ekki af strandstað og hér sjáum við myndir sem ég tók af honum á strandstaðnum í febrúar 1980.


      867. Sævar KE 19 á strandstað við Sandgerði í feb. 1980

Smíðaður í Nykobing M., Danmörku 1960 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar

Strandaði í Sandgerðishöfn 15. febrúar 1980.
Slysavarnarsveitn Sigurvon í Sandgerði fékk bátinn gefins frá Vélbátatryggingu Reykjaness, þar sem hann var á strandstað í Sandgerðishöfn. Rifu þeir það nýtilega úr honum og brenndu síðan skrokkinn í grjótfyllingu í höfninni 30. ágúst 1980.

Nöfn: Valafell SH 157 og Sævar KE 19.

27.10.2010 22:00

Gunnar Bjarnason SH 25

Þessi norsksmíðaði bátur bar hérlendis fimm skráningar og var gerður út í rúm 30 ár en þá seldur til Noregs og endaði síðan að ég held í pottinum.


                          144. Gunnar Bjarnason SH 25 © mynd Alfons Finnsson

Smíðanúmer 3 hjá Hjörungavaag Mek. Verksted A/S, en skrokkurinn hafði smíðanúmer 48 hjá Ankerlökkin Verft A/S í Florö, eftir teikningu Sveins Ágústssonar. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Dalvíkur 16. júlí 1963. Yfirbyggður 1985.

Seldur úr landi til Noregs 30. mars 1995, en ekki vitað um sögu eða nöfn þar, en held að hann sé nú kominn í pottinn.

Nöfn: Loftur Baldvinsson EA 124, Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og Gunnar Bjarnason SH 25.

27.10.2010 21:00

Bræðurnir með guðlaxinn

Þessa skemmtilegu mynd tók ég sem blaðamaður og ritstjóri Víkurfrétta af þeim bræðrum Hallgrími Gísla Færseth, netamanni og Björgvini Færsett, 2. stýrimanni á Sigurfara GK 138, fyrir tugum ára. En Björgvin er enn til sjós og er í dag skipstjóri á Sigga Bjarna GK 5. Auk myndarinnar birti ég frásögnina í heild sinni.
         Hallgrímur G. Færseth (t.v.) og Björgvin Færseth  © mynd Emil Páll

27.10.2010 20:00

Blíðfari GK 275

Aðeins eru nokkrir dagar síðan ég birti sögu þessa báts, en þá hafði ég ekki þessa mynd við hendina, þó ég hefði aðra fremur lélega af honum eins og hann var áður en hafist var handa að toga hann á allan máta, eins og hann er nú. Það kom fram í seriunn er ég birti með sögunni.


                          1979. Blíðfari GK 275 © mynd Alfons Finnsson

27.10.2010 19:05

Gullborg RE 38 og VE 38

Hér koma þrjár myndir sem ég átti í úrklippusafni mínu og birti núna og eru af hinu fræga aflaskipi Gullborgu RE 38 og eins eftir að það varð VE 38.


    490. Gullborg RE 38 á strandstað við Grindavík fljótlega eftir að skipið kom til landsins. En samkvæmt blaðafrásögn á þeim tíma þótti mjög tvísýnt um afdrif skispins þar sem hætta var á að það myndi velta ofan í Ósinn í fjörunni. Til að koma í veg fyrir það studdu tveir Grindavíkurbátar við bátinn þegar verst horfði og á flóðinu náðist báturinn síðan á flot


                        490. Gullborg VE 38 í innsiglingunni til Vestmannaeyja


     490. Gullborg VE 38 í Vestmannaeyjum 1997, eftir að hafa landað 21 tonni af boltaþorski

27.10.2010 17:18

Tindur SH 179


                                 847. Tindur SH 179 © mynd Alfons Finnsson

27.10.2010 14:21

Búið að ná tökum á eldinum

Af visi.is núna áðan:

Tekist hefur að ná tökum á eldinum um borð í færeyska risatogaranum Athenu undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Tæplega hundrað manns var bjargað úr skipinu sem nú siglir fyrir eigin vélarafli í átt til Bretlands. 13 meðlimir úr áhöfninni urðu eftir um borð til að slökkva eldinn og stýra skipinu til hafnar.

Áhöfnin er sögð vera frá Skandinavíu, Rússlandi og Kína en skipið er í eigu skipaútgerðar sem heitir Thor, í Færeyjum.


27.10.2010 14:02

Ægir kemur kl. 19

Áætlað er að varðskipið Ægir komi til Reykjavíkur kl. 19 í kvöld, en skipið hefur verið í 6 mánuði í verkefnum við vestur Afríku og í Miðjarðarhafi.


                                         1066. Ægir © mynd Jón Páll

27.10.2010 13:46

Stórbruni í Athenu

Af visi.is í morgun kl. 10:

 

Færeyskur togari í björtu báli

Thor Athena.
 Athena.

Tíu þúsund tonna Færeyskur verksmiðjutogari stendur í björtu báli undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Um borð eru 111 manns, áhöfn og fiskverkafólk. Björgunarþyrlur og skip eru á leið til hjálpar. Eldurinn er svo mikill að að minnsta kosti hluti áhafnarinnar hefur forðað sér í björgunarbáta. Hinir eru áfram um borð að berjast við eldinn.

Áhöfnin er sögð vera frá Skandinavíu, Rússlandi og Kína. Skipið heitir Athena og er í eigu skipaútgerðar sem heitir Thor, í Færeyjum. Breska strandgæslan segir að slæmt sé í sjóinn þar sem Athena er.


27.10.2010 12:00

Kristján HU 123 á rækjuveiðum í Kolluálnum 1990

Hér koma skemmtilegar myndir frá Alfons Finnssyni, af rækjuveiðum og fyrir neðan myndirnar birti ég stutt ágrip af sögu bátsins.


         734. Kristján HU 123, með gott hal af karfa og rækju í Kolluálnum, árið 1990
                                               © myndir Alfons Finnsson

Báturinn var smíðaður í Skipasmíðatöð Nóa Kristjánssonar á Akureyri 1948. Dæmdur ónýtur 1968, en settur aftur á skrá, eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dröfn hf., í Hafnarfirði 1970. Eldur kom upp í bátnum er hann var á leið frá Ólafsfirði og inn á Akureyri 5. okt. 1978. Báturinn var þá staddur skammt frá Hjalteyri og dró togarinn Sólberg hann til Akureyrar þar sem Slökkviliðið á Akureyri slökkti eldinn og var hann þá enn á ný dæmdur ónýtur. En enn á ný var hann endurbyggður og nú á Akureyri og settur aftur á skrá 3. maí 1979. Síðan seldur úr landi til Portúgals 20. mars 1995 og fór út um haustið, en eftir það er ekkert vitað um bátinn.

Nöfn: Goðaborg SU 40, Reynir II NK 47, Ragnar Bjarnason RE 27, Kópur RE 27, Kópur SH 132, Guðrún Jónsdóttir  ÍS 267, Kolbrún ÍS 267, Kristján S. SH 23,  Kristján HU 123 og síðasta nafnið hérlendis var: Sædís ÁR 9, en ekki er vitað um nöfn eftir söluna til Portúgals.

27.10.2010 11:15

Guðný NS 7


                               2447. Guðný NS 7 © mynd Hilmar Bragason

27.10.2010 09:00

Beta VE 36


                           2764. Beta VE 36 © mynd Hilmar Bragason

27.10.2010 08:00

Una SU 3


                                     1890. Una SU 3 © mynd Hilmar Bragason