Færslur: 2010 Október

22.10.2010 16:39

Hólmgrímur segir upp 25 sjómönnum og 30 landmönnum

Hólmgrímur Sigvaldason, sem rekur útgerð frá Njarðvik, sem skráð er í Grindavík og verkar aflann í Keflavík og er sjálfur búsettur í Njarðvík,  hefur nú sagt upp öllu starfsfólki sínu alls 55 manns. Um þetta er m.a. fjallað um í DV í dag og þar stendur þetta:

Segir upp sonum sínum

"Þeir fá bara afskrifað, jafnvel milljarða, og halda áfram," segir Hómgrímur um afskriftir skulda kvótaeigenda. (Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson)

Innlent 06:10 > 22. október 2010

"Þetta er alveg skelfilegt. Ég þarf að segja upp mönnum sem hafa verið hjá mér í 15 og jafnvel 20 ár - þar á meðal eru synir mínir sem hafa verið í 13 og 20 ár. Þetta er hundfúlt," segir Hólmgrímur Sigvaldason, útgerðarmaður í Grindavík.

Hann hefur verið í útgerð í 25 ár en þarf nú líklega að segja öllum upp, bæði á sjó og í landi. Hann hefur þegar sagt upp öllum sínum 25 sjómönnum en á bilinu 50 til 55 manns eru í vinnu hjá honum þegar allt er talið. "Þetta er ekkert grín," segir Hólmgrímur, sem rekur útgerðarfyrirtækin Grímsnes og HSS.

Hólmgrímur segir að ástæðu þess að hann þurfi að segja upp fólki megi rekja til skorts á leigukvóta en fyrirtæki hans hafi undanfarin fjögur ár leigt, veitt og unnið um 11 þúsund tonn af fiski.

Hólmgrímur segir að útgerð sín sé skuldlítil en hátt leiguverð og lítið framboð af leigukvóta sé að sliga hana. Hann segir að á sama tíma og hann neyðist til að leggja upp laupana sé sárt að horfa á bankana afskrifa skuldir kvótaeigenda án þess að það bitni á þeim. "Þeir fá bara afskrifað, jafnvel milljarða, og halda áfram," segir hann og bætir við að honum hafi aldrei gefist tækifæri til að sökkva sér í skuldir. Það þýði hins vegar lítið fyrir sig að ætla að kaupa kvóta fyrir einn eða tvo milljarða. "Það yrði hlegið að mér í bankanum," segir hann.

22.10.2010 16:32

Hákon ÞH 250 ex Heimir SU 100 - nú Hákon, frá Chile


                      1069. Hákon ÞH 250 © mynd Karl Einar Óskarsson

22.10.2010 12:15

Síldarmælingar og Hvalfjörður í morgun

Svafar Gestsson, vélstjóri á Jónu Eðvalds SF, sendi mér áðan þessar myndir sem ýmist voru teknar í morgun eða í fyrradag. Nánar um það í þessum texta sem fylgdi myndunum.:

Núna erum við í Hvalfirði að láta kvarða dýptarmælinn hjá okkur. Vorum í Reykjavík í nótt en fórum þaðan 08 í morgun og með í för er specialisti til að kvarða mælinn. Stefnum svo í Breiðafjörðinn að þessu loknu.

Hér eru myndir fra því í fyrradag af síldarmælingum og svo myndir frá því í morgun héðan úr Hvalfirði.


                                                  Jökull og Elfar mæla síld


                                                          Síld


                                                        Síldarmæling


                                               Síldin lengdarmæld


                                                          Hvalfjörður


                                             Kvörðun á dýptarmæli


                                                Kvörðun á dýptarmæli


                                                      Kiddi Kongó og Elfar
                                     © myndir Svafar Gestsson, 20. og 22. okt. 2010

22.10.2010 10:17

Settu upp línu úr ábót og færi

Þessum myndum fylgdi þessi texti frá Karli Einari Óskarssyni:

Það var langur kafli sem lítið fannst af síld þannig að KEÓ og HH settu upp hundrað króka línu úr ábót og færi sem fannst um borð. Beittu og lögð í Berufirði, árangurinn var 64 fiskar á þessa hundrað króka gerið aðrir betur........ Hef ekki beitt línukrók síðan hætti á beitningu á toppnum....
          © myndir í eigu Karls Einars Óskarssonar

22.10.2010 09:18

KEÓ og stóra kastið

Mynd þessi sem er í eigu Karls Einars Óskarssonar er tekin haustið 83 af einu stærsta kasti sem hann man eftir í litlu nótina. Sjálfir tóku þeir 220t og settu í Júpiter 150 t, Heimir KE 150 t og Sigurjón Arnlaugsson 100 tonn. Hvernig þetta rúmaðist í þessari litlu síldarnót vissi hann ekki.


                        © mynd í eigu Karls Einars Óskarssonar frá árinu 1983

22.10.2010 09:00

Kópur AK 46 ( ekki 33 eða 44)


                                     Kópur AK 46 © mynd Karl Einar Óskarsson

22.10.2010 00:00

Síldarsyrpa frá Grundarfirði 2007

Hér kemur öll mynasyrpan sem Aðalheiður sendi mér frá síldveiðunum á Grundarfirði árið 2007. Nöfn bátanna fylgir ekki með og því spurning hvort einhver af ykkur lesendur góðir þekkja þá?


                                       © mynd Aðalheiður, 2007

21.10.2010 23:00

Fáskrúðsfjörður

Þessar fjórar myndir tók Óðinn Magnason, sú fyrsta var tekin 10. okt. sl. en hinar  í gær.                                © myndir Óðinn Magnason, 10. og 20. okt. 2010

21.10.2010 22:00

Grindavík í dag


                       Frá Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 21. okt. 2010

21.10.2010 21:00

Privlaka, í Straumsvík

Hér sjáum við myndir sem sýna er súrálsskipið Privlaka kom til Straumsvíkur í gær. Skipið er 166 metra langt, 28 metra breitt og ristir 10 metra.


                             Súrálsskipið Privlaka í Straumsvík © myndir Tryggvi, 20. okt. 2010

21.10.2010 20:00

Lukka


                   Lukka, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 20. okt. 2010

21.10.2010 19:00

Birgir GK 263

Þessa myndasyrpu tók ég í morgun í Grindavík og sýnir bát í innsiglingunni og er hann var kominn til hafnar.
          2005. Birgir GK 263, í morgun © myndir Emil Páll, 21. okt. 2010

21.10.2010 18:00

Síldarskip á Grundarfirði 2007

Aðalheiður, eða Heiða Lára eins og flestir þekkja hana sendi mér skemmtilega myndasyrpu sem ég mun sýna á miðnætti í nótt. Hér kemur þó ein mynd úr syrpunni svo og bréf það sem fylgdi með.

Sæll,til lukku með síðuna, hún er mjög áhugaverð og skemmtileg. En annars vildi ég bara benda þér á Skessuhornið sem kom út í gær, þar er sérblað um Víking Ak 100 í tilefni af 50 ára afmælinu. Datt svo í hug að senda þér nokkrar myndir frá haustinu 2007, þegar síldarbátarnir voru hér upp við landssteina að veiða. Kv. Aðalheiður.


                                             © mynd Aðalheiður 2007

21.10.2010 16:57

Óþekkt skip siglir fyrir Garðskaga - er Sóley

Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar þrjár myndir í morgun er skip þetta var á leið fyrir Garðskaga. Spurningin er hinsvegar hvort einhver þekkir þetta skip

Eins og fram kemur í kommentum hér fyrir neðan myndirnar, er þetta 1894. Sóley á leið austur að Landeyjarhöfn


                     1894. Sóley   © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. okt. 2010

21.10.2010 09:04

Bliki SU 24


          6595. Bliki SU 24, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 20. okt. 2010