Færslur: 2010 Október

02.10.2010 11:48

Hringur SH 277

Þessi hollenska smíði frá 1955, sem var síðan lengdur í Reykjavík 1974, fór í pottinn í september 2009. Hafði borið nöfnin: Hringur SI 34, Hringur GK 18, Fengur RE 77, Hólmaröst SH 180, Hringur SH 277, Geir ÞH 150, Guðmundur Jensson SH 717 og Hannes Andrésson SH 747.


                            582. Hringur SH 277 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 10:50

Skálavík SH 208 - nú skútan Hildur

Þessi bátur er í dag orðinn skútan Hildur er gerður út sem slíkur frá Húsavík.


            1354. Skálavík SH 208 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 09:28

Brimnes SH 717

Hér er á ferðinni Stálvíkursmíði frá 1988, sem síðar var lengdur um miðju.. Þetta nafn var hans fyrsta sen síðar komu nöfnin Guðmundur Jensson SH 717, Freyja GK 364, Valdi SH 94 og núverandi nafn: Birta SH 13


                          1927. Brimnes SH 717 © mynd Alfons Finnsson

02.10.2010 00:00

Vinur SH / Heiðrún EA / Arnar KE / Haförn KE / Fiskir HF / Njörður KÓ / Salka GK

Þessi bátur sem smíðaður var á Akureyri 1975 er enn til, þó útgerð hafi verið ansi stopul undir því nafni sem hann ber í dag.


                              1438. Vinur SH 140 © mynd aba.is


            1438. Heiðrún EA 28 © mynd Emil Páll, 1984


                                 1438. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll


                       1438. Arnar KE 260 © mynd Snorrason


                             1438. Haförn KE 14 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                 1438. Haförn KE 14 © mynd Snorrason


                          1438. Fiskir HF 51 © mynd Gunnar Jónsson


                      1438. Njörður KÓ 7 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                               1438. Njörður KÓ 7 © mynd Emil Páll, 2009


                            1438. Salka GK 79 © mynd Emil Páll, 2009

Smíðanúmer 9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf., Akureyri. Afhentur í lok júlí 1975.

Nöfn: Vinur SH 140, Vinur ST 28, Heiðrún EA 28, Arnar KE 260, Haförn KE 14, Haförn KE 15, Fiskir HF 51, Njörður KÓ 7 og núverandi nafn: Salka GK 79.

01.10.2010 22:49

Gaukur GK 660


                                 124, Gaukur GK 660 © mynd Hilmar Bragason

01.10.2010 21:51

Steinunn SH 167 fyrir breitingar

Margar myndir höfum við séð af þessum báti, en flestar sýna núverandi útlit. Fáar sýna hann eins og hann var áður og því var kærkomið að fá þessa mynd af bátnum frá Alfons Finnssyni


   1134. Steinunn SH 167, fyrir breitingar, en búið að byggja yfir hann © mynd Alfons Finnsson

01.10.2010 21:02

Furðulegur bráðabirgðaútbúnaður Birtu VE

Þeir eru margir sem hafa haft samband við mig og bent á furðulegan útbúnað á biluðu stefni Birtu VE fyrir siglingu til Akureyrar nú þegar allar veðra er von. En báturinn er m.a. klæddur með einskonar gluggaplasti, sem menn hafa ekki beint trú á að haldi lengi.
Hvað sem því líður þá mun vissi ég í gær að beðið var eftir ákvörðun Siglingastofnunar um það hvort báturinn mætti sigla án fylgdarbáts norður. Samkvæmt því sem ég heyrði í morgun, kom úrskurður þess  efnis að það yrði að fylgja honum bátur til Akureyrar og að samningar stæðu um fylgd frá báti sem þarf að fara hálfa leiðina hvort sem er til að sækja veiðarfæri. Hvað um það nafn þess báts kemur þegar málin eru orðin klár.
Í skrifum mínum hef ég rætt um að báturinn sem að lokum fer eftir viðgerð á Akureyri til Grenivíkur, ætti að bera sitt upprunalega nafn Ægir Jóhannsson, en samkvæmt kommenti á síðu Hafþórs frá eiganda bátsins mun hann ekki fá það nafn heldur nafnið Víðir.


     Hér sjáum við hvernig búið er að setja gluggaplast yfir stefnið, til að hlífa því á ferðinni norður. Vonandi dugar það til þess að 1430. Birta VE 8 komist alla leið og þá með fylgdarskipi © mynd Emil Páll, 1. okt. 2010

01.10.2010 20:00

Sella GK 125


         2402. Sella GK 125, í höfn í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 1. okt. 2010

01.10.2010 19:00

Vafið stýri

Ef stýrið á fyrrum Halldóri Jónssyni SH 217, sem nú stendur uppi í Njarðvíkurslipp er skoðað, blasi við þessi sjón.


    Þessa sjón má sjá á stýri fyrrum 540. Halldórs Jónssonar SH
í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 1. október 2010

01.10.2010 17:54

Líf GK 67

Hjá Sólplasti í Sandgerði er lagt komið með að lengja Líf GK 67, auk þess sem hann er breikkaður með því að setja annað borð utan á síðurnar.


               7463. Líf GK 67, inni í húsi hjá Sólplasti © mynd Emil Páll, 1. okt. 2010

01.10.2010 17:26

Lágey ÞH 265

Vel gengur að laga bátinn hjá Sólplasti í Sandgerði og var nýr gír settur niður í dag svo og endurbætt vélin. Þó er ljós að viðgerð standi yfir eitthvað lengur en áætlað var, m.a. vegna þess að ýmsum aukaverkum hefur verið bætt við eins og oft er þegar bátar fara í svona mikla klössun.


         2651. Lágey ÞH 265, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 1. október 2010

01.10.2010 15:50

Bylgjan I GK 141

Þessi var smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði 1978 og endaði með því að vera sagaður í tvennt í Njarðvikurslipp í ágúst 1995 og síðan brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1996.


                             1519. Bylgjan I  GK 141 © mynd Alfons Finnsson

01.10.2010 15:43

Jökull SH 15

Eins og áður hefur komið fram varðandi þennan bát, þá var hann fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var fyrir íslendinga í Þýskalandi og lauk ferli sínum á að vera nú síðla sumars brytjaður niður í Njarðvíkurslipp.


                                   450. Jökull SH 15 © mynd Alfons Finnsson

01.10.2010 12:05

Syrpa frá Neskaupstað í morgun

Bjarni Guðmundsson sendi mér þessar myndir sem hann tók í höfninni á Neskaupstað um kl. 10.30 í morgun.


                               1890. Una SU 3 og www.haraldpaul.com 45766A


                     1890. Una SU 3, www.haraldpaul.com 45766A o.fl. bátar
 

                                             www.haraldpaul.com 45766A


                                    Neskaupstaður um kl. 10.30 í morgun


    2395. Inga NK 4, 2400. Hafdís SU 220 og 2750. Oddeyrin EA 310, á Neskaupstað um kl. 10.30 í morgun © myndir Bjarni G., 1. okt. 2010

01.10.2010 12:00

Getraunin: Vinningarnir fóru til Keflavíkur, Borgarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur Dregið var í morgun úr réttum svörum í getrauninni frá Kaffi Duus og komu vinningarnir til fólks sem búsett er í Keflavík, Borgarfirði, Kópavogi og Reykjavík, en flestir þeirra sem skiluðu lausnum komu einmitt af Suð-vesturhorni landsins.

Hefur vinningshöfum verið tilkynnt í tölvupósti hvaða vinning þau hlutu hvert fyrir sig.