Færslur: 2010 Október

29.10.2010 08:05

Siglufjörður á 8. áratug síðustu aldar

Hér koma tvær myndir til viðbótar úr ferðinni um landið á 8. áratug síðustu aldar. Öruggt er að efri myndir er frá Siglufirði, en hvort sú neðri sé þaðan, er ég ekki viss eða hvaðan hún er.
          - Ekki stóð á svörum og jú, neðri myndin er frá Dalvík -


         Frá Siglufirði á 8. áratug síðustu aldar


              Er þessi líka frá Siglufirði, eða frá einhverju öðru plássi á Norðurlandi?
                                © myndir Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar
                                                 Nei neðri myndir er frá Dalvík

29.10.2010 07:25

Óþekkt sjávarpláss á 8. áratug síðustu aldar - Dalvík er það

Þessa mynd tók ég einhversstaðar á norðurlandi í hringferð minni um landið á áttunda áratug síðustu aldar, en er ekki viss hvar myndin er tekin.


                      Hvar er þetta? © mynd Emil Páll á 8. áratug síðustu aldar
                                                Rétt svar: Dalvík

29.10.2010 00:00

Skemmtileg flétta út af Grindavík

Hér birti ég myndasyrpu þá sem ég hef áður sagt frá og sýnir fléttu með þremur skipum út af Grindavík að morgni fimmtudagsins 28. október 2010. Þarna eru það varðskipið Týr sem kom upp undir Grindavík og sendi síðan léttabát í land og þriðja skipið er Árni í Teigi GK 1 sem var á veiðum og sést hann á veiðisvæðinu á fyrstu myndinni, en síðan sjást myndir af bátnum í innsiglingunni og er hann kemur að landi í Grindavík.


     1421. Týr á leið í áttina að Grindavík og til vinstri sést 2500. Árni í Teigi GK 1 á veiðisvæði


       1421. Týr á reki stutt frá Grindavíkurhöfn og búið að sjósetja léttabátinn


                         1421. Týr á reki, meðan léttabáturinn er í landi


           Mynd tekin frá hafnargarðinum í Grindavík og sýnir innsiglingamerkin og sjóvarnargarð


        Hér sést auk varðskipsins, 2500. Árni í Teigi GK 1 á leið til lands í Grindavík


                           Léttabátur varðskipsins á leið út frá Grindavík


                            Léttabáturinn öslar út innsiglinguna í Grindavík


          Allir þátttakendur: F.v. 2500. Árni í Teigi GK 1, Léttabátur Týs og 1421. Týr


         2500. Árni í Teigi GK 1, í innsiglingunni og léttabáturinn fyrir aftan 1421. Tý


                       2500. Árni í Teigi GK 1 kemur inn innsiglinguna


                         2500. Árni í Teigi GK 1 kominn inn í Grindavíkurhöfn


                          2500. Árni í Teigi GK 1 kominn að bryggju í Grindavík


         Löndun hafin úr 2500. Árna í Teigi GK 1  © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010

28.10.2010 23:00

Örvar SH 777

Um þessa mynd segir Sigurbrandur:

2159 Örvar SH 777 smíðanúmer 59 frá Solstrand, fyrri nöfn Tjaldur ll SH 370, Icelandic Queen SH 370, Tjaldur SH 370, Kamaro SF 8 S, Vestkapp SF 8 S og svo Örvar SH 777


                   2159. Örvar SH 777, á Rifi © mynd Sigurbrandur í júní 2008

28.10.2010 22:00

Örvar SH 777 og Tjaldur SH 270

Sigurbrandur sendi mér tvær myndir sem ég mun birta í kvöld og með þeirri fyrri fylgdi þessi texti frá honum: Myndin er tekin í Rifi í júní 2008 af systurskipunum 2158 Tjaldi SH 270 og 2159 Örvari SH 777 stinga saman nefjum í blíðskaparveðri eitt sumarkvöldið.


    F.v. 2159. Örvar SH 777 og 2158. Tjaldur SH 270, á Rifi í júní 2008 © mynd Sigurbrandur

28.10.2010 21:00

Er Brettingur að fara út?

Samkvæmt fregnum stóð til að Brettingur KE 50 færi til veiða í dag eða kvöld. En slíkar fregnir hefur mér áður borist til eyrna, svo ég tek þær ekki alvarlega, en togarinn hefur farið í gegn um miklar endurbætur fyrst í Hull og síðan hérlendis frá því að hann var keyptur hingað. Það sem helst undirstrikar það að þetta gæti verið rétt núna er að þegar ég tók myndina upp úr kl. 17 í kvöld var veirð að klára að setja olíu á togarann.


   1279. Brettingur KE 50, í Njarðvikurhöfn nú síðdegis © mynd Emil Páll, 28. okt. 2010

28.10.2010 20:00

Alma KE 44 í skugganum

Þessar myndir sem teknar eru af bátnum í skugga sólarinnar í dag, sýna þegar verið var að taka bátinn á land í Grófinni.
        5904. Alma KE 44, kominn á land í Keflavík © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010

28.10.2010 19:00

Blíða KE 17 á birtuskilum - slitaði frá að aftan í gær

Þessar myndir eru teknar með nokkra mínútna millibili í Njarðvíkurhöfn á sjötta tímanum í kvöld af Blíðu KE 17, en sá bátur slitaði frá að aftan í rokinu í höfninni í gærkvöldi, en sem betur fer tókst að bjarga því að illa færi.


    1178. Blíða KE 17 í Njarðvíkurhöfn á birtuskilunum í kvöld, en myndirnar eru teknar með nokkra mínútna millibili © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010

28.10.2010 18:00

Happasæl KE sökkt

Hér sjáum við einn af elstu bátunum sem borið hafa nafnið Happasæll KE 94. Skip þetta var áður flóabáturinn Drangur og var síðan breytt í fiskiskip, en þótti ekki góður sem slíkur og eftir örfá ár var hann settur í úreldingu og að lokum sökkt 70 sjómílur SV af Reykjanesi 19. júlí 1986 og er þessi mynd sem er í eigu Emils Páls frá því þegar hann var á leiðinni niður í djúpið.


    38. Happasæll KE 94 á leið ofan í sína votu gröf, 70 sm. SV af Reykjanesi 18. júlí 1986
                                              © mynd í eigu Emils Páls

28.10.2010 17:04

Fuglalíf


                            Fuglalíf í Grindavík © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010

28.10.2010 14:02

Elding


           1047. Elding, á siglingu á ytri-höfninni í Reykjavík í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 27. okt. 2010

28.10.2010 13:25

Skemmtileg flétta með Árna á Teigi GK 1, varðskipinu Tý og léttabát varðskipsins

Í morgun náði ég skemmtilegri myndafléttu utan við Grindavík og í Grindavík, þar sem við sögu koma varðskipið Týr, Árni í Teigi GK 1 og léttabátur varðskipsins. Syrpuna í heild alls 13 mynir birti ég eftir miðnætti í nótt, en hér kemur smá sýnishorn.


          2500. Árni í Teigi á veiðum utan við Grindavík og varðskipið 1421. Týr með stefnu á Grindavík


         1421. Týr á reki framan við Grindavík, en léttbáturinn farinn til hafnar í Grindavík


                        Léttabátur varðskipsins á leið út frá Grindavík


    2500. Árni í Teigi GK 1 á landleið, léttabáturinn á útleið og 1421. Týr á reki


                                               2500. Árni í Teigi GK 1


                           2500. Árni í Teigi GK 1, kominn til Grindavíkur

           © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010 og eftir miðnætti birtist syrpan í heild sinni

28.10.2010 12:24

Sigurður Hallmarsson að landa

Þessi mynd Alfons Finnssonar sem sennilega er tekin árið 1990, sýnir Sigurð Hallmarsson vera að landa úr 1856. Auðbjörgu SH 197


    Sigurður Hallmarsson að landa úr Auðbjörgu, sennilega árið 1990 © mynd Alfons Finnsson

28.10.2010 09:00

Sigurfari GK 138

Þessi hefur hérlendis aðeins borið Sigurfara-nafnið en fyrst sem VE 138 og síðan sem GK 138.
               1743. Sigurfari GK 138 © myndir Emil Páll

28.10.2010 08:00

Garðar II SH 164

Hér á ferðinni Akureyrarsmíði frá 1974 sem var yfirbyggður 1985 og hefur borið nöfnin Eyjaberg, Sigurvon og er nú Magnús SH 205


                        1343. Garðar II SH 164 © mynd Alfons Finnsson