Færslur: 2010 Október

05.10.2010 20:20

Loksins, loksins farið

Þó nokkur uggur hefur verið meðal ýmsra íbúa við Stakksfjörð vegna veru Atlantic Trader, sem legið hefur við akkeri á Stakksfirði að mestu síðan í síðustu viku. Uggur þessi stafar m.a. af því að mikil leynd virðist vera um ástæðuna fyrir veru skipsins og síðast er það kom hér við á síðasta ári var talið að um borð væri geislavirkur úrgangur og nefna menn það núna, eða úraníum. Hvað um það skipið létti akkerum og sigldi á haf út síðdegis í dag og var núna áðan að nálgast Reykjanesið. Að vísu hefur það gert það tvisvar áður síðan í síðustu viku en snúið við er það var komið vel út frá Reykjanesinu, en vonandi fer það áfram núna, þangað sem það á að fara sem er til St. Pétursborgar.


               Atlantic Trader, séð frá Vogum í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 20:00

Særún SH 86


           2782. Særún SH 86, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 19:00

Birta Dís GK 135


           2394. Birta Dís GK 135, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 18:00

Myndasyrpa frá Bylgju VE 75 - á Eskifirði - á veiðum og laumufarþeginn

Gísli Gíslason, þyrluflugstjóri skellti sér á sjóinn með Bylgju VE 75 og sendi mér þessa myndasyrpu.
Bylgja landaði á Eskifirði í morgun. Afli um 212 kör, aðallega Þorskur og eitthvað af ýsu og karfa.
Skipsstjóri í þessum túr Óskar Matthíasson. Auk starfa um borð og frá Eskifirði er ein mynd af
 laumufarþega sem kom um borð í gærkvöldi.  Var það Gráhegri.

- Sendi ég Gísla kærar þakkir fyrir þetta.-


                           2025. Bylgja VE 75, á Eskifirði í morgun, 5. október


                                       Óskar Matthíasson, skipstjóri


                                                  Gísli Gíslason
                                                   Gráhegrinn


                                                Eskifjörður nálgast


                                            © myndir Gísli Gíslason

05.10.2010 17:24

Haukur HF 68


                  6399. Haukur HF 68, í Vogum © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 15:29

Þrír trébátar verða kurlaðir niður í Njarðvíkurslipp

Ljóst er að fljótlega verður ráðist í það að kurla niður þrjá trébáta, sem nú standa uppi í Njarðvíkurslipp, Það eru bátarnir 540. Halldór Jónsson SH 217, 733. Breki og 1249. Sigurvin GK 51. en sá fyrsti og eins sá síðasti eru farnir fyrir löngu af íslenskri skipaskrá, en Breki var notaður í kvikmyndatökur, en var í góðu ástandi fram að því. Munu fyrirtækin Hringrás og Funi sjá um að farga Halldóri Jónssyni og Breka og að auki tekur Hringrás Sigurvin.


                   733. Breki og 530. Halldór Jónsson í Njarðvikurslipp í dag
        1249. Sigurvin GK 51 © myndir Emil Páll, í Njarðvikurslipp 5. okt. 2010

05.10.2010 15:08

Halldór Jónsson verður ekki endurbyggður - er ónýtur

Við skoðun á gamla Halldóri Jónssyni SH, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur kom í ljós að báturinn er það mikið ormétinn að hann er ónýtur. Enda eru liðin 17 ár síðan báturinn var dreginn frá Hornafirði til Hafnarfjarðar þar sem hann hefur legið við bryggju allan tímann og sokkið einu sinni. Að auki er hann mikið skemmdur eftir ís, er höfnin fraus, þannig að klaki var milli skips og bryggju, sést það vel á þeim myndum sem ég birti hér með, en sett hefur verið frauðplast í helstu skemmdirnar auk þess sem krossviður var settur yfir á sjólínunni.


        Skemmdirnar eftir ísinn í höfninni eru vel sjáanlegar, þ.e. krossviðurinn sem settur er yfir, svo og frauðplastið sem einnig sést © myndir Emil Páll, 5. okt. 2010

05.10.2010 10:15

Steinunn HF 108

Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók af bátnum er hann kom inn til Hafnarfjarðar í gærdag.


         2763. Steinunn HF 108, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 09:43

Ísbjörninn GK 87


         7103. Ísbjörninn GK 87, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 09:38

Gunni litli HF 44


                        9048. Gunni litli HF 44 © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 09:33

Litli Jón KE 201


          1563. Litli Jón KE 201, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 07:11

Ísafold, í Vogum

Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki var Ísafold sem legið hefur í Njarðvikurhöfn í ár eða lengur, siglt í síðasta mánuði þvert yfir Stakksfjörðinn og lagt við bryggju í Vogum.


                2777. Ísafold, við bryggju í Vogum © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 07:10

Óskar RE 157 og Sæberg HF 224

Þessi tveir liggja nú saman í Hafnarfjarðarhöfn, hvort það er til langframa veit ég ekki. En hef heyrt að Óskar fari sennilega ekki aftur í neina ferð, nema þá síðustu ferðina.


         962. Óskar RE 157 og 1143. Sæberg HF 224, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 4. okt. 2010

05.10.2010 00:00

Árni ÓF 43 / Sigurþór GK 43 / Vala ÓF 2 / Vala KE 70 / Jonna SF 12

Smíðaður á Skagaströnd 1971 og fórst 21 ári síðar, ásamt þremur mönnum.


                      1427. Árni ÓF 43 © mynd Snorrason


                         1427. Sigurþór GK 43 © mynd Snorrason


                                    1427. Vala ÓF 2 © mynd Emil Páll


                     1427. Vala KE 70 © mynd Snorrason


                                   1427. Vala KE 70 © mynd Emil Páll


                       1427. Jonna SF 12 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í júlí 1975.

Fórst austur af Skarðsfjöruvita 12. október 1996 ásamt þremur mönnum.

Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70 (í nokkra daga), aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12

04.10.2010 23:00

Wilson Split

Þetta skip var í Hafnafjarðahöfn í dag og er eitt af þessum frægu Wilsonum.


                    Wilson Slit, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010